Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 55
FRÉTTIR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
þeir ekki hreinlæti risafyrirtækj-
anna,“ segir hann.
Fyrir Nefeli Bouzalas hjá inn-
flutningsfyrirtækinu Hacienda del
Cacao markar uppgangur hrá-
súkkulaðis fráhvarf neytenda frá
sætara súkkulaði. „Alltaf hefur hóp-
ur fólks elskað dökkt súkkulaði en
við sjáum í auknum mæli fólk sem
áður vildi mjólkursúkkulaði vera að
snúa sér að því dökka. Það biður
jafnvel um 100% kókósúkkulaði sem
er virkilega beiskt,“ segir hún.
Burtséð frá staðhæfingum um
ágæti hrásúkkulaðis mælir franski
næringarráðgjafinn Laurent Che-
vallier fólki frá því að reiða sig á það
sem uppsprettu næringarefna.
„Súkkulaði hefur því aðeins næring-
argildi að þess sé neytt í mjög miklu
magni,“ segir hann og bendir á að
magn andoxunarefna í því sé „óend-
anlega“ lítið. „Súkkulaði hefur ekki
næringargildi þegar þess er neytt í
hófi og sé þess neytt í óhóflega
miklu magni verður viðkomandi
bara feitur,“ bætir hann við.
Hressir upp á minnið
Súkkulaði fær meðmæli úr fleiri
áttum en frá sælkerum. Vís-
indamenn hafa nefnilega komist að
því, að lífefnafræðilega virk efni í
kakóbaunum snúa minnistapi aldr-
aðra mjög greinilega við. Efnin,
kölluð flavanól, hafi þeir blandað í
sérlegan kakódrykk sem gefinn var
hópi 37 sjálfboðaliða á aldrinum 50
til 69 ára um þriggja mánaða skeið.
Drukku þeir annaðhvort sterka
blöndu með 900 milligrömmum flav-
anóls í eða veika, með 10 milli-
grömmum. Sneiðmyndir voru jafn-
framt teknar af heilastarfseminni
þar sem mælt var blóðmagn í minn-
isstöð heilans, dentante gyrus, sem
vill hrörna með aldrinum. Einnig
sættu þeir minnisprófunum fyrir og
eftir til að kanna breytingarnar og
meta áhrifin á minni sem heilastöðin
stýrir.
Niðurstaðan var sú, að minni
hópsins sem neytti sterka flavanól-
kakósins batnaði mjög og blóð-
streymi til minnisstöðvarinnar
jókst. „Þátttakandi með minni
dæmigerðs 60 ára einstaklings í
byrjun rannsóknarinnar var að
meðaltali með minni þrítugs eða fer-
tugs manns eftir þrjá mánuði,“ seg-
ir Scott Small, prófessor í tauga-
fræði við háskólasjúkrahús
Kólumbíaháskólans í New York,
sem stjórnaði rannsókninni, en frá
niðurstöðunum er greint í vís-
indaritinu Nature Neuroscience.
Við AFP-fréttastofuna mælir hann
þó gegn því að fólk leggist í súkku-
laðiát til að hressa upp á minnið því
mest af flavanólinu hverfi í fram-
leiðsluferlinu..
Súkkulaðitíska Úrval kjóla og annarra flíka úr súkkulaði er mikið á árlegu
súkkulaðisýningunni sem nú stendur yfir í París.
Brúnar byggingar Gestir á Salon du Chocolat taka myndir af líkönum af
Eiffel-turninum og öðrum þekktum byggingum, búnum til úr súkkulaði.
Sæt kyrkislanga Súkkulaðimeistarinn Frederic Marr, sem syngur hrá-
súkkulaðinu lof, hampar sköpunarverki úr súkkulaðibaunum.
Sérviska í súkkulaði Dómari á súkkulaðisýningunni skoðar súkku-
laðilíkneski af listamanninum Salvador Dali og endurgerð listaverka hans.
Glæsilegt úrval af
náttfatnaði
Sími 553 7355 • www.selena.is • Póstsendum • Næg bílastæði • Selena undirfataverslun
Bláu húsin v/Faxafen