Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 28
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Múlakot er bær sem á sér sögu,
en hve merk hún er gerðum við
okkur kannski ekki að fullu ljóst
þegar við eignuðumst jörðina og
húsin hér. Byggingarnar eru það
sem kalla má menningarminjar og
af ýmsu hér á bæ fór orð fyrr á
tíð. Þetta var listasetur á svo
margan hátt,“ segja hjónin Sigríð-
ur Hjartar og Stefán Guðbergsson
í Múlakoti í Fljótshlíð.
Hótel, skrúðgarður
og listasetur
Næstkomandi laugardag, 8. nóv-
ember, verður í félagsheimilinu
Goðalandi í Fljótshlíð málstofa um
varðveislu og endurreisn í Múla-
koti. Kynnt verða áform um stofn-
un sjálfseignarstofnunar, en ætl-
unin er að endurbyggja á hennar
vegum gömlu Múlakotshúsin sem
forsætisráðherra friðlýsti sumar
að tillögu Minjastofnunar Íslands.
Íbúðarhúsið í Múlakoti, sem er
innarlega í Fljótshlíðinni, var reist
í nokkrum áföngum á árunum
1898 til 1946. Þetta er stórhýsi
sem stendur á rústum torfbæjar
fyrri alda. Alls 27 vistarverur eru
í byggingunni og þarna var rekið
eitt fyrsta sveitahótelið á Íslandi.
Innbú gamla tímans er að stórum
hluta enn í húsinu, en í því var bú-
ið fram til 1997. Þá eru á bæj-
arstaðnum rústir hesthúss, hlöðu
og súrheysturns og lystigarður
Guðbjargar Þorleifsdóttur, einn
fyrsti skrúðgarðurinn á Íslandi. Í
garðinum er gestastofa, sem form-
lega er kölluð lysthús, og að húsa-
baki er svo skemma sem áður var
vinnustofa Ólafs Túbals listmál-
ara, sem átti heima í Múlakoti alla
sína ævi.
Fyrr á tíð var Ólafur Túbals,
sem lést 1964, einn af þekktari
myndlistarmönnum þjóðarinnar.
Hann eignaðist vináttu margra
kollega í kúnstinni. Má þar nefna
málarana Ásgrím Jónsson, Gunn-
laug Scheving, Guðmund frá Mið-
dal og Einar Jónsson myndhöggv-
ara. Þeir allir og margir fleiri
komu í Múlakot og gerðu náttúr-
una þar sér að yrkisefni, hver á
sinn hátt. Margir máluðu til dæm-
is Eyjafjallajökul sem blasir við af
bæjarhlaði og er kannski hvergi
fallegri að sjá. Fyrir vikið hefur
staðurinn sterka tengingu við
listasögu Íslendinga.
Hvött til kaupa
Þau Sigríður og Stefán hafa
verið viðloða Fljótshlíðina frá
1974, þegar þau eignuðust þar
sumarbústað. Milli þeirra og
Reynis bónda í Múlakoti, sem var
sonur Ólafs Túbals og Láru Eyj-
Múlakot verði menningarsetur
Sjálfseignarstofnun um bæinn í Hlíð-
inni Endurbyggja á hús frá 1896
Einn fyrsti gististaður í sveitum
lands Listamenn voru oft á ferðinni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stórhýsi Íbúðarhúsið í Múlakoti, sem er innarlega í Fljótshlíðinni, var reist í áföngum á árunum 1898 til 1946.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Múlakotsfólkið Hjónin Stefán Guðbergsson og Sigríður Hjartar við lágmyndina af ræktunarkonunni Guðbjörgu
Þorleifsdóttur, en hana gerði Einar Jónsson myndhöggvari sem var einn margra listamanna sem kom í Múlakot.
Ljósmynd/Hergeir Kristgeirsson
Gistihúsið Fólk úr Flóanum í skemmtiferð í Múlakoti. Mynd frá árinu 1955.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnúson
Fljótshlíðingur Ólafur Túbals, sem var einn af þekktari listmálurum þjóð-
arinnar á sínum tíma, var fæddur í Múlakoti og bjó þar alla tíð.
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Ketilbjöllur
þriðjud. og fimmtu
d. kl 12:00
Cross train Extre
me XTX
Mánud. þriðjud. o
g fimmtud. kl. 17.
15
Laugardagar kl.10
.00
Spinning
mánudaga, miðvik
udaga og
föstudaga kl. 12:0
0 og 17:15
Opnir
tímar:
Frír prufutími
Persónulegt þjónusta og
vinalegt umhverfi