Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 67

Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 67
FRÉTTIR 67Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Nokkrir vogunarsjóðir í Bandaríkj- unum hafa að sögn dagblaðsins Wall Street Journal hagnast vel á stöðutöku með lækkun olíuverðs. Segir þar að starfsmenn vog- unarsjóða hafi komist á þá skoðun að ekki væri raunhæft að tunnan af olíunni kostaði meira en 100 banda- ríkjadali og vísuðu í því efni til lítils hagvaxtar í heiminum. Þá var á það bent að framleiðsla væri að aukast í Líbíu, Írak og Bandaríkjunum. Hins vegar segir blaðið að fáir sér- fræðingar á olíumarkaði hafi spáð því að olíuverðið myndi lækka um 27% frá því í júní í sumar. Lægsta verð síðan 2010 Á vef Financial Times sagði að tunnan af Norðursjávarolíu hefði farið niður í 82,11 dali í gær og er það lægsta verðið frá því í nóv- ember 2010. Þá kom þar fram að það ætti þátt í verðlækkunum í Bandaríkjunum að Sádi-Arabar hefðu lækkað verðið á olíu sem þeir selja til Bandaríkjanna. Græða á lækkun olíuverðs  Vogunarsjóðir veðjuðu á verðfall AFP Í Pennsylvaníu Þessi olíuhreins- unarstöð afkastar 33.000 t./d. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ferðamenn sem ferðuðust til annars lands, og dvöldu þar að minnsta kosti næturlangt, voru 36 milljónum fleiri á fyrstu átta mánuðum ársins en í fyrra og voru alls 781 milljón. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaferðamálastofnunar Samein- uðu þjóðanna, UNWTO. Segir þar að vöxturinn hafi verið 5% sem sé talsvert yfir spá um 3,8% vöxt á árunum 2010 til 2020. Fram kemur að vöxturinn hafi verið 4% í júní, júlí og ágúst en það er sagður háannatími í ferðaþjónustunni. Hægari vöxtur í Evrópu Aukningin er sundurgreind eftir heimssvæðum. Vöxturinn er mestur í Norður-, Mið- og Suður-Ameríku, eða 8%. Hann er hins vegar helmingi minni í Evrópu, eða 4%. Þá var vöxturinn yfir 5% í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu, sem svo er nefnt, og 8% í Suður-Asíu. Þá fjölg- aði ferðamönnum samkvæmt þessari skilgreiningu um 9% í Norður-Am- eríku og um 7% í S- og N-Evrópu, í ríkjum Evrópu við Miðjarðarhafið, Norðaustur-Asíu og S-Ameríku. Taleb Rifa, framkvæmdastjóri UNWTO, segir að á þessu stigi sé ekki búist við meiriháttar áhrifum af útbreiðslu Ebólu-veirunnar á vöxt ferðaþjónustunnar. Sé vöxtur í ein- stökum ríkjum skoðaður var hann mestur í Kína, eða 16%. Ferðaþjónusta í fluggír AFP Í Virginíu Flugvél tekur á loft á Ronald Reagan-flugvellinum í Arlington.  Alls 781 milljón ferðamanna á fyrstu átta mánuðum ársins Lögreglan í Fort Lauderdale, á Flórída, handtók þrjá menn sem voru að gefa heimilislausu fólki að borða. Mennirnir þrír, tveir prestar og níræður maður að nafni Arnold Abbott, voru teknir höndum eftir að ný lög tóku gildi sem banna einstaklingum að bjóða almenningi upp á mat. Abbott hefur ákveðið að kæra borgaryfirvöld í Fort Lauderdale en hann hefur undanfarna tvo áratugi beitt sér í þágu heimilislausra, meðal annars með matargjöfum. Málið á sér þá forsögu að árið 1999 var Abbott handtekinn á ströndinni við Fort Lauderdale fyrir sama athæfi. Hann fór þá í mál við borgaryfirvöld og hafði sigur, að sögn fréttavefjar Local. Handtekinn fyrir að gefa fólki að borða Arnold Abbott
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.