Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 68
68
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Faðir Win-stonsChurchill
mun hafa sagt eitt
sinn að skylda
stjórnarandstöðu
væri það að vera í andstöðu.
Betur verður hlutverk stjórn-
arandstöðunnar varla skil-
greint í lýðræðisríki, að hún
eigi að veita meirihluta hvers
tíma aðhald, innan mál-
efnalegra marka, og veita mót-
rök við þeim fyrirætlunum sem
ríkisstjórn hvers tíma hefur.
Á síðustu misserum hefur
hins vegar borið á þeirri hugs-
un að forðast þurfi skoðana-
ágreining í lengstu lög. Sá mis-
munur sem þó verður á
skoðunum manna er þá vand-
lega falinn inni í bakher-
bergjum þar sem nefndir og
ráð ræða málin. Á þetta einkum
við um sveitarstjórnarstigið, en
það sem ákveðið er þar hefur
oft á tíðum mun meiri áhrif á
nærumhverfi margra en það
sem ákveðið er á Alþingi. Þar
hafa sumir hengt sig á hugtakið
„minnihluti,“ og sagt það vera
annað en stjórnarandstöðu.
Þessi þróun er varhugaverð.
Það er hlutverk stjórnmála-
manna að vera fulltrúar mis-
munandi skoðana í samfélaginu
og tryggja þeim sem bestan
farveg í samræmi við það fylgi
sem þær hljóta í kosningum. Þó
að vissulega geti
það oft verið betra
að sem sæmilegust
sátt sé um fram-
gang mála, þá get-
ur það ekki verið
sérstakt keppikefli manna að
enginn sýnilegur ágreiningur
ríki um tiltekið mál. Þá er það
einnig umhugsunarvert ef
ákvarðanir eru færðar í stórum
stíl yfir til nefnda og ráða, með
ógagnsæjum vinnuferlum og
fundargerðum sem segja oftast
helst til lítið um það sem fram
fór á fundum þeirra.
Borið hefur á umræðu um
minnkandi kjörsókn og minnk-
andi áhuga fólks á stjórn-
málum, einkum yngri kjós-
enda. Hefur verið sérstaklega
fjallað um síðustu sveit-
arstjórnarkosningar af því til-
efni. Vart þarf að koma á óvart
að eftir því sem þróunin gengur
lengra í þá átt að enginn
ágreiningur virðist vera á milli
flokka, jafnvel um stór og um-
deild mál sem meirihluti kjós-
enda vill ekki að nái fram að
ganga, að áhuginn á því að taka
þátt í kosningum minnki. Full-
trúalýðræði gengur ekki upp
nema kjósendur skynji að þeir
eigi sér fulltrúa og að þeir hafi
val um það hvaða skoðanir þeir
styðji. Að öðrum kosti væri al-
veg eins hægt að hafa eins-
flokksríki.
Skoðanaágreiningur
er heilbrigður
í lýðræðisríkjum}
Nefndavæðingin
Verð á hluta-bréfum hækk-
aði í Bandaríkj-
unum þegar að
fyrir lá að Repú-
blikanaflokkurinn
hafði sigrað í kosn-
ingunum vestra.
Hann styrkti enn
traustan meirihluta sinn í full-
trúadeildinni, náði öruggum
meirihluta í öldungadeildinni
og fjölgaði ríkisstjórum úr sín-
um röðum, jafnvel í Illinois,
heimaríki Obama forseta, og í
hefðbundnu vígi demókrata í
Massachusetts. Fulltrúum
flokksins á löggjafarsam-
kundum ríkjanna fjölgaði veru-
lega. Þetta var því sætur sigur
og gjörbreyting frá kosning-
unum 2008, en demókratar
höfðu Hvíta húsið og báðar
deildir þingsins í sínum hönd-
um eftir þær. Gleði hlutabréfa-
höndlara er þó ekki endilega
áreiðanlegur mælikvarði þegar
til lengri tíma er horft. Þegar
sá fjölbreytti hópur er settur
saman í einn hefur sýnt sig að
þar fer einhver mesti sveim-
hugi sem fyrir finnst.
Obama forseti stendur veikt
eftir þessar kosningar. Þær
eru yfirlýsing um að þær vonir,
sem við hann voru bundnar fyr-
ir 6 árum, eru að
engu orðnar.
Bandaríkjamenn
horfa nú til for-
setakosninganna
2016. Þeir minnast
þess að árið 2006
bjó George W.
Bush við mótvind,
eins og Obama nú. Þá unnu
demókratar góðan sigur í þing-
kosningum og hann varð upp-
taktur að enn stærri sigri
tveimur árum síðar. Ætli
Repúblikanar að leika þann
leik árið 2016 þurfa þeir að
halda vel á spöðunum, styrkja
samheldnina innan síns flokks
og einbeita sér að andstæðing-
unum. Þeir verða að vera virkir
og málefnalegir í þinginu og
koma sem flestum jákvæðum
málum á borð forsetans, mál-
um sem hann á bágt með að
synja.
Fari samstarf forsetans og
þingsins illa á næstu tveimur
árum þarf meirihluti kjósenda í
lok þeirra að kenna forsetanum
en ekki þinginu um að svo fór.
Repúblikönum hefur ekki alltaf
verið sýnt um að halda vel á
sínum pólitísku spilum. Þeir
verða að bæta úr því nú, ella
fer líklega illa fyrir þeim eftir
tvö ár.
Bandarísku kosning-
arnar sæta miklum
tíðindum, en ekki
verður spurt að
leikslokum fyrr en
2016}
Standa vel í hálfleik
M
ótmælin á Austurvelli í vik-
unni voru nokkuð sérstök því
þangað var öllum boðið sem
hafa yfir einhverju að kvarta.
Og þar sem lífið býður upp á
ótal kvartanir urðu margir til að mæta. Eftir
viðtöl við mótmælendur, sem sýnd voru á
sjónvarpsstöðvum, var maður svosem ekki
miklu nær um það hverju væri nákvæmlega
verið að mótmæla nema helst því að núver-
andi ríkisstjórn væri jafn vonlaus og sú síð-
asta og svo náttúrlega því hversu ömurlegir
stjórnmálamenn væru. Einn mótmælandi
sagðist vera að mótmæla núverandi ríkis-
stjórn, síðustu ríkisstjórn og ríkisstjórnunum
þar á undan. Þetta má með sanni kallast að
hafa breiða yfirsýn.
Einum ágætasta þingmanni Framsóknar-
flokksins, Karli Garðarssyni, varð það á í aðdraganda mót-
mælanna að minna á að hér á landi er ekki há verðbólga,
við búum við hagvöxt og atvinnuleysi er lítið. Svívirðingum
var hellt yfir þingmanninn og hann sakaður um yfirgrips-
mikinn hroka fyrir að impra á því að þjóðin byggi nú
kannski ekki við vesöld og fátækt. Á Íslandi nútímans er
boðberum góðra tíðinda ekki alltaf tekið fagnandi. Og nú
bætir seðlabankastjóri um betur og segir að útlitið í efna-
hagsmálum sé harla gott og aðrar þjóðir dauðöfundi okk-
ur. Þessi orð hljóta að valda mikilli ólgu í þjóðfélaginu og
kalla á hrinu mótmæla.
Þjóðin er afundin og finnur allt að öllu. Hún er greini-
lega orðin örþreytt á stjórmmálamönnum sín-
um og fylgi ríkisstjórnarinnar er í lágmarki. Þar
sem undirliggjandi órói er í samfélaginu, og
honum virðist ekki ætla að linna, finnst manni
ekki líklegt að ríkisstjórn sem samanstæði af
öðrum flokkum nyti áberandi vinsælda.
Ríkisstjórnin er nú orðin jafn óvinsæl og
vinstri stjórnin var, en um leið er sérlega at-
hyglisvert að óvinsældirnar hafa lítil áhrif á
fylgi Sjálfstæðisflokksins meðan fylgið hrynur
jafnt og þétt af Framsóknarflokknum. Þetta
gerist þrátt fyrir að hækkun matarskatts sé á
ábyrgð Sjálfstæðisflokksins, aðgerð sem kölluð
hefur verið aðför að heimilum landsins. Á sama
tíma birtast auglýsingar frá verslunum og fyr-
irtækjum sem boða lækkun á vörum sínum
vegna afnáms vörugjalda. Vera má að dágóðum
hluta kjósenda þyki ýmislegt í hugmyndum
fjármálaráðherrans ekki svo galið. Sjálfstæðisflokkurinn
kann einnig að njóta þess að á óróatímum er hópur kjós-
enda sem er borgaralegt íhald – í góðri merkingu þess
orðs – og lifir sig ekki inn í mótmælahrinur og andóf. Þetta
fólk hefur það alveg ágætt og sér enga ástæðu til að mót-
mæla.
Við mótmælin á Austurvelli var sjónum ekki beint að
einstaka málum heldur var þarna hlaðborð kvörtunarefna
sem hinir óánægðu gátu valið úr og dreifingin var ansi
mikil. Fólk virtist bara óánægt með allt. Erfitt verður fyr-
ir stjórnmálamenn að vinna bug á svo umfangsmikilli
óánægju. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Að mótmæla öllu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Afar umdeilt er hvaða áhrifskattabreytingar ríkis-stjórnarinnar á virðis-aukaskatti og niðurfelling
vörugjalda munu hafa á ráðstöf-
unartekjur fjölskyldna og ein-
staklinga með lágar tekjur. Gagn-
rýnt hefur verið að fjármála-
ráðuneytið byggi ekki á réttum
forsendum um útgjöld heimilanna.
Efnahags- og viðskiptanefnd fer
þessa dagana í saumana á frumvarpi
fjármálaráðherra um virðis-
aukaskatt og fleiri skattkerfisbreyt-
ingum þar sem lægra þrepið er
hækkað úr 7% í 12% og hærra þrepið
lækkað úr 25,5% í 24%, vörugjöldin
eru afnumin og á móti kemur að
hækka á barnabætur um 1,3 millj-
arða.
Í nýjum útreikningum fjármála-
ráðuneytisins, sem birtir eru í svari
við spurningum nefndarinnar, kemur
fram að áhrif breytinganna á ráðstöf-
unartekjur verst settu heimilanna
eru jákvæð, jafnvel þótt gengið sé út
frá því að vægi matvæla í útgjöldum
þeirra sé hærra en reiknað var með í
sjálfu frumvarpinu.
Jón Steinsson, hagfræðingur við
Columbia-háskóla, hefur bent á að
vægi matar í útgjöldum þeirra heim-
ila sem verst standa sé 17,3% að
meðaltali. Ráðuneytið hefur að
beiðni nefndarinnar lagt mat á áhrif
frumvarpsins á þessi verst settu
heimili, sem í útreikningunum eru
barnlaus og njóta því ekki barnabóta.
Tekin eru tvö dæmi (sjá meðfylgj-
andi töflu) af annars vegar barnlaus-
um einstaklingi med 183 þús. kr. í
ráðstöfunartekjur á mánuði og hins
vegar barnlausum hjónum með 465
þús. kr. í ráðstöfunartekjur. Í
svarinu segir að ef miðað er við að út-
gjöld þeirra til matar og drykkjar
séu 17,3% af heildarútgjöldum aukist
ráðstöfunartekjur barnlausa ein-
staklingsins um 94 kr. á mánuði og
barnlausu hjónanna um 241 kr. á
mánuði.
Barnabætur vega þyngst
Fram hefur komið að áhrif skatta-
breytinganna eru önnur á fjölskyldur
með börn. Ef tekið er dæmi af fjöl-
skyldu með tvö börn og 580 þúsund í
mánaðartekjur, þá er vægi matvæl-
anna í útgjöldum hennar 16,2% og
aukast ráðstöfunartekjur þessarar
fjölskyldu um rúmlega 2.000 kr. á
mánuði við skattkerfisbreytingarnar
og hækkun barnabótanna, sem vega
þar langþyngst.
Barnabætur hækka á næsta ári
um 13% þegar búið er að taka tillit til
2,5% verðlagsuppfærslu og í svörum
ráðuneytisins er að finna nýja út-
reikninga á áhrifum hækkunar
barnabótanna á fjölskyldur. Reiknuð
eru dæmi um áhrifin á einstæð for-
eldri og hjón með tvö börn, þar sem
annað er yngra en 7 ára. ,,Miðað við
forsendur fjárlagafrumvarpsins 2015
fær einstæða foreldrið 56.834 kr. í
óskertar barnanbætur á mánuði
fram að 200.000 kr. heildartekjum en
eftir 13% hækkun fjárhæða er fjár-
hæð barnabóta á mánuði 64.223 kr.
eða 7.389 kr. hækkun á mánuði,“ seg-
ir í svarinu. Hjón eða sambúðarfólk
fær 39.891 kr. í óskertar barnabætur
fram að 400 þús. kr. heildartekjum á
mánuði miðað við forsendur fjárlaga-
frumvarpsins en 45.077 kr. eftir
hækkun þeirra um 13%. Hækkunin
er því um 5.186 kr. á mánuði, að því
er fram kemur í útreikningum fjár-
málaráðuneytisins.
Verði hækkun barnabótanna lög-
fest munu hjón og sambúðarfólk með
eitt barn sem fá óskertar barnabæt-
ur fá alls 194.081 kr. á næsta ári sam-
anborið við 167.564 kr. í ár. Fullar
barnabætur einstæðra foreldra á
næsta ári yrðu 323.253 kr. með fyrsta
barni skv. útreikningunum.
Meta hækkun persónuafsláttar
Fjármálaráðuneytið hefur líka
reiknað að ósk þingnefndarinnar,
hvaða áhrif það hefði, ef farin yrði sú
leið að hækka persónuafsláttinn um
einn milljarð í stað þess að hækka
barnabætur um þá fjárhæð. Þá
myndi hann hækka um 0,8%, sem
hefði þá þýðingu að ráðstöfunar-
tekjur einstaklinga hækka um 414
kr. á mánuði.
Áhrifin jákvæð á
verst settu heimilin
Áhrif skattabreytinga á ráðstöfunartekjur
Barnlaus
einstakl.
Barnlaus
hjónkr.
Áhrif breytinga á VSK og vörugjöldum á ráðstöfunartekjur barnlausra einstaklinga og hjóna
í tekjulægsta hópnummiðað við að hlutfall matar og drykkjar sé 17,3% af heildarútgjöldum.
Skattskyldur tekjur*
Ráðstöfunartekjur
1. Hækkun virðisaukaskatts á matvælum úr 7% í 12%
2. Hækkun virðisaukaskatts á öðru úr 7% í 12%
3. Lækkun á almennu þrepi úr 25,5% í 24%
4. Niðurfelling vörugjalds
5. Áhrif skattabreytinga á ráðstöfunartekjur
210.000
183.000
-1.479
-725
926
1.373
94
580.000
465.000
-3.759
-1.860
2.372
3.488
241
*Hér er buið að draga frá lögbundið iðgjald í lífeyrissjóð Heimild: Fjármálaráðuneytið
Barnabætur 2007 - 2015
kr.* Verðlag hvers árs Verðlag september 2014
*Upphæðir eru í milljónum króna
2007
Ríkisr. Ríkisr. Ríkisr. Ríkisr. Ríkisr. Ríkisr. Ríkisr. FAUK Fjárlög
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
14.000
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
Heimild: Fjármálaráðuneytið