Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 46

Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 46
46 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það er lífsins elexír að vera í þessari vatnsleikfimi,“ segir Rann- veig Sigurðardóttir. Hún er 94 ára og stundar þjálfun í vatni í Sund- laug Kópavogs og hefur gert í yfir 30 ár eða alveg frá því fyrst var boðið upp á slíkt í sundlauginni. Þegar Morgunblaðið bar að garði á miðvikudagsmorgni heyrð- ust hlátrasköll, dynjandi tónlist og skvamp í vatni langar leiðir. Þar voru um 50 manns á öllum aldri í stífri þjálfun undir styrkri stjórn Helgu Guðrúnar Gunnarsdóttur, íþrótta- og heilsufræðings. Ekki var í boði neitt gutl við æfingarnar og notast var við svokallaðar núðl- ur. Stýrði æfingunum yfir nírætt Rannveig stjórnaði vatns- leikfiminni í um 15 ár eða þar til hún varð níræð, þá tók annar við stjórntaumunum. „Enginn var til að stýra þessu og þá ákvað ég að gera það. Ég er enginn íþrótta- kennari; ég er handavinnukenn- ari,“ segir Rannveig glaðlega. Þjálfunin er þrisvar í viku og reynir hún að mæta í hvert skipti. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir alla sem geta að stunda þetta. Mér finnst hópurinn sem hefur verið í þessu í öll þessi ár ekki eldast neitt.“ Sami kjarninn hefur mætt í sundlaugina í áraraðir. Eftir að hafa tekið hressilega á því er sest í heita pottinn og skrafað um menn og málefni. Dreypt er á litlum kaffisopa þegar allir eru komnir upp úr lauginni. Rannveig og Helena Sig- tryggsdóttir, sem er 91 árs, synda ávallt nokkrar ferðir áður en þjálf- unin hjá Helgu Guðrúnu hefst. Þær segjast báðar finna fyrir því að þær stirðna í skrokknum ef þær mæta ekki. Þær bera Helgu Guðrúnu, sem er nýtekin við hópnum, vel söguna. „Hún er algjör orkubolti og drífur okkur áfram,“ segja þær báðar. Rannveig hefur búið í Kópa- vogi frá árinu 1952. Þá byggði hún húsið sem hún býr enn í. Hún býr ein og keyrir enn í björtu en þigg- ur þó far með vinum í sundið þegar fer að skyggja. Hláturmildar skvísur Helena hefur verið í vatns- leikfiminni í 13 ár. Alveg frá því hún flutti frá Siglufirði og til Reykjavíkur. „Þá fór ég inn í sund- hópinn hjá henni Rannveigu og hef verið með síðan.“ Síðasta vetur slasaðist Helena á fæti og komst ekki í sund í nokkrar vikur. „Það var alveg ómögulegt og mér fannst ég verða mjög stirð, hreinlega að ryðga,“ segir hún með dillandi hlátri. Eftir sjúkraþjálfun og vatnsleikfimi varð hún eins og ný manneskja. Sundþjálfunin er fastur punkt- ur í tilveru þeirra og segja þær þetta gott bæði fyrir líkama og sál. Það er stutt í hláturinn hjá þeim báðum stöllum. Af útlitinu að dæma þá þykir þeim ekki leiðinlegt að klæða sig upp á, þær eru báðar með fínustu sundhettur og í litrík- um sundbolum. Sundleikfimi er „lífsins elexír“  Rannveig og Helena eru á tíræðisaldri og taka hressilega á því í þjálfun í sundi  Þær verða alveg ómögulegar ef þær komast ekki í sund  Gott spjall í pottinum  Búa báðar einar og keyra í björtu Morgunblaðið/Ómar Sunddrottningar Rannveig Sigurðardóttir og Helena Sigtryggsdóttir í Sundlaug Kópavogs. Benedikta Br. Alexandersdóttir benedikta@mbl.is Árlegi félagsmiðstöðvadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær um allt land undir þemanu „Hvað eru unglingar með á heilanum?“ Markmið dagsins er að gefa áhuga- sömum færi á að heimsækja fé- lagsmiðstöðina í sínu hverfi, og þá sérstaklega foreldrum, öðrum að- standendum og „gömlum“ unglingum sem vilja rifja upp kynnin við fé- lagsmiðstöðina sína. Þannig geta gestir kynnst starfsemi félagsmið- stöðvanna, unglingunum sem þar eru og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi starfsfólks fé- lagsmiðstöðvanna. Dagskrá dagsins var breytileg milli félagsmiðstöðva en þar fengu ung- mennin að njóta sín. Víða var boðið uppá kaffi og meðlæti og sums staðar voru unglingarnir með veitingasölu til þess að fjármagna ferðalög eða önnur verkefni. Farið var í ýmsa leiki á milli unglinga og foreldra, og jafnvel starfsfólks og foreldra, líkt og spurn- ingakeppni, tölvuleiki og knattborðs- leiki. Andri Ómarsson, formaður Sam- fés, samtaka félagsmiðstöðva á Ís- landi, segir starf félagsmiðstöðva ekki aðeins vera leik. „Við notum leikinn til þess að gera eitthvað uppbyggilegt með krökkunum. Þar læra þau til dæmis að koma fram, tala og syngja fyrir framan aðra. Auk þess læra þau ýmis handtök, líkt og brjóstsykurs- gerð, sem þau geta svo miðlað áfram.“ Andri segir því heilmikið óformlegt nám fara fram í félagsmið- stöðvunum og þar finni krakkarnir sig oft. Nefnir hann máli sínu til stuðnings hljómsveitina Retro Stef- son, sem varð til í félagsmiðstöð og hefur átt mikilli velgengni að fagna. Markmiðið að eyða fordómum Í tilefni af þema dagsins, stóðu unglingar úr félagsmiðstöðvunum í Kópavogi fyrir lifandi bókasafni í Smáralind þar sem gestum gafst tækifæri til þess að fá lánaðan ung- ling „til aflestrar“. Lifandi bókasafn er eins og önnur bókasöfn, nema bækurnar eru lifandi manneskjur sem má fá lánaðar í ákveðinn tíma og spjalla við á staðnum. Með þessu varð til vettvangur uppbyggilegra sam- skipta sem ættu sér líklega ekki stað að öllu jöfnu, með það að leiðarljósi að brjóta niður fordóma og eyða fáfræði. Fengu áhugasamir þannig færi til þess að komast að því hvað unglingar eru með á heilanum. Morgunblaðið/Golli Gaman Gestir og gangandi gátu spurt þau ungmenni sem voru til útláns spjörunum úr í Smáralindinni. Fengu unglinga lánaða til aflestrar  Árlegi félagsmiðstöðvadagurinn var haldinn hátíðlegur Félagsmiðstöðvadagur » Um 115 félagsmiðstöðvar voru opnar fyrir gesti og gang- andi í gær. » Samfés stóðu fyrir deginum. » Lifandi bókasafn á uppruna að rekja til Hróarskelduhátíð- arinnar í Danmörku. » Íþróttafrík, tónlistarséní og jafnréttarsinni á meðal ung- linga sem hægt var að fá lán- aða til aflestrar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.