Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 53

Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 53
FRÉTTIR 53Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur fjallað um aukna umferð rúss- neskra herflugvéla í grennd við loft- helgi nokkurra aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins og hvatt Rússa til að auka ekki á spennu í samskiptum við Vesturveldin. John Kirby, aðmír- áll í flota Bandaríkjanna, segir að umfang þessa flugs sé orðið slíkt að það gæti valdið hættu fyrir almennt flug á þessum svæðum. Aðrir embættismenn vestanhafs gera þó minna úr málinu. En hernám Krímskaga og átökin í Úkraínu hafa valdið miklum kulda í samskiptum Rússa og vestrænna ríkja síðustu mánuði. Gerður er greinarmunur á annars vegar lofthelgi ríkja sem ekki má rjúfa án leyfis og hins vegar loftrými sem nær yfir stærra svæði. NATO- ríki áskilja sér rétt til að senda her- flugvélar á loft til að fylgjast með öll- um herflugvélum Rússa sem fara inn í loftrýmið og fylgjast með þeim þar til þær hafa yfirgefið það. Á árum kalda stríðsins var algengt að sprengjuflugvélar Sovétmanna flygju í átt að Íslandi og sendu þá Bandaríkjamenn orrustuþotur á loft til að fylgjast með þeim. Eftir brottför Bandaríkjahers frá Íslandi hafa nokkur ríki NATO skipst á um að senda hingað nokkrar þotur til að halda uppi eftirliti með loftrými Íslands og eru Tékkar nú að ljúka sínum leiðangri hingað. En eft- ir hrun Sovétríkjanna 1991 varð minna um þetta flug Rússa. Að sögn utanríkisráðuneytisins hefur rúss- nesk herflugvél aðeins einu sinni flogið að Íslandi það sem af er þessu ári. Ljóst er að markmiðið með ferð- um Rússa inn í loftrými NATO núna er að einhverju leyti að „sýna flagg- ið“, minna á að Rússland er enn hernaðarlegt risaveldi. En vegna spennunnar í Evrópu eru umsvif Rússa á Eystrasalti, við Norður- Noreg og fleiri svæði meira í sviðs- ljósinu en áður. Vegalengdir á Eystrasalti eru til- tölulega stuttar og því lítið svigrúm til umhugsunar og réttra viðbragða ef mistök eru gerð, t.d. ef rússneskur flugmaður fer óvart alla leið inn í lofthelgi Litháens eða annarra Eystrasaltslanda. Mikil íþrótt í kalda stríðinu Heimildarmenn segja að Banda- ríkjamenn hafi í kalda stríðinu verið jafnvel enn duglegri við að senda herflugvélar að ströndum Sovétríkj- anna en ráðamenn í Moskvu. Hvor- ugt risaveldið leit beinlínis á flug af þessu tagi sem ögrun, fylgt var ákveðnum reglum eins og í sam- kvæmisdansi og lítil hætta á að árekstrum. Hlutverk sprengjuflug- vélanna rússnesku, (sem voru og eru enn af gerð sem nefnd er Björn á Vesturlöndum) við Ísland var ekki síst að æfa menn að finna mikilvæg skotmörk á siglingaleiðum. Síðan yrði hægt að senda sovéskum kaf- bátsforingjum skilaboð svo að þeir gætu skotið flugskeytum á skipalest- ir og önnur skotmörk. Mikilvægt er ávallt að þjálfa vel áhafnir herflugvéla og halda við þjálfun þeirra. Þótt GPS-tækni hafi auðveldað mjög verkefni sprengju- vélanna þurfa áhafnir enn að geta beitt hefðbundnum aðferðum sigl- ingafræðinnar til að staðsetja sig. Einfaldasta leiðin til að stunda þjálf- un af þessu tagi er að senda vélarnar í ferðir að lofthelgi NATO-landa. Og þá er jafnframt hægt að meta hvort þau eru á varðbergi, hvort þau gætu varist ef raunverulegt stríð skylli á. Kaldastríðstaktar rifjast upp  Bandaríkjamenn lýsa áhyggjum af flugi rússneskra herflugvéla við NATO-ríki Flug Fjallað hefur verið um aukna umferð rússneskra herflugvéla í grennd við lofthelgi aðildarríkja NATO. Hæstiréttur stað- festi í gær gæslu- varðhalds- úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigurði Inga Þórðarsyni, sem einnig er kall- aður Siggi hakk- ari. Hann verður í gæsluvarðhaldi til 28. nóvember, hann lauk af- plánun eldri dóms fyrir nokkrum dögum, en lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu vildi halda honum í fang- elsi vegna gruns um að hann hefði beitt 11 pilta kynferðisofbeldi. Öll þau mál eru til meðferðar hjá ríkis- saksóknara. Sigurður Ingi hafði áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára pilti sem hann tældi til kyn- ferðismaka. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Hæsta- réttar kemur fram að Sigurður Ingi sé sakhæfur en siðblindur og að hann iðrist ekki gerða sinna. Sakhæfur en sið- blindur, grunaður um 11 kynferðisbrot Hæstiréttur Stað- festi úrskurðinn. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, segir að margt hefði mátt betur fara á samræmdu íslenskuprófi, sem 10. bekkur þreytti í haust. „Það eru tvö dæmi sem eru alveg klárlega röng og ekkert hægt að deila um það,“ segir Eiríkur á Facebook-síðu sinni. Ennfremur segir hann að sér finnist spurningavalið orka tvímæl- is, sumar spurninganna bendi til þess að verið sé að reyna að leiða nemendur í gildru. Prófessor gagnrýnir samræmt próf Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía Walthers Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! „...veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði, mæli hiklaust með þeim!“ Katrín Skeifunni 17 HRINGDU NÚNA 820 8080
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.