Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 50

Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 50
50 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 BAKSVIÐ Björn Björnsson Sauðárkróki Kaupstaðurinn Sauðárkrókur á sér ekki langa sögu sem þéttbýlisstaður, en árið 1871 settist þar að Árni Einar Árnason klénsmiður, sá fyrsti sem á þessum stað hafði þar fasta bú- setu. Ári síðar fékk Hallur Ásgrímsson kaup- maður útmælda verslunarlóð. Svo hröð var fólksfjölgunin fyrstu árin, ekki hvað síst með tilkomu fleiri kaupmanna og aukinnar verslunar, að rúmum áratug síðar er slík þörf orðin á gistirými að ráðist var í bygg- ingu gistihúss og var það Halldór Stefánsson frá Víðimýri, sem keypti norskt hús sem staðið hafði í Grafarósi en þar áður á Hofsósi og flutti til Sauðárkróks til þessara nota. Þetta „nýja“ hús hafði raunar verið flutt til Hofsóss frá Noregi um 1820, og þá ekki nýtt, og því veit raunar enginn hversu gamalt það er, en í dag er það eitt af tuttugu elstu timb- urhúsum landsins. Það mun hafa verið Sig- valdi Blöndal sem tók við rekstri hótelsins ár- ið1889, sem fyrst gaf húsinu nafnið Tindastóll. Ekki hefur á Tindastóli verið samfelldur hótelrekstur en um 1970 var slíkri starfsemi hætt, enda húsið orðið mjög illa farið, og þá sett á leigumarkað. En á tíunda áratug síðustu aldar var tekið til við endurgerð hússins og var það þáverandi eigandi Pétur Einarsson sem að því stóð og hófst aftur hótelrekstur á Tinda- stóli þann 1. apríl árið 2000. Marlene Dietrich meðal gesta Hótel Tindastóll er glæsilegt hús sem á sér merka sögu og má nefna að þar var meðal ann- ars stofnað Náttúrulækningafélag Íslands að tilstuðlan Jónasar Kristjánssonar læknis, þar voru um árabil allir fundir sýslunefndar haldn- ir, og á Tindastóli gisti hin heimsþekkta söng- kona Marlene Dietrich er hún heimsótti og skemmti breskum setuliðsmönnum á árum síð- ari heimsstyrjaldar. Núverandi eigendur Hótels Tindastóls eru hjónin Selma Hjörvarsdóttir og Tómas H. Ár- dal. Þau hafa gert stórátak í gistihúsamálum Sauðárkróks, því auk Hótels Tindastóls og annars nýuppgerðs húss þar við hliðina, eiga þau og reka Gistiheimilið Miklagarð og yfir sumarmánuðina Hótel Miklagarð í heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Í tilefni af 130 ára afmæli hússins buðu þau hjónin öllum Skagfirðingum til leiksýningar á Hótel Mælifelli þar sem Elvar Logi Hann- esson frá Komediuleikhúsinu sýndi tvo einleiki um Gísla Súrsson og Fjalla-Eyvind við mjög góðar undirtektir áhorfenda. Hótel Tindastóll á sér litríka sögu Morgunblaðið/Anna Dröfn Björnsdóttir Hótel Tindastóll Glæsilegt hús í hjarta gamla bæjarins á Sauðárkróki. Það er eitt af tuttugu elstu timburhúsum landsins. Margir frægir einstaklingar hafa gist þar í gegnum tíðina. Eigendurnir Hjónin Tómas Árdal og Selma Hjörvarsdóttir eru með mörg járn í eldinum.  Elsta starfandi hótel landsins hélt upp á 130 ára afmælið  Í sögufrægu húsi Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Sigurður Hrafn Kiernan hafði aldr- ei hlaupið lengra en 10 kílómetra í einu þegar hann og vinur hans ákváðu að reyna við Laugavegs- hlaupið árið 2008. Þegar fimm kíló- metrar voru eftir af hlaupinu var Sigurður þegar farinn að velta því fyrir sér hvernig hann gæti bætt tíma sinn í þessu 55 kílómetra langa hlaupi. Síðan hefur hann 19 sinnum hlaupið óbyggðahlaup sem eru lengri en maraþon og þar á meðal hefur hann alls sex sinnum farið lengra en 100 kílómetra. Í fyrra endaði hann í fjórða sæti í Lauga- vegshlaupinu og skákaði þar m.a. annars þaulvönum og landsþekktum hlaupurum. Árangurinn er ekki síst athygl- isverður fyrir þær sakir að Sig- urður er 45 ára gamall og hóf ekki að hlaupa af alvöru fyrr en hann var 39 ára. „Hugmyndin var að fara í Lauga- vegshlaupið einu sinni, bara til að geta sagst hafa gert það. Í mínum huga voru hlaup aldrei nein skemmtun og það var viðhorfið al- veg þar til í lok fyrsta hlaupsins, þá fór ég að velta því fyrir mér hvernig ég gæti bætt tímann fyrir næsta ár, segir Sigurður. Lamaðist á vinstri fæti Hann hljóp aftur í Laugavegs- hlaupinu árið á eftir og bætti tíma sinn um klukkustund. Í framhaldinu ákvað hann að prófa eitthvað nýtt og sett sig í samband við hlaupara sem höfðu farið til útlanda að hlaupa. Úr varð að hann hljóp í hlíð- um Mont Blanc í Frakklandi árið 2010 en hlaupið er 89 km. „Ég komst að því að styttri hlaupin snú- ast um meiri þjáningu. Menn hlaupa mun hraðar, púlsinn er hrað- ari og það er kvöl og pína. Eina ánægjan er að komast yfir marklín- una. En þessi löngu hlaup eru ákveðið ferðalag. Þú nýtur þess að vera í hlaupinu. Maður fer ekki það hratt að maður hafi ekki tíma til þess að njóta náttúrunnar í kring- um sig. Svo er hægt að tala við aðra hlaupara á leiðinni og kynnast þeim. Og ég hef einnig gaman af því að vera í umhverfi þar sem fólk hvetur mann áfram,“ segir Sigurður. Aðspurður segir Sigurður það erfiðasta við hlaupin gjarnan ytri aðstæður á borð við veður. „Árið 2011 fór ég í hlaup á Kanaríeyjum sem var 123 kílómetra langt. Það var mjög erfitt því ég var kominn með blöðrur og opin sár. Þetta var gríðarleg kvöl í lokin og svo þegar ég kom í mark þá lamaðist ég á vinstri fæti. Vöðvinn bólgnaði það mikið að hann klemmdi fyrir blóð- flæði,“ segir Sigurður en þetta var fyrsta hlaup hans sem var yfir 100 kílómetrum. Einnig segir Sigurður að gríðarlega erfitt hafi verið að hlaupa í Western States-hlaupinu í Kaliforníu sem er elsta ut- anvegahlaup heims yfir 100 km og var það fyrst haldið fyrir 45 árum og er það um 160 km langt. „Það var 37 stiga hiti í hlaupinu og ég átti mjög erfitt með að klára,“ segir Sigurður. Nótt númer tvö erfið Hann segir að andlega séu hlaup- in erfiðust þegar búið er að hlaupa tæpan helming vegalengdarinnar. „Þegar maður hefur lokið við 130 kílómetra er orðið gaman aftur því þá sér maður fyrir endann á þessu,“ segir Sigurður. „En svo er einnig mjög erfitt þegar maður er að hlaupa inn í nóttina. Sérstaklega nótt númer tvö. Þú sefur ekkert í hlaupi og maður verður gríðarlega syfjaður. Líkamsklukkan fer í gang og um þrjú um nóttina er mikill barningur að halda sér vakandi,“ segir Sigurður. Raunar hefur honum ekki alltaf tekist að halda sér vakandi. Tvíveg- is hefur hann sofnað á hlaupum. „Í Western States-hlaupinu fór mig að dreyma og ég sá fyrir mér neonljós í skóginum um miðja nótt. Ég datt reglulega og þetta var mjög erfið nótt. Svo þegar ég var að klifra hæsta fjallið í Mont Blanc-hlaupinu, sem er um 2.000 metra hækkun, var ég orðinn svo ruglaður að ég taldi það góðan tíma til að sofna og hvíla sig. Það leiddi náttúrlega til þess að ég datt. Það er þó betra að það ger- ist á uppleið en á leiðinni niður,“ segir Sigurður kíminn. 667 km á fjórum mánuðum Hann segir að nokkrir Íslend- ingar stundi slík hlaup en mjög erf- itt getur reynst að komast inn í frægustu hlaupin. „Ég var mjög heppinn árið 2013 og komst inn í öll hlaupin, segir Sigurður en þá hljóp hann fimm sinnum hlaup sem eru lengri en maraþon frá maí fram í lok ágúst, alls rúma 667 km. Hann segist um mánuð að jafna sig. „Eftir hlaup langar mann stundum að fara að sofa og hvíla sig. En stundum er maður í betra formi, þá fæ ég mér alltaf bjór. Hann er mjög góður orkudrykkur. Maður þolir kannski ekki mikið, er orðinn góður eftir einn,“ segir Sigurður og hlær. Hefur tvívegis sofnað í miðju hlaupi  Sex sinnum hlaupið lengra en 100 km á fjórum árum  Ákvað að sofna á leið upp fjallið Ljósmynd/Sigurður Hrafn Kiernan Í mark Sigurður hleypur lokaspölinn í bænum Chamonix eftir Mont Blanc-hlaupið 2013 með syni sínum Hilmari. Utanvegahlaup Sigurðar Ultra Trail Tour du Mont Blanc (UTMB) Laugavegurinn 55 km, Landmannalaugar - Húsadalur Ultra-Trail Mt. Fuji (UTMF) Sur les Traces des Ducs de Savoie (TDS) Iceland Stage Race Laugavegurinn 55 km, Landmannalaugar - Húsadalur Western States 100 Mile Endurance Run Transvulcania 2013 Ultra Trail Tour du Mont Blanc (UTMB) Laugavegurinn 55 km, Landmannalaugar - Húsadalur Mt. Esja Ultra Trail Xtreme The North Face Endurance Challenge 50 Miles Sur les Traces des Ducs de Savoie (TDS) Laugavegurinn 55 km, Landmannalaugar - Húsadalur Transgrancanaria 123 Ultra Trail Tour du Mont Blanc (UTMB) Laugavegurinn 55 km, Landmannalaugar - Húsadalur Laugavegurinn 55 km, Landmannalaugar - Húsadalur Laugavegurinn 55 km, Landmannalaugar - Húsadalur 168 km 55 km 160 km 119 km 250 km 55 km 160 km 83,3 km 103,4 km 55 km 70 km 80 km 110 km 55 km 123 km 89 km 55 km 55 km 55 km 2014 Ár Hlaup Vegalengd 2013 2012 2011 2010 2009 2008 Morgunblaðið/Þórður Um heim allan Sigurður hefur tek- ið þátt í hlaupum víðs vegar um heiminn, í þremur heimsálfum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.