Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 25
dórsson, sem var valinn söngvari árs-
ins. Á þessum tíma lék Ævintýri
tvisvar til þrisvar í hverri viku á fjöl-
sóttum unglingadansleikjum í Tóna-
bæ, húsinu þar sem nú eru höf-
uðstöðvar 365. Og það var á einni
slíkri skemmtun, hinn 13. október,
sem krakkarnir aftóku að hætta þeg-
ar ballið var búið, svo gaman þótti
þeim.
„Við í hljómsveitinni fórum út,
hlupum niður Skaftahlíðina og inn á
Miklatún, eins og það hét þá, og þar
blasti Einar Ben. við. Það kom eig-
inlega af sjálfu sér að við færum
þangað,“ segir Björgvin Halldórsson
þegar hann rifjar þetta atvik upp.
Söngvarinn sté á stall styttunnar en
að baki honum voru félagarnir úr
Ævintýri með kassagítara sína. Allt
fór vel fram, utan hvað lögreglan bað
þrjá úr hópnum sem komið höfðu sér
fyrir á öxlum og höfði skáldsins að
koma niður. Því var hlýtt.
„Það var virkilega elskulegt að sjá
unglingana …, þar sem þeir spiluðu
og sungu í kvöldroðanum á sunnu-
daginn. Mig dauðlangaði til þess að
vera orðinn ungur aftur og taka þátt í
gamninu með þeim,“ sagði Axel
Kvaran lögregluvarðstjóri við Morg-
unblaðið í samtali sem birtist 14.
október 1969.
Leikur í fábreyttu samfélagi
Söngur Björgvins og krakkanna á
Klambratúni fyrir 45 árum var
skemmtilegt atvik, lítið mál sem hef-
ur orðið stórt í sögunni. Þarna mætt-
ust poppmenning og goðsagnakennt
þjóðskáld. Skarpar andstæður.
„Þetta var angi af Bítlaæðinu; leik-
ur í fábreyttu samfélagi sem gerðist í
miðri efnahagskreppu. Að rifja þetta
upp nú kallar fram ljúfsárar minn-
ingar,“ segir Björgvin sem setur
spurningarmerki við að styttan af
skáldinu verði flutt að Höfða. Bendir
á að flestir tengi það hús við leiðtoga-
fund þeirra Reagans og Gorbatsjovs
árið1986.
„En er ekki líklegt að styttan
skyggi á þegar tekin verður upp
kvikmynd um fundinn fræga? Já, og í
fundarherberginu í Höfða þarf þá að
setja aftur upp myndina af Bjarna
Benediktssyni sem Reykjavíkurlist-
inn lét taka niður um árið,“ segir
Björgvin að síðustu – hvergi nærri
hættur í tónlistinni og nú að æfa fyrir
sína árlegu tónleika, Jólagesti.
stalli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
2014 Söngvarinn á Klambra-
túni við styttuna af Einari
Benediktssyni sem bráðlega
verður flutt að Höfða.
Ljósmynd/Kári Jónasson
Gleði Krakkarnir flykktust af dansleik niður á Miklatún þar sem fyr-
irvaralaust spratt upp skemmtileg samkoma sem margir minnast enn.
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
Magnús Lyngdal Magnússon kynnir óperuna Don Carlo
í Hörpuhorninu kl. 19.15 öll sýningarkvöld
– aðgangur ókeypis í boði Vinafélags Íslensku óperunnar.
– RÖP, Mbl.
Glæsileg uppfærsla
– Jónas Sen, Fbl.
Fimmstjörnu-kvöld í Íslensku óperunni.
Hver stórsöngvarinn toppar annan í
glæsilegri og þaulunninni sviðsetningu.
Kristinn rís bókstaflega í
shakespearskar hæðir í nístandi og
hrollvekjandi túlkun sinni …
– Jón Viðar Jónsson
Stórviðburður í íslensku menningarlífi … Stórkostleg sýning
– Óðinn Jónsson, RÚV
Kristinn söng svo vel að jöklar bráðnuðu
– Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is
Hitti mig í hjartastað
– Bergþór Pálsson, óperusöngvari
Hrein unun!
– Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri hjá Rvk.
Gaman að sjá stjörnu fæðast …
–Magnús Ragnarsson, kórstjóri
Var að koma af flottustu óperusýningu sem ég hef séð á Íslandi
– Hildigunnur Rúnarsdóttir, tónskáld
Ég fór í Óperuna. Það var geggjað. Drífið ykkur.
– Sigríður Thorlacius, söngkona
Giuseppe Verdi
www.opera.is
8. nóvember kl. 20 - örfá sæti laus
15. nóvember kl. 20 - allra síðasta sýning
Miðasala í Hörpu og á harpa.is
Miðasölusími 528 5050
Aukasýning 15. nóvember kl. 20
ALLRA SÍÐASTA SÝNING
þjóðskáldi, sem nálgaðist að vera í
tölu heilagra manna.
„Þetta er ekki lengur eins og
þegar mamma var ung,“ sagði
Björgvin í Vísi. „Ég finn bara
stemninguna frá fólkinu og haga
mér eftir því. Þetta er það sem
krakkarnir lifa og hrærast í. Stelp-
ur langar til þess að dansa go go.
Allir eru að æfa sig á gítar, marga
langar sjálfa til þess að komast í
hljómsveit. Músík er einhvern veg-
inn orðin svo miklu meiri þáttur í
lífi unga fólksins en var.“
Mogginn Mikilatúnsgleðin þótti
merkileg og var í öllum blöðum.