Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 42
42 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Frægir leikarar og Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands stíga á svið
með dúettinum Hundi í óskilum á
nýjum sjóntónleikum í Samkomu-
húsinu á Akureyri. Hugmyndin var,
réttara sagt, að ýmsir yrðu með fé-
lögunum Hjörleifi og Eiríki, en
hætta varð við það vegna niður-
skurðar, að sögn grínaranna … En
dúettinn leysir reyndar alla gestina
af á ógleymanlegan hátt í stór-
skemmtilegu verki.
Hundur í óskilum samdi og flutti
tónlist í Íslandsklukkunni, 60 ára af-
mælissýningu Þjóðleikhússins 2010,
og hlaut Grímuverðlaunin fyrir.
Hann sló svo í gegn sem leikhundur
með sýningunni Saga þjóðar í leik-
stjórn Benedikts Erlingssonar fyrir
þremur árum. Sýningarnar þá urðu
80, flestar í Reykjavík, og félagarnir
fengu Grímuverðlaunin 2012 fyrir
verkið. Nú er ætlunin að sýna bara á
Akureyri. Borgarbúar flykktust til
höfuðstaðar Norðurlands í leikhús
meðan á gullöldinni stóð og ef ein-
hvern tíma er ástæða til þess að end-
urtaka leikinn er það nú.
Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur
Stephensen hafa komið fram sem
Hundur í óskilum í 20 ár. Fagna ein-
mitt þeim tímamótum um þessar
mundir. Dúettinn var stofnaður
sama dag og Halldór Ásgrímsson
varð formaður Framsóknarflokksins
– þeir halda því a.m.k. fram – og
segja má að hið nýja, sprellfjöruga
leikverk tengist verkum þess mæta
manns og annarra stjórnmálamanna
að þónokkru leyti. Óhætt er að segja
að engum sé hlíft …
Dúettinn semur handritið sjálf-
ur, Ásdís Skúladóttir leikstýrir að
þessu sinni og gerir afar vel, Axel
Hallkell Jóhannesson hannaði flotta
leikmynd og Þóroddur Ingvarsson
býður upp á lýsingu sem hæfir öllu
saman.
Langi einhvern til þess að hlæja
frá sér allt vit í tvo tíma er viðkom-
andi hér með ráðlagt að gera sér ferð
á Öldina okkar í Samkomuhúsinu.
Verkið byrjar mjög vel, dalar aðeins
um miðbik fyrri hlutans en rís á ný
og eftir hlé fara þeir félagar hamför-
um. Óborganlegt var – og stendur
líklega upp úr – minningargreinin
sem Hjörleifur flutti í bundnu máli
við undirleik Eiríks. Stórbrotinn
kveðskapur og flutningur.
Ekki eru gefnar stjörnur á þess-
um vettvangi. Væri hins vegar svo
lýstu nokkrar á himni ofan Sam-
komuhússins þegar húmar að kvöldi
hvers einasta sýningardags. Hund-
urinn er alls ekki í óskilum lengur.
Gert er ráð fyrir jafnvægi í
rekstri Akureyrarbæjar á næsta ári,
skv. fjárhagsáætlun sem lögð var
fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn á
þriðjudaginn. Rekstarafkoma A- og
B-hluta er áætluð jákvæð um 437,7
milljónir króna eftir fjármagnsliði og
tekjuskatt. Jafnframt var lögð fram
þriggja ára áætlun áranna 2016-
2018.
Fjárhagsáætlunin er sett fram
samkvæmt reikningsskilum sveitar-
félaga. Starfseminni er skipt upp í
tvo hluta, A-hluta annars vegar og
B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst
starfsemi sem að hluta eða öllu leyti
er fjármögnuð með skatttekjum en
til B-hluta teljast fjárhagslega sjálf-
stæð fyrirtæki sem að hálfu eða
meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins
en rekstur þeirra er að stofni til fjár-
magnaður með þjónustutekjum.
Til B-hluta teljast Félagslegar
íbúðir, Strætisvagnar Akureyr-
arbæjar, Öldrunarheimili Akureyr-
arbæjar, Framkvæmdasjóður Ak-
ureyrarbæjar, Bifreiðastæðasjóður
Akureyrarbæjar, Hafnarsamlag
Norðurlands, Norðurorka hf., Bygg-
ingasjóður Náttúrufræðistofnunar
og Gjafasjóður Öldrunarheimila Ak-
ureyrarbæjar.
Síðari umræða um fjárhagsáætl-
unina verður 16. desember.
Útvarpsleikritið Söngur
hrafnanna eftir Árna Kristjánsson
verður flutt í stofum Davíðshúss við
Bjarkarstíg 6 í kvöld og hefst kl. 19.
Húsið er einmitt sögusvið þessa
verðlaunaleikrits sem Viðar Egg-
ertsson leikstýrði. Á morgun flytur
svo Hási kisi eigin ljóð á sama stað
kl. 17.30. Hási kisi er hópur ljóð-
skálda af Austurlandi!
Leikhópurinn Pörupiltar fræðir
hátt í 900 eyfirsk ungmenni um kyn-
líf í Hofi í dag. Alexía Björg Jóhann-
esdóttir, María Pálsdóttir og Sólveig
Guðmundsdóttir bjóða þá 10. bekk-
ingum á svæðinu og nýnemum í MA
og VMA upp á Kynfræðslu Pöru-
pilta, „sprenghlægilegt uppistand
um eldfimt efni sem er unglingum
afar hugleikið,“ eins og segir í til-
kynningu. Í kvöld flytja Pörupiltar
svo uppistandið Homo Erectus á
sama stað.
Vetrarhátíðin Iceland Winter
Games verður haldin 6. til 14. mars í
vetur. Hún fór fyrst fram fyrr á
þessu ári þegar keppt var í skíðafimi
og á brettum og var þá ráðgert að
næst yrðu keppnisgreinarnar fleiri.
IWG, eins og hátíðin var kölluð þá,
hefur nú verið sameinuð Éljagangi,
árlegri vetrar- og útivistarhátíð á
Akureyri og á að verða stærri og
flottari fyrir vikið.
Markmið mótshaldara er að auka
ferðamannastraum að vetri til Ís-
lands, einkum Norðurlands, auka
fjölbreytni keppnissvæða í skíðafimi
og sýna fram á að skíðasvæðin á
Eyjafjarðarsvæðinu séu kjörinn
vettvangur. Einnig er markmiðið að
bjóða upp á skemmtilega upplifun
fyrir keppendur og gesti og að IWG
verði eitt af bestu mótum Evrópu.
Keppendur síðast voru, auk Ís-
lendinga, frá Noregi og Svíþjóð og er
draumur aðstandenda að í framtíð-
inni bætist við þátttakendur frá Dan-
mörku, Finnlandi, Kanada og
Bandaríkjunum.
Ragnar Hólm Ragnarsson opn-
ar í dag kl. 16.30 sýningu á olíu-
málverkum og vatnslitamyndum í
bókasafni Háskólans á Akureyri.
Allir velkomnir.
Morgunblaðið/Skapti
Bítur frá sér Hundur í óskilum: Hjörleifur og Eiríkur eftir frumsýningu.
Hundur skilar sér – með tilþrifum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sjónarspil Heitt vatn lekur í stríðum straumum úr Vaðlaheiðargöngunum Eyjafjarðarmegin. Heitilækur, eins og hann er stundum kallaður, var með mesta móti í gær og þokuslæða lék undir.
Cuxhavengata 1 • Hafnarfirði • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is
SKIPASALA • KVÓTASALA
Sómi 797, Árgerð 2011, skoðar skipti á Skel eða Víking 30t krókabátur, skoðar skipti á grásleppubát
J192 L195
Til sölu
Til sölu