Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 52

Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 52
52 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Íslenskir æðarbændur reiða sig í mun meiri mæli á tekjur af æðarrækt en kollegar þeirra í Noregi. Meiri- hluti íslensku æðarbændanna stund- ar annan landbúnað samhliða dún- tekjunni og helmingur sinnir varpi sem er með yfir 600 hreiður. Íslensk- ir æðarbændur eru einnig vongóðir um að framtíðarhorfur í greininni séu bjartar og að næsta kynslóð komi til með að taka við. Í Noregi, þar sem menn hafa unnið að því sl. ár að markaðssetja æðarfuglinn og dúninn, eru menn ekki alveg jafn bjartsýnir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri samanburðarkönnun um æðarrækt á Íslandi og í Noregi en hún var unnin af Bioforsk Nord og Basic Ísland og fjármögnuð af Nor- dland Fylkeskommune og Æð- arræktarfélagi Íslands. Á Íslandi var úrtakið 178 æðarbændur og af þeim svaraði 101 útsendum spurningalista. Þátttakendur í Noregi voru 31 af 63 manna úrtaki. Könnunin var gerð sl. haust. Mikill munur er á æðarrækt á Ís- landi og í Noregi. Á Íslandi hefur dúntekju verið sinnt sleitulaust frá landnámi en í Noregi hefur end- urvakning átt sér stað á síðustu ár- um, sérstaklega í Vega, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, m.a. vegna sögu æðarræktar á svæðinu og forystu kvenna í greininni. Samkvæmt könnuninni er ríflega helmingur æðarvarpa í Noregi með á bilinu 1-50 hreiður og 80% færri en 100 hreiður en að sögn Guðbjargar Helgu Jóhannesdóttur, nýsköp- unarráðgjafa hjá Basic Ísland, hafa Norðmenn verið mun duglegri við markaðssetningu en Íslendingar, sem hafa þó margir yfir 1.000 hreiður í sínu varpi. Ekki bara hobbíbúgrein „Norðmenn eru litli bróðir í dún- magni en stóri bróðir í markaðs- setningu,“ segir Guðbjörg, sem hefur heimsótt Vega og séð hvernig Norð- menn fara að. „Þeir keyra ferðaþjón- ustu og allt út á fuglinn eins og við gerum með lundann hér,“ segir hún en nær væri að gera æðarfuglinn að þjóðarfugli Íslendinga vegna sér- stöðu hans. Guðbjörg segir að meðal athygl- isverðari niðurstaðna könnunarinnar séu þær að 54% æðarbænda á Íslandi hafi heilsársbúsetu þar sem þeir sinna æðarvarpi og 65% stundi ann- ars konar búskap samhliða dúntekj- unni. Þetta sé í mótsögn við hug- myndir margra um æðarrækt sem hobbíbúgrein. Þá segjast 15,2% íslenskra æð- arbænda hafa 26-50% heildartekna af dúntekju og 76,1% á bilinu 0-25% heildartekna. Guðbjörg segist telja að margir séu nær 25% markinu, þar sem þeir telja tekjurnar mikilvægar. Þegar spurningalistinn var lagður fyrir í Noregi var mælikvarðinn ann- ar og sögðust 25 af 29 þátttakendum hafa 0-5% árstekna sinna af æð- arrækt. Hændur að manninum Að sögn Guðbjargar hafa yfirvöld í Noregi gripið til ýmissa ráða til að endurvekja æðarrækt og mannlíf á afskekktum svæðum en samfara því að byggðir fóru í eyði hvarf fuglinn. Það sé til marks um hversu hændur hann sé að manninum en að sögn Guðbjargar hafa rannsóknir sýnt að útvarp, flögg og dekk, og nálægð við manninn yfir höfuð, laði fuglinn að. Í Noregi er algengt að byggð séu lítil hús fyrir æðarfuglinn og honum séð fyrir þurrkuðu þangi til hreið- urgerðar en í Noregi er allur dúnn handhreinsaður og þeim mun erf- iðara að ná úr honum grasi. Þótt hús- in veiti einnig ákveðið skjól er fuglinn þó ekki alveg óhultur fyrir vargi en í Noregi er mávur, minkur og otur meðal fjenda æðarfuglsins. Sóknarfærin mörg „Það er mjög mikil umönnun sem tengist þessum fugli og það er það sem gerir sögu hans svo einstaka. Það er svo sterkt samband milli manns og fugls,“ segir Guðbjörg um æðarfuglinn. „Það myndast kært vinasamband og verðlaunin eru dúnninn,“ segir hún. Annað sem er ólíkt með íslenskri og norskri æðarrækt, að sögn Guð- bjargar, er vinnsla dúnsins. Í Noregi, þar sem heildarmagnið yfir árið er á að giska 7 kg, er dúnninn gjarnan fullunninn í vörur af æðarbændum en á Íslandi eru menn á „hráefnismark- aði“, eins og hún kemst að orði. Guðbjörg segir að eitt af mark- miðum könnunarinnar hafi verið að kanna möguleikana á því að auka full- vinnslu dúns hér heima fyrir. „Þarna held ég að séu alveg gríðarleg tæki- færi fyrir okkur að laga okkur að og kannski fara inn á nýjan markað,“ segir Guðbjörg en á meðan kílóverðið á dún hafi verið upp undir 200 þús- und hafi dúnsængur verið að seljast í Japan fyrir í kringum 1,2-1,5 millj- ónir króna. Í eina sæng eru jafnan notuð um 800-1.000 grömm af æð- ardún. Guðbjörg segir mikla möguleika felast í markaðssetningu æðarfugls- ins, bæði vegna þess hve mannúðleg æðarræktin sé og vegna þess hve sérstakur æðardúnninn er. „Þetta er einstök náttúruafurð,“ segir hún. Könnunina má finna á ice- landeider.is. Fjölmörg tækifæri í dúninum  Íslenskir æðarbændur horfa björtum augum til framtíðar  Umtalsverður munur á æðarrækt á Íslandi og í Noregi samkvæmt nýrri könnun  Miklir möguleikar í fullvinnslu og markaðssetningu Hreiður Talsverður munur er á því hvernig menn bera sig að þegar þeir hirða dúninn úr hreiðri æðarkollunnar. Óhreinsaður dúnn Mörg tækifæri felast í fullvinnslu dúns á Íslandi. Æðarrækt » 70% svarenda í Noregi sögðust finna óklakin egg í æðarvarpinu ár hvert en meðal svarenda á Íslandi var hlut- fallið 30%. » Mjög fáir sögðust stunda uppeldi á æðarungum. » 60% íslenskra æðarbænda vakta varpið á varptíma. » Í Noregi er dúninum safnað eftir að æðarkollan hefur yf- irgefið hreiðrið. 58% íslenskra svarenda sögðust setja hey eða óseljanlegan dún í hreiðr- in. Einn sagðist ekki setja neitt í hreiðrin í staðinn fyrir dúninn. » Guðbjörg segir sífellt meiri eftirspurn erlendis eftir þvegn- um dún og telur að þvo ætti stærstan hluta dúnsins hér á landi til að auka verðmæta- sköpun. » Norðmenn eru mun meira uggandi vegna fæðuskorts fyr- ir fuglana en Íslendingar. » Í nokkrum löndum er æð- arfuglinn skotinn og étinn. Airwaves-hátíðin er hafin og þús- undir innlendra og erlendra gesta sækja mið- borgina heim til að njóta tónlist- ar á helstu tón- leikastöðum Reykjavíkur: Hörpunni, Lista- safninu, Íslensku óperunni og víðar. Undanfarin ár hefur verið efnt til Miðborgarvöku að vori og hausti. Miðborgarvaka haustsins verður í kvöld, fimmtudaginn 6. nóvember, í miðri Airwaves- stemningu. Opið verður til kl. 22.00 í verslunum og lengur hjá mörgum, bæði verslunum og veit- ingahúsum, segir í tilkynningu frá Miðborginni okkar. Miðborg- arvaka haustsins Þúsundir gesta sækja Airwaves. ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.