Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 38

Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 38
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Einn góður kunningi kom til mín upp á svið á Kringlukránni um dag- inn og spurði hvort ég væri ekki að spila í Austurbæ 29. nóvember. Ég játaði því og þá spurði hann: Hvern- ig er það, verður ekki dansað þar? Ég sagði að hann yrði bara að dansa í sætinu, standa upp og klappa og dilla sér,“ segir skagfirski sveiflu- kóngurinn Geirmundur Valtýsson sem undirbýr mikla jólagleði í Aust- urbæ 29. nóvember næstkomandi. Þetta eru fyrstu tónleikar Geir- mundar í höfuðborginni í rúm 20 ár, eða síðan hann tróð upp á Hótel Ís- landi með tónleika sem gengu fyrir fullu húsi frá febrúar 1993 fram að sjómannadegi það ár. Með Geirmundi að þessu sinni er einvalalið söngvara og tónlistar- manna. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, syngur með honum í fyrsta sinn og aðrir stórsöngvarar eru Helga Möller og Óskar Pétursson frá Álftagerði. Þá koma fram tvær afastelpur Geirmundar, þær Valdís Valbjörnsdóttir og Anna Karen Hjartardóttir. Hljómsveit undir styrkri stjórn Vilhjálms Guðjóns- sonar leikur undir og kynnir á tón- leikunum verður Þorgeir Ástvalds- son útvarpsmaður. Miðar á tónleikana eru seldir á midi.is og þar fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti. Tónleikar með Helgu kveiktu í Tónleikarnir nú eru aðallega til- komnir vegna jólaplötu sem Geir- mundur gaf út í fyrra. Þá voru haldn- ir tvennir tónleikar í Miðgarði í Skagafirði, fyrir fullu húsi, og í kjöl- farið fékk Geirmundur beiðnir um að koma suður með sama prógramm. „Það reyndist bara ekki hægt, mann- skapurinn var þá allur upptekinn. Síðan kom ég fram á jólatónleikum Helgu Möller í Austurbæ í fyrra og söng með henni nokkur lög. Það var ægilega skemmtilegt, fullur salur og góð stemning. Þetta kveikti í mér að skella upp tónleikum núna. Helga var strax sjálfkjörin í að syngja með mér og Óskar var meira en til. Afa- stelpurnar Valdís og Anna Karen verða þarna líka, gaman að því en þær sungu lög inn á jólaplötuna og voru í Miðgarði,“ segir Geirmundur. Það kemur betur fram hér aftar hvernig hann fékk Diddú í slaginn en Geirmundur reyndi að fá hana til að syngja inn á jólaplötuna í fyrra en þá var Diddú upptekin erlendis. „Í fyrri hluta tónleikanna verða jólalög eftir mig og fleiri höfunda. Hver flytjandi fær líka að velja sitt uppáhaldsjólalag sem hann hefur sungið, þar var af nægu að taka. Eft- ir hlé förum við í syrpu með mínum þekktustu lögum og byrjum á Bíddu við, sem kom mér á kortið á sínum tíma,“ segir Geirmundur um laga- valið en m.a. mun Diddú syngja með honum Með vaxandi þrá, Helga tek- ur Lífsdansinn og Óskar lagið Björt nótt, svo dæmi séu tekin. „Við getum lofað skemmtilegum tónleikum, enda frábært fólk með mér,“ segir Geirmundur en í hljómsveit Villa Guðjóns gítarleikara verða engir aukvisar; þeir Jóhann Hjörleifs á trommum, Þórir Úlfars á hljómborð, Finnbogi Kjartans á bassa og blás- ararnir Ásgeir Steingríms og Kiddi Svavars. Átti bara Geirmund eftir „Ég mætti dálítið seint á ballið og náði síðasta dansinum með mann- inum mínum. Síðan var ég bara grip- in á fæti á dansgólfinu, það var ekk- ert með það,“ segir Diddú um tildrög þess að Geirmundur fékk hana til að syngja í Austurbæ. Mætti Diddú þá á uppskeruhátíð í Mosfellsdalnum í haust, þar sem hljómsveit Geir- mundar lék fyrir dansi. „Hann bara hljóp út á dansgólfið og bað mig að syngja með sér á jóla- tónleikum 29. nóvember. Þannig vildi til að ég átti frí þetta kvöld og sló bara til. Maður hefur nú dansað ófáa dansa við lögin hans Geirmund- ar. Það er nánast enginn karlakór eftir á landinu, sem ég á eftir að syngja með, og Geirmundur er einn af þeim,“ segir Diddú og hlær. „Þetta verður bara gaman, tónleik- arnir eru í byrjun aðventu og þetta verður svona bland í poka hjá okkur fyrir jólin,“ segir hún að endingu. Lunkinn við að semja góð lög „Við höfum sungið saman margar melódíurnar gegnum tíðina. Hann er lunkinn við að semja góð lög sem fólk leggur á minnið. Það er ekki sama hvernig það er gert,“ segir Helga Möller um langt og farsælt samstarf með Geirmundi. „Hann er duglegur og þekktur fyrir það á böllum að taka enga pásu. Ég minnist þess þegar við sungum saman á tónleikum mínum í fyrra. Það kom millikafli í einu laginu og í saxófónsólói labbaði ég á sviðinu að- eins til Villa og þegar ég sneri mér við var Geiri kominn fremst á sviðið og búinn að fá allt fólkið til að standa upp og klappa. Hann fékk allan sal- inn með sér um leið, það eru ekki all- ir sem ná þessu,“ segir Helga. Diddú gripin á fæti á dansgólfinu  Jólagleði með Geirmundi Valtýssyni og félögum í Austurbæ 29. nóvember  Fyrstu tónleikar hans í Reykjavík í rúm 20 ár  Fær Diddú, Helgu Möller og Óskar Pétursson til liðs við sig í söngnum Ljósmynd/Pétur Ingi Björnsson Í jólaskapi Geirmundur Valtýsson með gítar við höndina, farinn að undirbúa tónleikana í Austurbæ 29. nóvember næstkomandi. Með honum leikur og syngur úrval söngvara og tónlistarmanna. Þorgeir Ástvaldsson kynnir. Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Diddú. Helga Möller Óskar Pétursson Þorgeir Ástvaldsson Söngkonur Valdís Valbjörnsdóttir og Anna Karen Hjartardóttir. 38 FRÉTTIRInnlit MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is 30 ÁRA Himneskar ullarvörur www.facebook.com/smarollinger Útsölustaðir: Hagkaup – verslanir um land allt Húsgagnaval – Höfn Blossi – Grundarfirði Hafnarbúðin – Ísafirði Fjarðarkaup – Hafnarfirði Nesbakki – Neskaupsstað Kaupfélag V-Húnvetninga Grétar Þórarinsson – Vestmannaeyjum Undurmjúk blanda af Merino ull og bómull Enginn kláði - bara yndisleg mýkt Hentar vel viðkvæmri húð Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð- ardóttir, hefur skipað séra Sigurð Árna Þórðarson í embætti sókn- arprests Hallgrímsprestakalls í Reykjavík og séra Irmu Sjöfn Ósk- arsdóttur í embætti prests í presta- kallinu. Embætti sóknarprests veitist frá 1. desember nk. og embætti prests frá 1. apríl 2015. Sigurður Árni gegnir nú embætti prests við Neskirkju í Reykjavík en Irma Sjöfn er verkefnisstjóri Leik- mannaskólans á Biskupsstofu. Frestur til að sækja um embættin rann út 13. október síðastliðinn. Biskup skipaði í embættin að feng- inni umsögn valnefndar en valnefnd- ina skipuðu níu manns úr prestakall- inu auk prófasts. Sjö umsækjendur voru um emb- ættin tvö. Auk Sigurðar Árna og Irmu Sjafnar voru umsækjendur Anna Þóra Paulsdóttir guðfræð- ingur, séra Árni Svanur Daníelsson, séra Kristján Björnsson, séra María Ágústsdóttir, og séra Skúli S. Ólafs- son. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson og séra Birgir Ásgeirsson hafa þjónað Hallgrímssöfnuði undanfarin ár. Jón Dalbú hefur látið af störfum og Birgir hættir í apríl á næsta ári. sisi@mbl.is Nýir prestar skipaðir í Hallgrímssókn Sigurður Árni Þórðarson Irma Sjöfn Óskarsdóttir Ríkissaksóknari hefur ákært 40 manns fyrir meint kaup á vændi. Þetta kemur fram í frétt á vef emb- ættisins. Ríkissaksóknara bárust í lok júlí 64 mál frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem varða meint brot gegn 1. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt því ákvæði varðar það sektum eða fangelsi allt að einu ári að greiða eða heita greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi. Ákær- urnar voru gefnar út 3. október sl. og eru málin nú til meðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur. 40 manns ákærðir fyrir vændiskaup
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.