Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 42

Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Frægir leikarar og Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands stíga á svið með dúettinum Hundi í óskilum á nýjum sjóntónleikum í Samkomu- húsinu á Akureyri. Hugmyndin var, réttara sagt, að ýmsir yrðu með fé- lögunum Hjörleifi og Eiríki, en hætta varð við það vegna niður- skurðar, að sögn grínaranna … En dúettinn leysir reyndar alla gestina af á ógleymanlegan hátt í stór- skemmtilegu verki.    Hundur í óskilum samdi og flutti tónlist í Íslandsklukkunni, 60 ára af- mælissýningu Þjóðleikhússins 2010, og hlaut Grímuverðlaunin fyrir. Hann sló svo í gegn sem leikhundur með sýningunni Saga þjóðar í leik- stjórn Benedikts Erlingssonar fyrir þremur árum. Sýningarnar þá urðu 80, flestar í Reykjavík, og félagarnir fengu Grímuverðlaunin 2012 fyrir verkið. Nú er ætlunin að sýna bara á Akureyri. Borgarbúar flykktust til höfuðstaðar Norðurlands í leikhús meðan á gullöldinni stóð og ef ein- hvern tíma er ástæða til þess að end- urtaka leikinn er það nú.    Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen hafa komið fram sem Hundur í óskilum í 20 ár. Fagna ein- mitt þeim tímamótum um þessar mundir. Dúettinn var stofnaður sama dag og Halldór Ásgrímsson varð formaður Framsóknarflokksins – þeir halda því a.m.k. fram – og segja má að hið nýja, sprellfjöruga leikverk tengist verkum þess mæta manns og annarra stjórnmálamanna að þónokkru leyti. Óhætt er að segja að engum sé hlíft …    Dúettinn semur handritið sjálf- ur, Ásdís Skúladóttir leikstýrir að þessu sinni og gerir afar vel, Axel Hallkell Jóhannesson hannaði flotta leikmynd og Þóroddur Ingvarsson býður upp á lýsingu sem hæfir öllu saman.    Langi einhvern til þess að hlæja frá sér allt vit í tvo tíma er viðkom- andi hér með ráðlagt að gera sér ferð á Öldina okkar í Samkomuhúsinu. Verkið byrjar mjög vel, dalar aðeins um miðbik fyrri hlutans en rís á ný og eftir hlé fara þeir félagar hamför- um. Óborganlegt var – og stendur líklega upp úr – minningargreinin sem Hjörleifur flutti í bundnu máli við undirleik Eiríks. Stórbrotinn kveðskapur og flutningur.    Ekki eru gefnar stjörnur á þess- um vettvangi. Væri hins vegar svo lýstu nokkrar á himni ofan Sam- komuhússins þegar húmar að kvöldi hvers einasta sýningardags. Hund- urinn er alls ekki í óskilum lengur.    Gert er ráð fyrir jafnvægi í rekstri Akureyrarbæjar á næsta ári, skv. fjárhagsáætlun sem lögð var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn á þriðjudaginn. Rekstarafkoma A- og B-hluta er áætluð jákvæð um 437,7 milljónir króna eftir fjármagnsliði og tekjuskatt. Jafnframt var lögð fram þriggja ára áætlun áranna 2016- 2018.    Fjárhagsáætlunin er sett fram samkvæmt reikningsskilum sveitar- félaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum en til B-hluta teljast fjárhagslega sjálf- stæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjár- magnaður með þjónustutekjum.    Til B-hluta teljast Félagslegar íbúðir, Strætisvagnar Akureyr- arbæjar, Öldrunarheimili Akureyr- arbæjar, Framkvæmdasjóður Ak- ureyrarbæjar, Bifreiðastæðasjóður Akureyrarbæjar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka hf., Bygg- ingasjóður Náttúrufræðistofnunar og Gjafasjóður Öldrunarheimila Ak- ureyrarbæjar.    Síðari umræða um fjárhagsáætl- unina verður 16. desember.    Útvarpsleikritið Söngur hrafnanna eftir Árna Kristjánsson verður flutt í stofum Davíðshúss við Bjarkarstíg 6 í kvöld og hefst kl. 19. Húsið er einmitt sögusvið þessa verðlaunaleikrits sem Viðar Egg- ertsson leikstýrði. Á morgun flytur svo Hási kisi eigin ljóð á sama stað kl. 17.30. Hási kisi er hópur ljóð- skálda af Austurlandi!    Leikhópurinn Pörupiltar fræðir hátt í 900 eyfirsk ungmenni um kyn- líf í Hofi í dag. Alexía Björg Jóhann- esdóttir, María Pálsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir bjóða þá 10. bekk- ingum á svæðinu og nýnemum í MA og VMA upp á Kynfræðslu Pöru- pilta, „sprenghlægilegt uppistand um eldfimt efni sem er unglingum afar hugleikið,“ eins og segir í til- kynningu. Í kvöld flytja Pörupiltar svo uppistandið Homo Erectus á sama stað.    Vetrarhátíðin Iceland Winter Games verður haldin 6. til 14. mars í vetur. Hún fór fyrst fram fyrr á þessu ári þegar keppt var í skíðafimi og á brettum og var þá ráðgert að næst yrðu keppnisgreinarnar fleiri. IWG, eins og hátíðin var kölluð þá, hefur nú verið sameinuð Éljagangi, árlegri vetrar- og útivistarhátíð á Akureyri og á að verða stærri og flottari fyrir vikið.    Markmið mótshaldara er að auka ferðamannastraum að vetri til Ís- lands, einkum Norðurlands, auka fjölbreytni keppnissvæða í skíðafimi og sýna fram á að skíðasvæðin á Eyjafjarðarsvæðinu séu kjörinn vettvangur. Einnig er markmiðið að bjóða upp á skemmtilega upplifun fyrir keppendur og gesti og að IWG verði eitt af bestu mótum Evrópu.    Keppendur síðast voru, auk Ís- lendinga, frá Noregi og Svíþjóð og er draumur aðstandenda að í framtíð- inni bætist við þátttakendur frá Dan- mörku, Finnlandi, Kanada og Bandaríkjunum.    Ragnar Hólm Ragnarsson opn- ar í dag kl. 16.30 sýningu á olíu- málverkum og vatnslitamyndum í bókasafni Háskólans á Akureyri. Allir velkomnir. Morgunblaðið/Skapti Bítur frá sér Hundur í óskilum: Hjörleifur og Eiríkur eftir frumsýningu. Hundur skilar sér – með tilþrifum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sjónarspil Heitt vatn lekur í stríðum straumum úr Vaðlaheiðargöngunum Eyjafjarðarmegin. Heitilækur, eins og hann er stundum kallaður, var með mesta móti í gær og þokuslæða lék undir. Cuxhavengata 1 • Hafnarfirði • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is SKIPASALA • KVÓTASALA Sómi 797, Árgerð 2011, skoðar skipti á Skel eða Víking 30t krókabátur, skoðar skipti á grásleppubát J192 L195 Til sölu Til sölu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.