Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 71
Davíð stóðst eigi þau eggjunarköll,
elskaði hann konungsdóttur fríða.
Gekk fyrir konung og heilsaði í höll,
hér er ég kominn að berjast við tröll.
(Og síðar þegar Golíat hafði kvart-
að yfir keppinautnum:)
Davíð svaraði þá dólgnum stillt:
Drottins kem ég í nafni.
Þvalan smástein hann hafði í hendi,
honum á kappans enni sendi.
Þessi Biblíuljóð eru víst lítið að-
gengileg fyrir flest fólk. Fyrra bind-
ið, sem ég er með, var gefið út 1896 í
fyrsta og eina skiptið. Fáir eiga
þessar bækur en sum bókasöfn eiga
til eintök. Kannski mætti huga að
endurútgáfu þeirra eða efnis úr
þeim. Í þeim er að finna góðan
menningararf. Í Biblíuljóðum 2 er
yrkisefnið úr Nýja testamentinu. Að
þeim ljóðum hef ég ekki aðgang nú.
Nýlega fann ég ágætan texta úr
þeim ljóðum ásamt viðeigandi ritn-
ingarversi í bók sem ég á, Lykilorð
2014. Um er að ræða orð Guðs fyrir
hvern dag ársins. Ég kem því á
framfæri sem er ritað þar:
„Þá gerði svo mikið veður á vatninu að
bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús
svaf. Lærisveinarnir fara þá til hans
vekja hann og segja: Drottinn bjarga
okkur við förumst!“
(Mattheus 8. 24-25)
Og undir eins þeir gátu vakið vin-
inn, þótt veikum rómi mæltu þeir við
hann í gegnum storminn, í gegnum
öldudyninn, í gegnum svefninn bæn
þeirra hann fann. Það hreif ei neitt
þótt höfuðskepnur ættu, það hans ei
fasta svefni raska vann, en bænar-
andvarp eitt frá brjósti mæddu á
augabragði getur vakið hann.
Fleiri tilvitnanir í þessi Biblíuljóð
má finna í Lykilorðum, sem hægt að
panta hjá Lífsmótun ef þau fást ekki
í bókabúðum, með því að nota m.a.
postur@lykilord.is. Þá ætla ég að
fjalla aðeins um sálma og ljóð Sig-
urbjörns Einarssonar. Samantekt á
þeim er að finna í ritinu Eigi stjörn-
um ofar sem kom út 2008. Það kem-
ur kannski mörgum á óvart, eins og
mér á sínum tíma, hvað Sigurbjörn
skildi eftir sig innihaldsríkan og efn-
ismikinn kveðskap.
Það er með ólíkindum hve mörgu
ágætu hann kom í verk á sínum far-
sæla starfsferli. Eigi stjörnum ofar
er vandað verk. Kveðskapurinn þar
er vel flokkaður og ástæða til þess að
taka undir það sem kemur fram í
inngangi ritsins; sálmar Sigurbjörns
eru á einföldu og fallegu máli.
Dæmi:
Frelsi, gleði og friður,
fögnuður trúar og von
veitist þeim, sem vilja þér taka,
vinur Kristur, Guðs einkason.
Það er ákveðna fjölbreytni að
finna í þessum kveðskap Sigur-
björns, sem er bæði frumortur og
þýddur. Þar er hægt að finna eitt-
hvað viðeigandi fyrir flestar að-
stæður. Þá læt ég þessu lokið varð-
andi kristinn kveðskap, þótt fleira
mætti nefna á þessum vettvangi. Að
lokum vil ég nefna það að margt
kristið fólk í Kína þarfnast fyrir-
bæna vegna þess að trúfrelsi er tak-
markað þar.
» Það eru nú 400 ár lið-
in síðan Hallgrímur
Pétursson fæddist
(1614-1674.) Margir
hafa lofað ljóðin hans í
gegnum tíðina.
Höfundur er öryrki en hefur náms-
gráður frá Háskóla Íslands og Uni-
versity of Hull, Englandi.
UMRÆÐAN 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
SÉRTILBOÐ
Universo 1 1/2 hólf + borð 100x50 cm.
Verð áður: 28.500 kr. Tilboðsverð 17.500 kr.
20% afsláttur
af öllum stálvöskum
- aðeins þessa viku
HANNAÐU
HEIMILIÐ
MEÐ TENGI
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.isSmiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • • tengi@tengi.is
20%
afsláttur
Hágæða stálvaskar frá Intra - á 20% afslætti aðeins þessa viku.
Langar þig að vinna
jólahlaðborð á
Grand Hótel ?
Viðskiptavinum Verðlistans gefst kostur
á að vinna jólahlaðborð fyrir 4
þann 20. desember 2014
Dregið 15. desember
v/Laugalæk • sími 553 3755