Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 60

Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Orkey ehf. á Akureyri hlýtur viður- kenningu Morgunblaðsins, Vitann 2014, á Norðurlandi. Fyrirtækið vinnur lífdísil úr úrgangi og nýtir sem bætiefni í eldsneyti. Einnig vinnur það umhverfisvænt íblönd- unarefni sem notað er í vegklæðn- ingu. Starfsemin sparar urðunar- gjald og erlendan gjaldeyri. Nánast öll framleiðsla Orkeyjar er nú keypt af útgerðarfélaginu Samherja og notuð sem bætiefni í eldsneyti fiskiskipa félagsins. Or- key getur ekki framleitt meira nema verksmiðjan verði stækkuð. Úrgangurinn sem Orkey vinnur með er einkum steikingarolía og dýrafita. Með því að nýta þetta til framleiðslu á lífdísil spara veitinga- hús og mötuneyti urðunargjald á tugum tonna á ári. Við úrvinnsluna verður til bætiefni í eldsneyti sem dregur úr mengun, fer betur með vélar og sparar eldsneyti. Orkey hóf starfsemi fyrir fjórum árum. Verksmiðja fyrirtækisins var hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hugmyndin var upphaflega að framleiða bætiefni fyrir dísil- knúna bíla á Akureyri. Tilraunir voru gerðar með notkun framleiðsl- unnar á strætisvagn í bænum og gafst það vel. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að nær öll fram- leiðsla Orkeyjar, um 300 þúsund lítrar á ári, fer til Samherja. Olíufé- lögin flytja hins vegar inn íblönd- unarefni þar sem innlend fram- leiðsla er engan veginn full- nægjandi til að anna eftirspurninni. Önnur efni en úrgangurinn sem Orkey notar eru af endurnýjan- legum uppruna; metanól frá CRI og heitt vatn og rafmagn frá Norð- urorku. Má því segja að starsfemin sé eins umhverfisvæn og mögulegt er. Fyrirtækið hefur samið við Efna- móttökuna og Gámaþjónustuna um söfnun notaðrar steikningarolíu um land allt. Viðskiptavinum er útveg- að geymsluílát þar sem úrgang- urinn er geymdur, ílátin síðan tæmd reglulega eftir óskum hvers og eins. Þetta skipulag hefur auð- veldað mjög aðgengi Orkeyjar að hráefni. Nokkrar breytingar hafa orðið á hluthafahópi Orkeyjar frá því að fyrirtækið var stofnað. Nú standa að því sex aðilar, Mannvit, Sam- herji, Norðurorka, Tækifæri, N1 og Víkey. gudmundur@mbl.is Úrgangur að bætiefni í eldsneyti Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Verksmiðjan Eldsneytið sem framleitt er rennur úr slöngu ofan í tank  Samherji kaupir framleiðsluna fyrir fiskiskipin  Þurfa stærri verksmiðju til að framleiða meira Grímur kokkur í Vestmannaeyjum hlýtur viðurkenningu Morgun- blaðsins, Vitann 2014, á Suður- landi. Fyrirtækið framleiðir til- búna rétti sem seldir eru um land allt. Það hefur aukið verðmæti sjávaraflans í sinni heimabyggð og skapað 20 störf. Grímur kokkur hefur vaxið á hverju ári frá því starfsemin hófst. Stofnandanum, Vestmanna- eyingnum Grími Þór Gíslasyni matreiðslumeistara, hafði lengi blöskrað hve stór hluti af hráefn- inu í þessari stærstu verstöð lands- ins var fluttur út óunninn. Honum fannst að það ætti að gera úr því verðmætari vöru. Úr varð að hann stofnaði í félagi við konu sína og bræður fyrirtækið Grím kokk sem í núverandi mynd hefur starfað í áratug og framleitt tilbúna rétti sem seldir eru í matvörubúðum um land allt og njóta mikilla vinsælda. Vörurnar eru sendar frá Eyjum til Reykjavíkur tvisvar á dag og sjá tveir sölumenn sem staðsettir eru í höfuðborginni um að koma þeim í búðir. Í Eyjum eru starfs- menn átján að tölu. Starfsemin skiptir miklu máli fyrir plássið. Í hlutfalli við íbúafjöldann þar er Grímur kokkur eins og mörg hundruð manna vinnustaður í Reykjavík. Réttirnir sem Grímur kokkur framleiðir eru um þrjátíu talsins. Pakkningarnar eru af ýmsum stærðum og því fleiri. Auk fisk- rétta eins og fiskibolla, fiskistanga, fiskibuffs, plokkfisks og ýsurúllu með fyllingu, er humarsúpa á boð- stólum. Einnig nokkrar tegundir af grænmetisréttum svo sem gulrótarbuff og grænmetisbollur. Meðal stórra viðskiptavina Gríms kokks er Reykjavíkurborg sem kaupir rétti hans fyrir mötu- neyti sín. Fyrir hálfu öðru ári flutti Grím- ur kokkur í núverandi húsnæði sem er tæpir ellefu hundrað fer- metrar að stærð. Þar er nýtísku- legur og fullkominn fram- leiðslubúnaður, að hluta til innfluttur og að hluta til smíðaður í Eyjum. gudmundur@mbl.is Vildi nýta hráefnið betur Ljósmynd/Grímur kokkur. Frumherjinn Grímur Þór Gíslason stofnaði fyrirtækið Grím kokk.  Framleiðir þrjátíu tilbúna rétti í mörgum stærðum  Hugmynd sem endaði í hillum allra stórmarkaðanna Lunga skólinn á Seyðisfirði hlýtur viðurkenningu Morgunblaðsins, Vit- ann 2014, á Austurlandi. Um er að ræða einkarekinn lýðháskóla með áherslu á listir, sköpun og mann- rækt og sérstöðu hvers einstaklings. Í honum eru ellefu nemendur, ís- lenskir og erlendir, sem allir greiða skólagjöld. Kennarar eru þrír auk stundakennara. Þetta er um 20 manna samfélag í allt. Lunga skólinn hóf reglulega starf- semi í haust eftir tilraunakennslu með átján nemendum síðastliðið vor. Kennslutímabilið á haustönn er tólf vikur. Hugmyndin að skólanum spratt upp úr samnefndri listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði. Sú hátíð hefur frá árinu 2000 dregið þúsundir gesta til bæjarins á hverju sumri. Skólagjöldin stoppa ekki Lunga er lýðháskóli með áherslu á listir, sköpun og manrækt og sér- stöðu hvers einstaklings. Innblástur er sóttur til KaosPilot-háskólans í Danmörku. Í skólanum er farið djúpt í tilfinningar og upplifanir nemenda. Frjór jarðvegur hefur reynst fyrir þau vinnubrögð. Skólinn er ekki ókeypis. Hver önn kostar rúmlega hálfa milljón króna. Verða nemendur að greiða skóla- gjöldin úr eigin vasa því skólin er ekki lánshæfur í opinbera kerfinu. Boðið er upp á greiðsludreifingu og nemendur hafa fram að þessu getað klofið að greiða gjaldið. Innifalið er gisting á staðnum allan námstímann. Kennsla í Lunga skólanum fer fram á ensku. Húsnæði skólans er í félagsheimilinu Herðubreið, en gist er í gamla spítalanum sem nýlega hefur verið endurbyggður. Lunga skólinn hefur notið styrkja frá menntamálaráðuneytinu og hef- ur það gert honum kleift að komast yfir erfiðasta hjallann í upphafi. For- svarsmenn skólans hafa áhuga á því að starfsemin fái lagaumgjörð og hann njóti stuðnings eins og hver og önnur menntastofnun. Helmingur nemenda í Lunga skólanum á haustönn er Íslendingar. Aðrir nemendur koma frá Ítalíu, Bandaríkjunum og fleiri löndum. Föstu kennararnir eru þrír, en fjöldi stundakennara kemur að skólanum, m.a. frá útlöndum. Skólanum hefur verið styrkur að því að nokkrir þekktir einstaklingar hafa tekið sæti í stjórn. Þar má nefna Margréti Pálu Ólafsdóttur skólastjóra, Guðmund Odd, prófessor við Listaháskólann, og Ólaf Stefánsson handknattleiks- mann. Samfélagið í kringum skólann set- ur nokkurn svip á bæjarbraginn á Seyðisfirði, eflir mannlífið þar og færir staðnum tekjur og atvinnu. gudmundur@mbl.is Áhersla á sköpun og mannrækt  Lunga skólinn óx upp úr listahátíð  Eflir mannlífið á Seyðisfirði Lunga skólinn Fyrsta önn skólans í vor var fjölsótt. Voru nemendur 18. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 2014 Frábært tilboðsver ð, aðeins 10.990.000 kr. 20” álfelgur, loftpúðafjöðrun, lyklalaust aðgengi og ræsing. Rafmagnshleri, Xenon og led ljós, panorama, Nappa leðursæti með hita og kælingu, hiti í stýri, fjarlægðaskynjarar að framan og aftan. Alpine hljómkerfi með 8,4” snertiskjá, 40 GB hörðum disk, Bluetooth fyrir símann og tónlistina í símanum þínum. Bakkmyndavél, 8 gíra, sjálfskiptur, mjög fullkomið fjórhjóladrif með lágu drifi. V6, 3.6, 290 hö með eyðslu aðeins 10,4 í blönduðum akstri og 8,2 í langkeyrslu, Rosalega flottir og vel búnir bílar. 17” álfelgur, lyklalaust aðgengi og ræsing. Rafmagnshleri, rafdrifnar afturhurðar, 7 manna. Glertopplúga, leðursæti með hita, hiti í stýri, fjarlægðaskynjarar að aftan. Stow’n go, Xenon, Alpine hljómkerfi með 7” snertiskjá, 40 GB hörðum disk, Blue- tooth fyrir símann og tónlistina í símanum þínum. Bakkmynda- vél, Blue Ray DVD spilari með 2 skjám afturí og aukatengi möguleikum, HDMI, USB o.fl. V6, 3.6, 290 hö með eyðslu aðeins 11,8 í blönduðum akstri og 9,4 á langkeyrslu, 6 gíra sjálfskiptur. Rosalega flottir, vel búnir og mjög rúmgóðir bílar. Jeep Grand Cherokee Overland 2014 Chrysler Town & Country Limited 2014 Við sérpöntumallar gerðirbíla frá USA og Evrópu Bestu lúxus jeppakaupin í dag Hin fullkomni fjölskyldubíll með öllum lúxus Frábært tilboðsver ð, aðeins 7.990.000 kr. Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430 - isband@isband.is - www.isband.is Opið alla virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga frá kl. 11-15 Komdu til okkar og skoðaðu stk . e f t i r 1 stk . e f t i r2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.