Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 53
FRÉTTIR 53Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
BAKSVIÐ
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Bandaríska varnarmálaráðuneytið
hefur fjallað um aukna umferð rúss-
neskra herflugvéla í grennd við loft-
helgi nokkurra aðildarríkja Atlants-
hafsbandalagsins og hvatt Rússa til
að auka ekki á spennu í samskiptum
við Vesturveldin. John Kirby, aðmír-
áll í flota Bandaríkjanna, segir að
umfang þessa flugs sé orðið slíkt að
það gæti valdið hættu fyrir almennt
flug á þessum svæðum.
Aðrir embættismenn vestanhafs
gera þó minna úr málinu. En hernám
Krímskaga og átökin í Úkraínu hafa
valdið miklum kulda í samskiptum
Rússa og vestrænna ríkja síðustu
mánuði.
Gerður er greinarmunur á annars
vegar lofthelgi ríkja sem ekki má
rjúfa án leyfis og hins vegar loftrými
sem nær yfir stærra svæði. NATO-
ríki áskilja sér rétt til að senda her-
flugvélar á loft til að fylgjast með öll-
um herflugvélum Rússa sem fara inn
í loftrýmið og fylgjast með þeim þar
til þær hafa yfirgefið það. Á árum
kalda stríðsins var algengt að
sprengjuflugvélar Sovétmanna
flygju í átt að Íslandi og sendu þá
Bandaríkjamenn orrustuþotur á loft
til að fylgjast með þeim.
Eftir brottför Bandaríkjahers frá
Íslandi hafa nokkur ríki NATO
skipst á um að senda hingað nokkrar
þotur til að halda uppi eftirliti með
loftrými Íslands og eru Tékkar nú að
ljúka sínum leiðangri hingað. En eft-
ir hrun Sovétríkjanna 1991 varð
minna um þetta flug Rússa. Að sögn
utanríkisráðuneytisins hefur rúss-
nesk herflugvél aðeins einu sinni
flogið að Íslandi það sem af er þessu
ári.
Ljóst er að markmiðið með ferð-
um Rússa inn í loftrými NATO núna
er að einhverju leyti að „sýna flagg-
ið“, minna á að Rússland er enn
hernaðarlegt risaveldi. En vegna
spennunnar í Evrópu eru umsvif
Rússa á Eystrasalti, við Norður-
Noreg og fleiri svæði meira í sviðs-
ljósinu en áður.
Vegalengdir á Eystrasalti eru til-
tölulega stuttar og því lítið svigrúm
til umhugsunar og réttra viðbragða
ef mistök eru gerð, t.d. ef rússneskur
flugmaður fer óvart alla leið inn í
lofthelgi Litháens eða annarra
Eystrasaltslanda.
Mikil íþrótt í kalda stríðinu
Heimildarmenn segja að Banda-
ríkjamenn hafi í kalda stríðinu verið
jafnvel enn duglegri við að senda
herflugvélar að ströndum Sovétríkj-
anna en ráðamenn í Moskvu. Hvor-
ugt risaveldið leit beinlínis á flug af
þessu tagi sem ögrun, fylgt var
ákveðnum reglum eins og í sam-
kvæmisdansi og lítil hætta á að
árekstrum. Hlutverk sprengjuflug-
vélanna rússnesku, (sem voru og eru
enn af gerð sem nefnd er Björn á
Vesturlöndum) við Ísland var ekki
síst að æfa menn að finna mikilvæg
skotmörk á siglingaleiðum. Síðan
yrði hægt að senda sovéskum kaf-
bátsforingjum skilaboð svo að þeir
gætu skotið flugskeytum á skipalest-
ir og önnur skotmörk.
Mikilvægt er ávallt að þjálfa vel
áhafnir herflugvéla og halda við
þjálfun þeirra. Þótt GPS-tækni hafi
auðveldað mjög verkefni sprengju-
vélanna þurfa áhafnir enn að geta
beitt hefðbundnum aðferðum sigl-
ingafræðinnar til að staðsetja sig.
Einfaldasta leiðin til að stunda þjálf-
un af þessu tagi er að senda vélarnar
í ferðir að lofthelgi NATO-landa. Og
þá er jafnframt hægt að meta hvort
þau eru á varðbergi, hvort þau gætu
varist ef raunverulegt stríð skylli á.
Kaldastríðstaktar rifjast upp
Bandaríkjamenn lýsa áhyggjum af flugi rússneskra herflugvéla við NATO-ríki
Flug Fjallað hefur verið um aukna umferð rússneskra herflugvéla í grennd við lofthelgi aðildarríkja NATO.
Hæstiréttur stað-
festi í gær gæslu-
varðhalds-
úrskurð
Héraðsdóms
Reykjavíkur yfir
Sigurði Inga
Þórðarsyni, sem
einnig er kall-
aður Siggi hakk-
ari. Hann verður
í gæsluvarðhaldi
til 28. nóvember, hann lauk af-
plánun eldri dóms fyrir nokkrum
dögum, en lögreglan á höfuðborg-
arsvæðinu vildi halda honum í fang-
elsi vegna gruns um að hann hefði
beitt 11 pilta kynferðisofbeldi. Öll
þau mál eru til meðferðar hjá ríkis-
saksóknara.
Sigurður Ingi hafði áður verið
dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn
17 ára pilti sem hann tældi til kyn-
ferðismaka.
Í gæsluvarðhaldsúrskurði Hæsta-
réttar kemur fram að Sigurður Ingi
sé sakhæfur en siðblindur og að
hann iðrist ekki gerða sinna.
Sakhæfur en sið-
blindur, grunaður
um 11 kynferðisbrot
Hæstiréttur Stað-
festi úrskurðinn.
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í
íslenskri málfræði, segir að margt
hefði mátt betur fara á samræmdu
íslenskuprófi, sem 10. bekkur
þreytti í haust. „Það eru tvö dæmi
sem eru alveg klárlega röng og
ekkert hægt að deila um það,“ segir
Eiríkur á Facebook-síðu sinni.
Ennfremur segir hann að sér
finnist spurningavalið orka tvímæl-
is, sumar spurninganna bendi til
þess að verið sé að reyna að leiða
nemendur í gildru.
Prófessor gagnrýnir
samræmt próf
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía Walthers
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
Vilt þú vita hvers
virði eignin þín
er í dag?
Pantaðu frítt söluverðmat
án skuldbindinga!
„...veittu mér framúrskarandi
þjónustu í alla staði,
mæli hiklaust með þeim!“
Katrín
Skeifunni 17
HRINGDU NÚNA
820 8080