Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 64
64 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Repúblikanar náðu meirihluta í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings í fyrsta
skipti frá árinu 2006 og juku meiri-
hluta sinn í fulltrúadeildinni í kosn-
ingunum í fyrradag, auk þess sem
þeir báru sigurorð af demókrötum í
ríkisstjórakosningum. Sigur repú-
blikana var stærri en margir höfðu
búist við og er einkum rakinn til
óánægju meðal kjósenda með stefnu
Baracks Obama forseta, vel skipu-
lagðrar kosningabaráttu repúblik-
ana og meiri einingar í þeirra röðum
en í síðustu kosningum.
Repúblikanar náðu að minnsta
kosti sjö sætum í öldungadeildinni
af demókrötum; í Arkansas, Colo-
rado, Iowa, Montana, Norður-
Karólínu, Suður-Dakóta og Vestur-
Virginíu. Flokkurinn fékk a.m.k. 52
sæti af 100 í deildinni, en úrslit lágu
ekki enn fyrir í tveimur ríkjum,
Virginíu og Alaska og kjósa þarf aft-
ur í Louisiana þar sem munurinn á
fylgi frambjóðenda var mjög lítill.
Óvæntasti sigur þeirra var í
Norður-Karólínu þar sem repúblik-
aninn Thom Tillis vann upp forskot
og náði þingsæti af Kay Hagan,
öldungadeildarmanni úr röðum
demókrata. Repúblikanar náðu
þingsætum af a.m.k. þremur sitj-
andi öldungadeildarmönnum demó-
krata og það hafði ekki gerst frá
árinu 1980.
Repúblikanar hafa verið með
meirihluta í fulltrúadeildinni frá
árinu 2010 og bættu við sig a.m.k.
tíu þingsætum þar. Úrslit lágu ekki
fyrir í öllum kjördæmum í gær en
talið var að flokkurinn myndi bæta
við sig 14-18 sætum. Fái hann 246
sæti, tólf sætum meira en síðast, er
það mesti meirihluti sem repúblik-
anar hafa fengið í fulltrúadeildinni
frá 1946.
Ríkisstjórar úr röðum repúblik-
ana náðu endurkjöri í ríkisstjóra-
kosningum í Flórída, Wisconsin og
Kansas og náðu ríkisstjóraemb-
ættum af demókrötum í Maryland
og Massachusetts.
Búist hafði verið við því að repú-
blikanar myndu eiga undir högg að
sækja í kosningunum, m.a. vegna
„sex ára fiðringsins“, þ.e. þeirrar
sögulegu staðreyndar að ef forseti
nær endurkjöri fylgir sá böggull
skammrifi að flokkur hans missir oft
sæti á þinginu sex árum eftir að for-
setinn tekur við embætti, þ.e. á
miðju síðara kjörtímabili hans.
Frá forsetatíð Ronalds Reagans á
árunum 1981-89 hefur flokkur allra
endurkjörinna forseta verið í minni-
hluta á þinginu í lok síðara kjör-
tímabils þeirra. Staða Obama nú er
því alls ekki einsdæmi.
Sigur repúblikana í kosningunum
nú er þó mun meiri en búist var við.
Þeir sigruðu örugglega í kosningum
þar sem talið var að mjótt yrði á
munum og höfðu nauman sigur í
kjördæmum þar sem talið var að
demókratar væru sterkari.
Lítið fór fyrir teboðinu
Fréttaskýrandi The New York
Times segir að ósigur demókrata nú
jafnist á við ósigur repúblikana
1974, árið sem Richard Nixon sagði
af sér sem forseti, og ósigur demó-
krata 1994 í forsetatíð Bills Clin-
tons. Óvinsældir Obama hljóti að
teljast mikil umskipti í ljósi
þess að þegar hann var
endurkjörinn fyrir
tveimur árum varð
hann fyrsti demókrat-
inn í meira en hálfa
öld – eða frá Frankl-
Sigurinn rakinn til óvinsælda
Obama og einingar repúblikana
Repúblikanar fengu meirihluta í báðum þingdeildum og meira fylgi en þeim var spáð
AFP
Nýr meirihlutaleiðtogi Repúblikaninn og öldungadeildarmaðurinn Mitch McConnell fagnar endurkjöri sínu í Ken-
tucky. Hann hefur átt sæti í öldungadeildinni í 30 ár og verður leiðtogi meirihluta hennar eftir sigur repúblikana.
Yfir 100 konur í
fulltrúadeildinni
» Mitch McConnell, sem hefur
farið fyrir repúblikönum í öld-
ungadeildinni, náði endurkjöri í
Kentucky og verður leiðtogi
meirihlutans í deildinni.
» „Þessi tilraun í miklum ríkis-
umsvifum hefur staðið nógu
lengi. Það er kominn tími til að
fara í aðra átt,“ sagði McConn-
ell eftir sigur repúblikana í
þingkosningunum. Hann hvatti
þó til samstarfs milli repúblik-
ana og demókrata.
» Samkvæmt nýjustu tölum í
gær var líklegt að konur fengju
meira en 100 sæti í full-
trúadeildinni í fyrsta skipti í
sögunni. Alls eiga 435 þing-
menn sæti í deildinni. Repú-
blikaninn Joni Ernst varð
fyrsta konan til að verða kjörin
í öldungadeildina fyrir Iowa-
ríki.
Í kosningunum í Bandaríkjunum í
fyrradag var kosið um fleira en þing-
sæti og ríkisstjóraembætti. Í 41 ríki
var kosið um 147 mál, svo sem rétt-
indi fóstra í móðurkviði, lögleiðingu
marijúana og skotvopnalög.
Tillögum um réttindi
fóstra hafnað
Í Norður-Dakóta höfnuðu kjós-
endur því að bæta við ákvæði í
stjórnarskrá ríkisins þar sem öllum
manneskjum á öllum þroskastigum
yrði tryggður rétturinn til lífs. Í
Colorado var meirihluti á móti því að
útvíkka skilgreininguna á hugtök-
unum „manneskja“ og „barn“ í refsi-
löggjöfinni þannig að þau næðu líka
til fóstra. Hefðu tillögurnar verið
samþykktar hefði það haft í för með
sér mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á
rétt kvenna til að stjórna eigin lík-
ama.
Kjósendur í Tennessee sam-
þykktu hins vegar Viðauka 1, þar
sem segir að stjórnarskrá ríkisins
tryggi ekki rétt kvenna til fóstur-
eyðinga né fjármögnun fóstureyð-
inga.
Mega eiga marijúana í
neysluskömmtum
Í Oregon og Washington D.C.
reyndist meirihluti fyrir því að lög-
leiða marijúana, að því marki að fólk
má eiga það í neysluskömmtum. Í
Washington mega einstaklingar
jafnframt rækta allt að sex mari-
júanaplöntur til eigin nota. Tillagan
var samþykkt með 65% atkvæða
gegn 28% í Washington D.C. og 54%
gegn 46% í Oregon.
Kjósendur í Flórída höfnuðu hins
vegar að lögleiða marijúana í læknis-
fræðilegum tilgangi.
Byssueign grundvallarréttur
Kjósendur í Washington sam-
þykktu jafnframt bakgrunnsathug-
anir í öllum tilfellum byssukaupa. 18
mánuðir eru liðnir frá því að þingið
hafnaði alríkislöggjöf um bak-
grunnsathuganir, jafnvel þótt hún
nyti stuðnings um 90% þjóðarinnar á
þeim tíma.
Byssur voru einnig á kjörseðl-
inum í Alabama, þar sem kjósendur
samþykktu viðauka þar sem byssu-
eign er sögð grundvallarréttur hvers
borgara. holmfridur@mbl.is
Meirihluti fyrir því að leyfa
marijúana í tveimur ríkjum
AFP
Barátta Stuðningsmenn þess að fólki verði leyft að eiga marijúana í neyslu-
skömmtum tala við kjósanda fyrir utan kjörstað í höfuðborginni Washington.
Kosið um réttindi fóstra, skotvopnalög og fleiri mál
Demókratar höfðu einkum bundið
vonir við gott gengi í ríkjum á borð
við Colorado, Iowa og New Hamp-
shire þar sem lítill munur hefur
verið á fylgi flokkanna tveggja, en
góð útkoma repúblikana þar þykir
góðs viti fyrir þá í næstu kosn-
ingum þegar forseti Bandaríkj-
anna verður kjörinn.
Segja má að baráttan um Hvíta
húsið sé hafin nú þegar þingkosn-
ingunum er lokið. Öll líklegustu
forsetaefnin hafa gert víðreist um
Bandaríkin síðustu mánuði til að
undirbúa baráttuna og einkum
ferðast til þeirra ríkja sem ráða
oftast úrslitum í forsetakosn-
ingum vestra.
Repúblikaninn Chris Christie,
ríkisstjóri New Jersey, hefur verið
víðförulastur allra líklegustu for-
setaefnanna. Hann hefur farið til
alls 37 sambandsríkja síðustu 70
daga og heimsótt lykilríkið Iowa
fjórum sinnum í ár. Iowa, New
Hampshire og Norður-Karólína eru
á meðal þeirra ríkja sem efna fyrst
til forkosninga þar sem forseta-
efni repúblikana og demókrata eru
valin. Forsetaefnin leggja því mikið
kapp á að auka fylgi sitt þar í byrj-
un kosningabaráttunnar.
Hillary Clinton, fyrrverandi
utanríkisráðherra og forsetafrú,
telst líklegust til að verða forseta-
efni demókrata. Hún hefur ferðast
til sextán ríkja síðustu vikurnar.
Meðal annarra sem eru
taldir líklegir til að sækj-
ast eftir forsetaembætt-
inu eru demókratinn
Martin O’Malley, ríkis-
stjóri Maryland, og repú-
blikanarnir Ted Cruz,
öldungadeildarþingmaður
frá Texas, og Rand Paul,
öldungadeildarmaður
frá Kentucky.
Forsetaefni á ferð og flugi
BARÁTTAN UM FORSETAEMBÆTTIÐ HAFIN
Chris Christie
in D. Roosevelt – til að fá meirihluta
greiddra atkvæða í tvennum for-
setakosningum.
Auk óánægju margra kjósenda
með stefnu Obama er ósigur demó-
krata m.a. rakinn til þess að þeim
tókst ekki að tryggja mikla kjörsókn
í kjósendahópum sem studdu forset-
ann, einkum meðal ungs fólks,
kvenna, blökkumanna og fleiri
minnihlutahópa.
Úrslit kosninganna eru einnig
rakin til vel skipulagðrar kosninga-
baráttu repúblikana sem höfðu
dregið lærdóma af ósigrum flokks-
ins í kosningunum 2010 og 2012
þegar átök á milli ráðandi afla í
flokknum og teboðshreyfingarinnar
svonefndu sköðuðu flokkinn og tor-
velduðu honum að fá atkvæði
óháðra kjósenda á miðjunni. Margir
teboðsmenn voru þá í framboði fyrir
repúblikana og höfðu litla eða enga
möguleika á að sigra í kosningunum.
Repúblikanar höfðu einfalda
áætlun í kosningabaráttunni og hún
fólst fyrst og fremst í því að láta
hana snúast um Obama og forðast
hvers konar mistök, svo sem um-
deildar yfirlýsingar sem eru líklegar
til að fæla óháða kjósendur á miðj-
unni frá flokknum.