Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 51
FRÉTTIR 51Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Húss & heilsu, segir
að í dag vanti íslenskar rannsóknir á
byggingum og viðurkennd viðmið
eða verkferla um hvernig bregðast
eigi við myglusvepp. Einnig vanti
ramma utan um aðferðir við rann-
sóknir, sýnatökur og túlkun á nið-
urstöðum.
„Mikilvægt er að við fylgjum nið-
urstöðum nýjustu rannsókna og nið-
urstaðna frá viðurkenndum rann-
sóknaraðilum,“ sagði Sylgja Dögg.
Hún sagði til dæmis að ekki væru til
niðurstöður neinna rannsókna sem
sýndu fram á það að einföld notkun
einhverra efna dygði til þess að
minnka eða koma í veg fyrir mögu-
leg áhrif vegna myglusvepps á
heilsu íbúa eða starfsfólks í húsnæði
þar sem myglusveppur hefur hreiðr-
að um sig.
„Það er kostnaðarsamt fyrir sam-
félagið að viðurkenna þetta vanda-
mál,“ sagði Sylgja Dögg. „Kannski
er það þess vegna sem margir taka
það ekki alvarlega. En maður spyr
sig hvort ekki sé betra að horfast í
augu við vandann og setja fjármagn
í forvarnir og rannsóknir á þessu
sviði. Vandamálið hverfur ekki þó að
við hundsum það.“
Ljósmynd/Hús & heilsa
Óboðinn gestur Myglusveppurinn býr um sig þar sem er raki og lífræn
efni. Hann getur nærst á timbri, dúkalími, striga, pappa og jafnvel flísalími.
Mikilvægt að rann-
saka myglusvepp
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Algengt er að eigendur fasteigna
vilji ekki að sagt sé frá því ef myglu-
sveppur finnst í húsum þeirra.
Ástæðan er ótti við að slík umfjöllun
komi niður á verði fasteignarinnar.
„Mjög fá mál rata í fjölmiðla af
þessari ástæðu,“
sagði Sylgja
Dögg Sigurjóns-
dóttir, líffræð-
ingur og fram-
kvæmdastjóri
Húss & heilsu.
Fyrirtæki hennar
tekur út húsnæði
vegna raka og
mögulegs myglu-
svepps, tekur
sýni og lætur
greina sýnin ýmist hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands eða hjá
rannsóknastofum erlendis.
„Við erum bara lítið fyrirtæki og
fáum 5-10 fyrirspurnir á dag. Mér
finnst það vera óhugnanlega mikið í
þessu litla samfélagi. Fólk er hrætt
við myglusvepp sem er í langflestum
tilfellum óþarfi sé rétt brugðist við.
Mygla er enginn dauðadómur yfir
húsnæðinu. Ef við leitum nógu vel þá
er eflaust einhver smá mygla í öllum
húsum. Spurningin er hvort hún er
nógu mikil til þess að einhver finni
fyrir áhrifum hennar,“ sagði Sylgja
Dögg.
Hún sagði að fólk væri misjafn-
lega næmt fyrir áhrifum myglunnar
og sumir gætu orðið mjög veikir ef
myglusveppur væri í húsnæði þar
sem þeir dvelja. Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunin (WHO) hefur ekki
enn sett viðmið um hve mikil mygla
er ásættanleg því fólk er svo mis-
jafnlega viðkvæmt. Í leiðarvísi frá
WHO er mælt með því að fjarlægja
myglu úr húsnæðinu og að koma í
veg fyrir að hún geti vaxið.
Oft afleiðing lélegs viðhalds
Sylgja Dögg sagði að myglan yrði
ekki til nema eitthvað væri að hús-
næðinu. Venjulega er hún afleiðing
af slæmu viðhaldi, leka eða athöfn-
um íbúa. Það er t.d. mikilvægt að
lofta vel út. Myglusveppur er al-
gengt vandamál í byggingum þar
sem viðhaldi hefur verið ábótavant.
Hann getur einnig náð sér á strik í
nýlegum húsum vegna hönn-
unargalla eða þar sem mistök hafa
verið gerð við smíðina.
„Það má búast við myglu þar sem
raki er eða hefur verið,“ sagði Sylgja
Dögg. Myglan getur verið í gólf-
efnum, inni í veggjum og víðar.
Myglugró eru alls staðar. Þau lokast
inni í veggjum, þökum og undir gólf-
efnum á byggingartíma húsa. Þar
bíða gróin og ef þau fá vatn þá er yf-
irleitt nóg æti til staðar til þess að
upp vaxi myglusveppur. Sveppurinn
nærist á lífrænum efnum og af þeim
er nóg í húsum. Hvort sem er í
timbri, flísalími, dúkalími, striga
undir línóleum-dúkum, undirlagi
undir parketi, pappa á gifsplötum og
fleiru. Myglunni verður ekki útrýmt
en það er hægt að koma í veg fyrir
hana innandyra með góðu viðhaldi
og réttri umgengni. Þar skiptir
fræðsla og þekking mestu máli.
Mygla í fjöleignahúsum
Í fjöleignahúsum skiptir máli
hvort rakinn kemur utan frá, þannig
að rekja megi hann til sameign-
arinnar. Þá getur tjónið mögulega
verið á ábyrgð húsfélagsins sem þarf
þá að gera við skemmdirnar og fjar-
lægja mygluna. Ef lekinn verður
inni í íbúðinni, t.d. út frá sturtunni,
er það á ábyrgð eiganda íbúðarinnar
að laga skemmdirnar.
„Við erum stundum fengin til að
taka út heilu sameignirnar fyrir hús-
félög. T.d. ef mygla hefur komið upp
í tveimur íbúðum. Við erum þá feng-
in til að skoða allar íbúðirnar í for-
varnaskyni,“ sagði Sylgja Dögg. Þar
sem Hús & heilsa hefur komið að
málum hafa íbúðareigendur venju-
lega getað samið við húsfélagið um
að taka þátt í kostnaði við viðgerðir
vegna myglusvepps stafi myglan af
leka í sameigninni. Sylgja Dögg
kvaðst hafa heyrt af leiðindum, rifr-
ildum og lögfræðideilum íbúðareig-
enda vegna slíkra mála og einhver
mál vegna myglu hafi farið fyrir
dómstóla. Lög um fjöleignahús gilda
um sameign og hvað heyrir undir
hana.
Fólk meðvitaðra en áður
En er myglusveppur að breiðast
út eða er fólk orðið meðvitaðra um
hann?
„Ég held að fólk sé meira með-
vitað en það var. Ég hef unnið við
það í átta ár að auka vitund og þekk-
ingu á þessum málaflokki. Kannski
finnum við svolítið fyrir því nú að
viðhald húsa hefur verið svelt. Fólk
er að súpa seyðið af því að hafa spar-
að viðhald kannski í 5-10 ár,“ sagði
Sylgja Dögg.
Það tekur ekki nema tvo daga fyr-
ir myglugró að verða að myglu-
sveppi við kjöraðstæður. Sylgja
Dögg sagði það skipta máli hvort
lekinn sem um ræðir væri einstakt
tilfelli, ef til vill í einu óveðri, eða
hvort það lekur að staðaldri. Það
getur ráðið því hvort myglusvepp-
urinn vex.
Lekið getur inn í vegg, þak eða
undir gólfefni árum saman án þess
að fólk taki eftir því. Rannsóknir
sýna að þurr mygla hefur jafn
heilsuspillandi áhrif og rök og virk
mygla. Það er því ekki nóg að stoppa
lekann heldur verður yfirleitt að fara
í frekari aðgerðir til þess að minnka
möguleg heilsuspillandi áhrif.
Óttast að mygla lækki íbúðaverðið
Algengt að fasteignaeigendur vilji ekki að sagt sé frá því ef myglusveppur finnst í húsum þeirra
Óþarft að óttast myglusvepp ef rétt er brugðist við Ástæða svepps er oft lélegt viðhald húsnæðis
Ljósmynd/Hús & heilsa
Myglusveppur Algeng ástæða þess að myglusveppur nær sér á strik er lélegt viðhald húsnæðis. Sveppagróin liggja
í dvala og vakna til lífsins þegar þau fá nægan raka. Sveppurinn lifir á lífrænum efnum sem nóg er af í húsum.
Sylgja Dögg
Sigurjónsdóttir
Greina má ákveðið mynstur í út-
breiðslu myglusvepps eftir
byggingarlagi og jafnvel aldri
húsa, að sögn Sylgju Daggar
Sigurjónsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Húss & heilsu.
Hún lagði áherslu á að finna
mætti góð og þurr hús af öllum
gerðum og frá öllum tímum
byggingarsögunnar.
Hvað áhrif byggingarlags
varðar sagði Sylgja Dögg að-
spurð að einhver ástæða væri
fyrir því að búið er að lyfta þök-
um á húsum í heilu hverfunum
þar sem áður voru flöt þök. „Ef
þú ert með flatt þak sem er vel
unnið og lekur ekki, þá er allt í
lagi með það. En flatt þak sem
lekur er vandamál eins og önnur
lek þök,“ sagði Sylgja Dögg.
Þaklekinn
skapar vanda
ÁKVEÐIÐ MYNSTUR Í ÚT-
BREIÐSLU MYGLUSVEPPS
Opið til miðnættis í kvöld
20% afsláttur af öllum vörum
Kringlunni 4c Sími 568 4900