Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 26
tískuskeiði greinarinnar. Hann hef- ur haft þetta áhugamál frá unga aldri. „Þegar pabbi [Sturla Böðv- arsson] var ráðinn bæjarstjóri í Stykkishólmi 1974 byggði hann sér fljótlega hesthús og keypti hesta. Fyrsti hesturinn var frá Stakk- hamri. Pabbi átti alltaf góða hesta og ég hef því haft aðgang að góðum hestum frá því ég var sjö eða átta ára gamall.“ Gunnar segir að mikil gróska hafi verið í hestamennskunni í Stykk- ishólmi. Nefnir að fimm eða sex strákar úr sama unglingahópnum séu atvinnumenn í hestamennsku. Ekki munaði miklu að Gunnar færi einnig þá leið. Hann keppti mikið sem unglingur og upp í fullorð- insflokk á landsmóti. Hann langaði að fara í búfræðinám í Bændaskól- anum á Hvanneyri, áður en hann fór í menntaskóla, en ekki varð af því. Það hefði ef til vill breytt starfsferlinum ef hann hefði farið á Hvanneyri. Gunnar hætti að keppa og fékk útrás fyrir hestaáhugann í hesta- ferðum um landið. Hann fór raunar aftur inn á keppnisbrautina á árinu 2007, eftir margra ára hlé. Árangur í ræktuninni „Mig langaði alltaf að eignast land fyrir hestana, helst hér á Nes- inu,“ segir Gunnar um tildrög þess að hann hefur hreiðrað um sig í Hrísdal en hann á miklar rætur á Snæfellsnesi. Jörðina keypti hann 2003. „Tveimur árum síðar byrjaði ég að endurnýja fjárhúsin og breyta þeim í hesthús og hlöðunni í litla reiðhöll. Þegar það var að verða tilbúið ákvað ég að láta drauminn rætast og gerast bóndi.“ Hann réð Sigurodd Pétursson og Ásdísi Ólöfu Sigurðardóttur til starfa og annast þau tamningar og dagleg störf á búinu. Gunnar tekur sjálfur þátt í bú- störfunum, meðal annars með því að þjálfa hrossin með útreiðum. Mestan áhuga hefur hann samt á ræktun hrossa sem hann hóf eftir að jörðin var keypt. „Ég fæ heil- mikið út úr því að fylgjast með ung- viðinu vaxa upp og verða að brúk- legum hestum.“ Ræktunin hefur gengið vel. Bú Gunnars, Hrísdalshestar, var til- nefnt af fagráði í hrossasrækt sem eitt af tíu bestu ræktunarbúum árs- ins 2013 og fékk þann heiður að vera með ræktunarbússýningu á Landsmóti hestamanna á Hellu í sumar. Af einstökum hestum úr ræktuninni sem vakið hafa athygli má nefna stóðhestinn Hryn frá Hrísdal sem varð í 3. sæti í B-flokki gæðinga á Landsmótinu á Hellu og stóðhestinn Stegg frá Hrísdal sem var hæst dæmdi 4. vetra klárhest- urinn í kynbótadómi á árinu 2013. „Ég legg áherslu á að rækta geð- góð og falleg afkastahross sem henta mér. Ég vil að þau séu stór,“ segir Gunnar sem sjálfur er hávax- inn og velur sér því stóra hesta til reiðar. Borghildur dóttir Gunnars er áhugasöm hestastúlka, keppir á mótum og stundar eigin ræktun í Hrísdal. Gunnar hefur tekið þátt í fé- lagsmálum hestamanna í nokkur ár og er nú forseti FEIF, alþjóða- samtaka um íslenska hestinn. Er það í fyrsta skipti sem Íslendingur er kosinn í það embætti. Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunautur var einn af stofnendum samtakanna og lengi varaforseti. Jón Albert Sigurbjörnsson var einnig varafor- seti um tíma og Gunnar í tvö ár áð- ur en hann var beðinn um að taka við formennsku. Gunnar telur að nafni hans hafi talið að áhrif Íslend- inga væru ærin þótt þeir væru ekki með formennskuna og það myndi ýta meira undir starfið í hinum löndunum ef forystan væri ekki á Íslandi. Hægur vöxtur er í Íslandshesta- mennskunni í Evrópu um þessar mundir, að sögn Gunnars. „Það er heilmikill áhugi á íslenska hestinum og það bætist hægt og bítandi í hópinn. Hins vegar hefur efnahags- Tæmir hugann með hestu  Gunnar Sturluson nýtur þess að sjá ungviðið á hestabúgarðinum vaxa upp og verða að brúklegum hrossum  Segir að sameining hestamanna myndi stuðla að friði  Íslendingar taka í fyrsta skipti þátt í undirbúningi Heimsleika íslenska hestsins Ljósmynd/Jón Björnsson Ræktandinn Gunnar Sturluson sýndi Nökkva frá Hrísdal á ræktunarbús- sýningu Hrísdalshesta á Landsmóti hestamanna á Hellu í sumar. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég skipulegg mig í kringum þetta tvennt. Vinnan hefur alltaf forgang, enda lögmennskan einstaklega áhugavert starf, og ég hef alltaf unnið mikið. Það er líka gott að geta tæmt hugann með því að sinna hestunum,“ segir Gunnar Sturluson hæstaréttarlögmaður um samræm- ingu ábyrgðarmikils starfs hjá LO- GOS, stærstu lögmannsstofu lands- ins, og hestamennskunnar. Hann bætir því við að ekki sé tími af- gangs fyrir önnur áhugamál. Gunnar fer oftast úr jakkaföt- unum á föstudögum og leggur lög- mannsskikkjuna til hliðar og vinnur sem hrossabóndi um helgar á hestabúgarði sínum, Hrísdal á Snæ- fellsnesi. Þar tekur hann þátt í bú- störfum með starfsfólki sínu. Á sumrin ver hann meiri tíma í sveit- inni og sækir þá vinnu til borg- arinnar. Gunnar hefur komið sér vel fyrir í Hrísdal. Úr íbúðarhúsinu getur hann fylgst með stóði sínu. Þá sér hann vel yfir Miklaholtshreppinn þar sem frændfólk hans er á mörg- um bæjum. Mikilvægast finnst hon- um að sjá heim að Hjarðarfelli þar sem hann var í sveit hjá afa sínum og ömmu, Gunnari Guðbjartssyni bændahöfðingja og Ásthildi Teits- dóttur, og frændum sínum. Þaðan er móðir hans, Hallgerður Gunn- arsdóttir. Gunnar er ekki einn af þeim sem fóru í hestamennsku á einhverju 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lífi þú lifir, því ReSound heyrnartækin, eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Fyrstu snjall- heyrnartækin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.