Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 55

Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 55
FRÉTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 þeir ekki hreinlæti risafyrirtækj- anna,“ segir hann. Fyrir Nefeli Bouzalas hjá inn- flutningsfyrirtækinu Hacienda del Cacao markar uppgangur hrá- súkkulaðis fráhvarf neytenda frá sætara súkkulaði. „Alltaf hefur hóp- ur fólks elskað dökkt súkkulaði en við sjáum í auknum mæli fólk sem áður vildi mjólkursúkkulaði vera að snúa sér að því dökka. Það biður jafnvel um 100% kókósúkkulaði sem er virkilega beiskt,“ segir hún. Burtséð frá staðhæfingum um ágæti hrásúkkulaðis mælir franski næringarráðgjafinn Laurent Che- vallier fólki frá því að reiða sig á það sem uppsprettu næringarefna. „Súkkulaði hefur því aðeins næring- argildi að þess sé neytt í mjög miklu magni,“ segir hann og bendir á að magn andoxunarefna í því sé „óend- anlega“ lítið. „Súkkulaði hefur ekki næringargildi þegar þess er neytt í hófi og sé þess neytt í óhóflega miklu magni verður viðkomandi bara feitur,“ bætir hann við. Hressir upp á minnið Súkkulaði fær meðmæli úr fleiri áttum en frá sælkerum. Vís- indamenn hafa nefnilega komist að því, að lífefnafræðilega virk efni í kakóbaunum snúa minnistapi aldr- aðra mjög greinilega við. Efnin, kölluð flavanól, hafi þeir blandað í sérlegan kakódrykk sem gefinn var hópi 37 sjálfboðaliða á aldrinum 50 til 69 ára um þriggja mánaða skeið. Drukku þeir annaðhvort sterka blöndu með 900 milligrömmum flav- anóls í eða veika, með 10 milli- grömmum. Sneiðmyndir voru jafn- framt teknar af heilastarfseminni þar sem mælt var blóðmagn í minn- isstöð heilans, dentante gyrus, sem vill hrörna með aldrinum. Einnig sættu þeir minnisprófunum fyrir og eftir til að kanna breytingarnar og meta áhrifin á minni sem heilastöðin stýrir. Niðurstaðan var sú, að minni hópsins sem neytti sterka flavanól- kakósins batnaði mjög og blóð- streymi til minnisstöðvarinnar jókst. „Þátttakandi með minni dæmigerðs 60 ára einstaklings í byrjun rannsóknarinnar var að meðaltali með minni þrítugs eða fer- tugs manns eftir þrjá mánuði,“ seg- ir Scott Small, prófessor í tauga- fræði við háskólasjúkrahús Kólumbíaháskólans í New York, sem stjórnaði rannsókninni, en frá niðurstöðunum er greint í vís- indaritinu Nature Neuroscience. Við AFP-fréttastofuna mælir hann þó gegn því að fólk leggist í súkku- laðiát til að hressa upp á minnið því mest af flavanólinu hverfi í fram- leiðsluferlinu.. Súkkulaðitíska Úrval kjóla og annarra flíka úr súkkulaði er mikið á árlegu súkkulaðisýningunni sem nú stendur yfir í París. Brúnar byggingar Gestir á Salon du Chocolat taka myndir af líkönum af Eiffel-turninum og öðrum þekktum byggingum, búnum til úr súkkulaði. Sæt kyrkislanga Súkkulaðimeistarinn Frederic Marr, sem syngur hrá- súkkulaðinu lof, hampar sköpunarverki úr súkkulaðibaunum. Sérviska í súkkulaði Dómari á súkkulaðisýningunni skoðar súkku- laðilíkneski af listamanninum Salvador Dali og endurgerð listaverka hans. Glæsilegt úrval af náttfatnaði Sími 553 7355 • www.selena.is • Póstsendum • Næg bílastæði • Selena undirfataverslun Bláu húsin v/Faxafen
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.