Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 69
69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
Skarpskyggni Á tímabili í gær rigndi í Reykjavík. Ekki voru allir viðbúnir úrkomunni en stúlka á leið um Lækjargötu greip það sem hendi var næst og snögg viðbrögð kölluðu fram bros á vör.
Ómar
Hægt, bítandi en
ákveðið er reynt að
grafa undan tiltrú á
það sem er íslenskt.
Flest er talið nei-
kvætt, hallærislegt
eða jafnvel ömurlegt.
Ýmist er lagt til að Ís-
lendingar afsali sér
sjálfstæði og gangi
Noregskonungi á
hönd að nýju eða leiti
skjóls í heitum faðmi Brussel-
valdsins.
Ísland er sagt of fámennt og ekki
þess megnugt, sem sjálfstæð þjóð,
að halda úti nauðsynlegum stofn-
unum – stjórnkerfi, heilbrigðiskerfi,
menntakerfi eða samgöngum. Því er
haldið fram að Íslendingar þjáist af
„menningarlegri einangrunar-
hyggju“ og hræðist „það sem er
öðruvísi“ svo vitnað sé til rithöf-
undar.
Fyrrverandi alþingismaður, ráð-
herra og formaður stjórnmálaflokks
skrifar um samanburðinn „milli
bandaríska réttarríkisins og ís-
lenska bananalýðveldisins“. Dug-
mikill verkalýðsleiðtogi, á árum áð-
ur, heldur því fram að ríkisstjórn
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks vinni „markvisst að að færa
lýðveldið Ísland áratugi aftur í tím-
ann og það að bananalýðveldi í
heimshluta þar sem eru mestu lýð-
ræðisríki þessa heims“.
Annar fyrrverandi flokksleiðtogi
sakar Íslendinga um skort á þjóð-
ernislegum metnaði og stolti:
„Fulltrúar okkar vafra um sem væl-
andi aular og betla
jólatré og notuð vopn.“
Ungur rithöfundur
kveður upp þann dóm
að Ísland sé „ónýtt“ og
segir síðan nafn-
greindum ein-
staklingum að „éta
skít“. Áhrifamiklir álits-
gjafar hamra á því að
íslenskir kjósendur séu
„fávitar“ og „asnar“.
Þeir sem vilja draga
fram hið jákvæða eru
óðar sakaðir um þjóð-
rembu og hroka.
Grafið undan tiltrú
„Sífellt fleiri sjá ekki framtíð í
þessu landi,“ sagði stjórnmálaleið-
togi í umræðum um stefnuræðu for-
sætisráðherra í haust. Hann hefur
verið í sérstakri herferð gegn ís-
lensku krónunni og grípur hvert
tækifæri sem gefst til að grafa und-
an tiltrú almennings og atvinnulífs-
ins á sjálfstæðum gjaldmiðli. Krón-
an er bölvaldurinn og til að losna
undan þeirri óáran sem hún á að
hafa leitt yfir þjóðina skal flúið á
náðir Brussel og evran tekin upp. Þó
búa flestar þjóðir evrulands við lak-
ari – sum mun lakari – lífskjör en Ís-
lendingar.
Því er í engu svarað hvernig Ís-
lendingum tókst að brjótast úr því
að vera ein fátækasta þjóð Evrópu í
upphafi 20. aldar og komast í hóp
mestu velferðarríkja heims með
ónýtan gjaldmiðil í farteskinu.
Óvíða er jafnrétti kynjanna meira.
Atvinnuþátttaka kvenna er hvergi
meiri og er ein ástæða góðra lífs-
kjara. Að meðaltali er atvinnuþátt-
taka kvenna hér á landi 40% meiri
en í evrulöndum.
Á Íslandi starfa hlutfallslega fleiri
við rannsóknir en í nokkru ríki Evr-
ópusambandsins og fleiri en í
„draumaríkinu“ Noregi. Þótt kjós-
endur séu taldir „fávitar“ og „asnar“
er Ísland í þriðja sæti á lista The
Economist Intelligence Unit yfir
stöðu lýðræðis í heiminum. Aðeins
Noregur og Svíþjóð eru ofar og
Danmörk er sæti fyrir neðan. Ísland
er í sjötta sæti yfir lönd þar sem
frelsi fjölmiðla er mest og er þar í
hópi með Sviss, Lúxemborg og Dan-
mörku.
Snúið á haus
Þrátt fyrir krónuna hefur tekist
að byggja upp einhvern hagkvæm-
asta sjávarútveg heims, sem er
skattlagður sérstaklega á sama tíma
og flestar þjóðir, þar á meðal Evr-
ópusambandið, Noregur og Banda-
ríkin, halda úti umfangsmikilli op-
inberri aðstoð. Íslenskur sjávarút-
vegur hefur staðist ríkisstyrkta
samkeppni á erlendum mörkuðum.
Þessu vilja úrtölumennirnir breyta –
kollvarpa stjórnkerfi fiskveiða og
draga úr samkeppnishæfni með of-
ursköttum.
Þrátt fyrir að glímt sé við vanda í
heilbrigðiskerfinu er Ísland í hópi
þeirra þjóða þar sem heilbrigðis-
þjónustan er hvað best. En um-
ræðunni er snúið á haus. Jafnvel for-
ystumenn verkalýðshreyfingarinnar
kynda undir ranghugmyndum um
að verið sé að auka greiðsluþátttöku
sjúklinga, þegar staðreyndir sýna að
sitjandi ríkisstjórn hefur snúið við
blaðinu. Greiðsluþátttaka sjúklinga í
sérfræðikostnaði hefur þannig
lækkað úr 42% í tíð vinstri stjórnar
„norrænnar velferðar“ í 32-33% á
þessu ári.
Andstæðingar ríkisstjórnarinnar
halda því fram að nú standi yfir að-
för að heilbrigðiskerfinu. Stað-
reyndir sýna annað. Þannig verða
t.d. framlög til Landspítalans á kom-
andi ári sex milljörðum króna hærri
á föstu verðlagi en árið 2013. Og það
sem meira er: Það er loks raunhæft
að hefja uppbyggingu Landspítalans
á kjörtímabilinu, án þess að skuld-
setja ríkissjóð upp á von og óvon.
Vantraust
Nýleg könnun MMR leiðir sem
betur fer í ljós að traust á helstu
stofnunum samfélagsins er að
aukast að nýju en engin stofnun nýt-
ur meira trausts en lögreglan. En
Alþingi hefur því miður ekki tekist
að endurvinna traustið. Aðeins
12,8% landsmanna segjast treysta
þinginu.
Auðvitað eru ástæður vantrausts-
ins margvíslegar og sumar djúp-
stæðar. Orðræðan í samfélaginu er
ekki til að skapa andrúmsloft traust-
leika og þar eiga fjölmiðlar og
áhrifamiklir álitsgjafar hlut að máli,
en stærsta hluta ábyrgðarinnar bera
stjórnmálamennirnir sjálfir.
Það eykur ekki tiltrú á stétt
stjórnmálamanna þegar kjósendur
verða vitni að því ár eftir ár að fjár-
munum er varið úr sameiginlegum
sjóði í verkefni sem litlu skipta á
sama tíma og velferðar- og mennta-
kerfið glímir við fjárskort. Fjárveit-
ingarvaldið - Alþingi - öðlast seint
traust skattgreiðenda ef þeir eru
sannfærðir um að peningum sé ekki
varið af skynsemi.
Með sama hætti getur sjálfstæði
atvinnurekandinn ekki stutt stjórn-
málamann sem lofar að ryðja braut
frjálsra og sanngjarna viðskipta, en
gerir síðan lítið til að efna slíkt lof-
orð. Ekki frekar en eldri borgarinn
sem bíður endalaust eftir að staðið
sé við gefin fyrirheit í lífeyrismálum
eða launamaðurinn sem batt vonir
við að hófsemd fengi að ríkja í skatt-
heimtu.
Ekki bætir úr skák að búið er að
ríkisvæða stjórnmálastarfsemina á
Íslandi. Í stað frjálsra framlaga eru
stjórnmálaflokkarnir nú að mestu
reknir á kostnað skattgreiðenda í
gegnum ríkissjóð og sveitarsjóði.
Hundruð milljóna króna renna úr
sameiginlegum sjóðum til flokkanna
á hverju ári.
Það yrði ágætt skref í að endur-
heimta traust á Alþingi að hætta
ríkisrekstri stjórnmálaflokkanna og
verja peningunum í þarfari málefni.
Annað skref gæti verið að breyta
orðræðunni – verða jákvæðari um
framtíð landsins og jafnvel halda sig
að mestu við staðreyndir, hvort
heldur menn eru í stjórn eða stjórn-
arandstöðu.
Eftir Óla Björn
Kárason » Fjárveitingarvaldið -
Alþingi - öðlast seint
traust skattgreiðenda ef
þeir eru sannfærðir um
að peningum sé ekki
varið af skynsemi.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokks.
„Ónýtt“ land með „fávitum“ og „vælandi aulum“