Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 73

Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 73
UMRÆÐAN 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Umræðan um rík- isreknu fjölmiðlana hef- ur hreyft nokkuð við mér að undanförnu. Tal um að hola þessar stofnanir að innan, selja eða leggja niður kemur ekki á óvart þegar grjóthörð hægri stjórn fer með völd og því brýnt að „gáfnaljós á vinstri vængnum“ láti nú að sér kveða. Svo ég ræði um það sem snýr að mínu sér- sviði, dægurtónlistinni, er ljóst að Sjónvarpið, Rás 1 og Rás 2 vinna öll sérstaklega mikilvægt starf hvað varðar þá eðlu list í íslensku tilliti, hvort sem er í formi kynningar, varð- veislu eða almennrar næringar og uppbyggingar. Popp er menning Ummæli Karls Garðarssonar al- þingismanns um Rás 2 í síðasta mán- uði (2. október í DV) lýsa þess vegna ævintýralegri skammsýni en ég er hræddur um að fleiri – þótt ótrúlegt sé – taki í svipaðan streng. „Hvort skiptir okkur meira máli að hlusta á dægurtónlist á Rás 2 eða bjarga mannslífum?“ spurði Karl en var þó á því að menning væri nauðsynleg (?). Dægurtónlistinni væri hins vegar ágætlega sinnt af einkaaðilum og „það sama gildir um ameríska sápuóperu og annað slíkt“. Útgangs- punkturinn er þessi: popp er ekki menning heldur merking- arsnautt drasl sem hef- ur lítið að segja. Nú er skilningur á því að popp sé vissulega menning hins vegar orðinn giska almennur og velferð- arrannsóknir sýna að öflugt tónlistarlíf, hvort heldur í gegnum tónlistarnám, bílskúra, út- varpssenda eða afspilunarform ým- iskonar stuðlar að góðri lýðheilsu. Fjárhagslega veltir íslenski dæg- urtónlistarbransinn þá miklum fjár- hæðum og ég þarf ekki að fjölyrða um afrek landans á því sviðinu á erlendri grundu, árangur sem heldur áfram að ýta undir mikinn og lifandi áhuga á öllu því sem íslenskt er (sem skilar sér svo í beinhörðum peningum í rík- iskassann í gjaldeyristekjum o.s.frv.). Þetta hef ég t.d. orðið verulega var við í fræðasamfélaginu hér úti í Ed- inborg. Dægurtónlistin okkar, eins og staðan er í dag, er gulls ígildi. Það er merkilegt hvað þessi einfalda heild- armynd flækist fyrir ráðamönnum landsins og það sýknt og heilagt. Við- líka staðreyndir blasa hins vegar við stjórnvöldum hér í Bretlandi og það þó að einkavæðingin standi þeim tölu- vert nær en fyrri ríkisstjórnum. Menn gera sér þrátt fyrir það skýra grein fyrir hlutverki BBC, vissulega eru hártoganir um stefnu og slíkt en almenn samstaða ríkir um grunninn. Alltaf gróði Ríkismiðlar geta nefnilega leyft sér, eðlis síns vegna, að hlúa að hlut- um sem hafa gildi í sjálfum sér, gildi sem rúmast ekki svo auðveldlega í ex- cel-skjali. Gróðinn af því starfi – heilsufarslegur, fjárhagslegur, menn- ingarlegur – sýnir sig þó alltaf á end- anum en einungis, og þetta er mik- ilvægt, ef fólki er veitt það sjálfsagða svigrúm að sinna því starfi af sóma. Það þarf því ekki ýkja mikið hyggju- vit til að sjá að þegar allt kemur til alls þá bjargar popp mannslífum. Popp bjargar mannslífum Eftir Arnar Eggert Thoroddsen » Sjónvarpið, Rás 1 ogRás 2 vinna öll sér- staklega mikilvægt starf hvað varðar þá eðlu list í íslensku tilliti Arnar Eggert Thoroddsen Höfundur er doktorsnemi í tónlist- arfræðum við Edinborgarháskóla og tónlistarblaðamaður. Ég ferðast til og frá vinnu í höfuðborginni, ýmist á bíl eða á reiðhjóli. Það sem hræðir mig hvað mest í skammdeginu eru ljóslausir hjólamenn og gangandi veg- farendur án endurskins. Ég trúi varla mínum eigin aug- um hvað margir hjólamenn eru þarna úti án nokkurrar ljóstíru. Sumir eru jafnvel með hjálm og í endurskins- vesti en engin ljós, hvorki að framan né aftan. Flestir eru alveg svartklæddir og ekki mögulegt að greina þá í myrkrinu. Gangandi koma úr bílunum sínum og yfir fjölfarnar götur eða afar fjölfarin bílastæði og það er ekki nokkur leið að sjá við- komandi í svartamyrkri, rigning á rúðunni og jafnvel engin götulýsing. Ég vona á hverjum degi að ég lendi ekki í þeirri ógæfu að keyra á hjólamann eða gangandi vegfaranda, sem mér er ill- mögulegt að greina í myrkrinu. Munum eftir ljósum á hjólin okkar og endurskinsmerki á yfirhafn- ir. Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Ljós í myrkri Endurskinsvesti Þessir skokkarar sjást vel. 70% 30% 20%50% 60% 60% 40% Allt að 70% afsláttur Leikföng Mikið úrval af jólagjöfum Jólasveinar velkomnir 6.-16. nóvember Lagersala Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 Opnunartími: Virka daga 10:00-20:00, helgar 10:00-18:00 www.krumma.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.