Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 69
69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Skarpskyggni Á tímabili í gær rigndi í Reykjavík. Ekki voru allir viðbúnir úrkomunni en stúlka á leið um Lækjargötu greip það sem hendi var næst og snögg viðbrögð kölluðu fram bros á vör. Ómar Hægt, bítandi en ákveðið er reynt að grafa undan tiltrú á það sem er íslenskt. Flest er talið nei- kvætt, hallærislegt eða jafnvel ömurlegt. Ýmist er lagt til að Ís- lendingar afsali sér sjálfstæði og gangi Noregskonungi á hönd að nýju eða leiti skjóls í heitum faðmi Brussel- valdsins. Ísland er sagt of fámennt og ekki þess megnugt, sem sjálfstæð þjóð, að halda úti nauðsynlegum stofn- unum – stjórnkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi eða samgöngum. Því er haldið fram að Íslendingar þjáist af „menningarlegri einangrunar- hyggju“ og hræðist „það sem er öðruvísi“ svo vitnað sé til rithöf- undar. Fyrrverandi alþingismaður, ráð- herra og formaður stjórnmálaflokks skrifar um samanburðinn „milli bandaríska réttarríkisins og ís- lenska bananalýðveldisins“. Dug- mikill verkalýðsleiðtogi, á árum áð- ur, heldur því fram að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks vinni „markvisst að að færa lýðveldið Ísland áratugi aftur í tím- ann og það að bananalýðveldi í heimshluta þar sem eru mestu lýð- ræðisríki þessa heims“. Annar fyrrverandi flokksleiðtogi sakar Íslendinga um skort á þjóð- ernislegum metnaði og stolti: „Fulltrúar okkar vafra um sem væl- andi aular og betla jólatré og notuð vopn.“ Ungur rithöfundur kveður upp þann dóm að Ísland sé „ónýtt“ og segir síðan nafn- greindum ein- staklingum að „éta skít“. Áhrifamiklir álits- gjafar hamra á því að íslenskir kjósendur séu „fávitar“ og „asnar“. Þeir sem vilja draga fram hið jákvæða eru óðar sakaðir um þjóð- rembu og hroka. Grafið undan tiltrú „Sífellt fleiri sjá ekki framtíð í þessu landi,“ sagði stjórnmálaleið- togi í umræðum um stefnuræðu for- sætisráðherra í haust. Hann hefur verið í sérstakri herferð gegn ís- lensku krónunni og grípur hvert tækifæri sem gefst til að grafa und- an tiltrú almennings og atvinnulífs- ins á sjálfstæðum gjaldmiðli. Krón- an er bölvaldurinn og til að losna undan þeirri óáran sem hún á að hafa leitt yfir þjóðina skal flúið á náðir Brussel og evran tekin upp. Þó búa flestar þjóðir evrulands við lak- ari – sum mun lakari – lífskjör en Ís- lendingar. Því er í engu svarað hvernig Ís- lendingum tókst að brjótast úr því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu í upphafi 20. aldar og komast í hóp mestu velferðarríkja heims með ónýtan gjaldmiðil í farteskinu. Óvíða er jafnrétti kynjanna meira. Atvinnuþátttaka kvenna er hvergi meiri og er ein ástæða góðra lífs- kjara. Að meðaltali er atvinnuþátt- taka kvenna hér á landi 40% meiri en í evrulöndum. Á Íslandi starfa hlutfallslega fleiri við rannsóknir en í nokkru ríki Evr- ópusambandsins og fleiri en í „draumaríkinu“ Noregi. Þótt kjós- endur séu taldir „fávitar“ og „asnar“ er Ísland í þriðja sæti á lista The Economist Intelligence Unit yfir stöðu lýðræðis í heiminum. Aðeins Noregur og Svíþjóð eru ofar og Danmörk er sæti fyrir neðan. Ísland er í sjötta sæti yfir lönd þar sem frelsi fjölmiðla er mest og er þar í hópi með Sviss, Lúxemborg og Dan- mörku. Snúið á haus Þrátt fyrir krónuna hefur tekist að byggja upp einhvern hagkvæm- asta sjávarútveg heims, sem er skattlagður sérstaklega á sama tíma og flestar þjóðir, þar á meðal Evr- ópusambandið, Noregur og Banda- ríkin, halda úti umfangsmikilli op- inberri aðstoð. Íslenskur sjávarút- vegur hefur staðist ríkisstyrkta samkeppni á erlendum mörkuðum. Þessu vilja úrtölumennirnir breyta – kollvarpa stjórnkerfi fiskveiða og draga úr samkeppnishæfni með of- ursköttum. Þrátt fyrir að glímt sé við vanda í heilbrigðiskerfinu er Ísland í hópi þeirra þjóða þar sem heilbrigðis- þjónustan er hvað best. En um- ræðunni er snúið á haus. Jafnvel for- ystumenn verkalýðshreyfingarinnar kynda undir ranghugmyndum um að verið sé að auka greiðsluþátttöku sjúklinga, þegar staðreyndir sýna að sitjandi ríkisstjórn hefur snúið við blaðinu. Greiðsluþátttaka sjúklinga í sérfræðikostnaði hefur þannig lækkað úr 42% í tíð vinstri stjórnar „norrænnar velferðar“ í 32-33% á þessu ári. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar halda því fram að nú standi yfir að- för að heilbrigðiskerfinu. Stað- reyndir sýna annað. Þannig verða t.d. framlög til Landspítalans á kom- andi ári sex milljörðum króna hærri á föstu verðlagi en árið 2013. Og það sem meira er: Það er loks raunhæft að hefja uppbyggingu Landspítalans á kjörtímabilinu, án þess að skuld- setja ríkissjóð upp á von og óvon. Vantraust Nýleg könnun MMR leiðir sem betur fer í ljós að traust á helstu stofnunum samfélagsins er að aukast að nýju en engin stofnun nýt- ur meira trausts en lögreglan. En Alþingi hefur því miður ekki tekist að endurvinna traustið. Aðeins 12,8% landsmanna segjast treysta þinginu. Auðvitað eru ástæður vantrausts- ins margvíslegar og sumar djúp- stæðar. Orðræðan í samfélaginu er ekki til að skapa andrúmsloft traust- leika og þar eiga fjölmiðlar og áhrifamiklir álitsgjafar hlut að máli, en stærsta hluta ábyrgðarinnar bera stjórnmálamennirnir sjálfir. Það eykur ekki tiltrú á stétt stjórnmálamanna þegar kjósendur verða vitni að því ár eftir ár að fjár- munum er varið úr sameiginlegum sjóði í verkefni sem litlu skipta á sama tíma og velferðar- og mennta- kerfið glímir við fjárskort. Fjárveit- ingarvaldið - Alþingi - öðlast seint traust skattgreiðenda ef þeir eru sannfærðir um að peningum sé ekki varið af skynsemi. Með sama hætti getur sjálfstæði atvinnurekandinn ekki stutt stjórn- málamann sem lofar að ryðja braut frjálsra og sanngjarna viðskipta, en gerir síðan lítið til að efna slíkt lof- orð. Ekki frekar en eldri borgarinn sem bíður endalaust eftir að staðið sé við gefin fyrirheit í lífeyrismálum eða launamaðurinn sem batt vonir við að hófsemd fengi að ríkja í skatt- heimtu. Ekki bætir úr skák að búið er að ríkisvæða stjórnmálastarfsemina á Íslandi. Í stað frjálsra framlaga eru stjórnmálaflokkarnir nú að mestu reknir á kostnað skattgreiðenda í gegnum ríkissjóð og sveitarsjóði. Hundruð milljóna króna renna úr sameiginlegum sjóðum til flokkanna á hverju ári. Það yrði ágætt skref í að endur- heimta traust á Alþingi að hætta ríkisrekstri stjórnmálaflokkanna og verja peningunum í þarfari málefni. Annað skref gæti verið að breyta orðræðunni – verða jákvæðari um framtíð landsins og jafnvel halda sig að mestu við staðreyndir, hvort heldur menn eru í stjórn eða stjórn- arandstöðu. Eftir Óla Björn Kárason » Fjárveitingarvaldið - Alþingi - öðlast seint traust skattgreiðenda ef þeir eru sannfærðir um að peningum sé ekki varið af skynsemi. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ónýtt“ land með „fávitum“ og „vælandi aulum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.