Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 74
NÁMerlendis
Unnið í samvinnu við SÍNE
Guðrún Guðlaugsdóttir
gudrunsg@gmail.com
Síne er rúmlega fimmtíu áragamalt félag, opið öllumþeim sem stunda nám sitterlendis og reiðir sig að all-
mestu leyti á félagsgjöld til að
standa undir rekstri sínum,“ segir
Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leik-
ari og formaður SÍNE.
„Okkar markmið á þessu ári er að
fjölga félagsmönnum og virkja þá
enn frekar í starfinu. Tilgangur fé-
lagsins er að vera í forsvari fyrir
námsmenn erlendis og standa vörð
um þeirra hag.“
Hvernig standa málefni stúdenta
erlendis núna?
„Segja má að LÍN hafi á vissan
hátt sett tóninn síðastliðið vor, þegar
lækkuð var grunnframfærsla stúd-
enta erlendis um nokkur prósent –
eftir svæðum þó hve mikið. Þetta var
gert án þess að vinna hefði verið lögð
í útreikinga á framfærslu stúdenta
erlendis.
Við hjá SÍNE bindum miklar von-
ir við vinnuna framundan hjá LÍN.
Þar er nú verið að reikna út fram-
færsluþörf stúdenta erlendis eftir
svæðum. Verið er að búa til að-
ferðafræði til að reikna þetta út. Við
vonum að vandað verði til þessa
verks og niðurstaðan verði að hægt
sé að framfleyta sér við nám erlendis
– og að sú vinna verði gagnsæ.“
Veistu til að stúdentar erlendis
hafi þurft að hætta námi vegna
námslánalækkunar?
„Já, við höfum fengið inn á skrif-
stofu SÍNE mörg skeyti frá náms-
mönnum erlendis, þar sem þeir lýsa
yfir áhyggjum og þá sérstaklega frá
þeim sem lentu hvað verst í niður-
skurðinum síðastliðið vor. SÍNE á
fulltrúa í stjórn LÍN, en fulltrúar
stjórnvalda eru hinsvegar í meiri-
hluta. Við reynum eftir bestu getu að
koma skilaboðum áleiðis til LÍN í
gegnum okkar fulltrúa.
Þess má geta að SÍNE er í sam-
starfi við námsmannahreyfingar
annars staðar á Norðurlöndum og er
markmiðið að stofna á þessum vetri
norræn samtök til að miðla þekkingu
og efla samstarf á milli landanna.
Einnig er SÍNE með nýja heimasíðu
í bígerð. SÍNE er líka í samvinnu við
Rannís, sem heldur utan um það
verkefni, að vinna að upplýsingasíðu
um nám erlendis.“
Var sjálfur námsmaður erlendis
Hvers vegna sóttist þú eftir for-
mennsku hjá SÍNE?
„Ég var sjálfur námsmaður er-
lendis í fjögur ár og veit hversu gott
það er að fá tækifæri til þess að læra
á erlendri grundu. Ég skil vel stöðu
námsmanna í því samhengi. Þetta
starf hjá SÍNE tekur óneitanlega
mikinn tíma, en þar sem þetta er
mitt hjartans mál, þá er það í lagi.
Ég fór ekki að verða virkur í þessu
starfi fyrr en námi mínu lauk. Þá átt-
aði ég mig á að þetta batterí sé til og
til staðar til að þjóna námsmönnum.
Mig langar að leggja mitt af mörk-
um. Vonandi get ég haft jákvæð
áhrif á starfsemi SÍNE í samvinnu
við félagsmenn og stjórnarmenn.
Það er mín einlæg von að Íslend-
ingar geti nýtt sér tækifæri til náms
erlendis, sama hvort þeir koma frá
efnamiklum heimilum eða ekki. Að
allir hafi tækfæri til að stunda nám í
útlöndum.“
Hvernig var efnahagurinn hjá þér
þegar þú varst í náminu þínu?
„Ég stundaði nám hjá Juilliard-
listaháskólann í New York, var þar á
leiklistarbraut skólans. Ég útskrif-
aðist árið 2011 með leiklistargráðu
B.F.A. Lánið lék við mig hvað skóla-
gjöldin sjálf snerti, ég fékk skóla-
styrk í gegnum skólann, annars hefði
þetta aldrei gengið upp hjá mér, þar
sem ekki er lánað að fullu fyrir skóla-
gjöldum. Ég var ekki með sterkt
fjárhagslegt bakland og skil því þá
sem eru í sömu stöðu. Ég var með
grunnframfærslu frá LÍN og studdi
mig við það. Ég veit hvað miklu
skiptir að fá góð og hagstæð lán. Ég
var fjögur ár í námi í New York, árin
2007 til 2011. Þetta var erfitt því allt
lánaumhverfi breyttist á þessum ár-
um. Ég kom með talsverðar skuldir á
bakinu frá því námi.“
Lánsamur eftir útskrift
En hvernig hefur þér gengið að fá
vinnu sem leikari?
„Þetta kemur í sveiflum en ég hef
verið mjög lánsamur eftir útskrift.
Það þýðir þó ekki að treysta á að það
vari að eilífu. En sem betur fer hef
ég ekki bara áhuga á að leika sjálfur,
heldur hef ég áhuga á menningu og
listum yfirhöfuð og ólíkum vettvangi
listsköpunar. Ég get vel hugsað mér
bæði að kenna, leikstýra og taka þátt
í uppbyggingu listsköpunar á Ís-
landi. Þar er mikið starf fram-
undan.“
Hefur kvikmyndin Svartur á leik
hjálpað þér á listabrautinni?
„Hún hefur hjálpað mikið. Í raun
má segja að það, að ég hafi verið
námsmaður erlendis á þessum tíma í
New York, hafi hjálpað til þess að ég
fékk hlutverk mitt. Ég hitti leik-
stjóra myndarinnar, sem var sjálfur
námsmaður á svipuðum tíma og ég í
kvikmyndanámi í New York. Ég hitti
hann í þeirri borg og hann bauð mér
í leikprufu. Út frá því fékk ég hlut-
verkið í kvikmyndinni Svartur á leik.
Velgengni þeirrar myndar hefur gef-
ið kvikmyndaferli mínum það „start“
sem raun ber vitni.“
Hvað er á döfinni hjá þér í kvik-
myndabransanum?
„Frumsýndar hafa verið tvær
kvikmyndir á þessu ári sem ég leik í.
Annars vegar Vonarstræti, þar sem
ég leik eitt af þremur aðal-
hlutverkum. Sú mynd er núna fram-
lag Íslands til Óskarsverðlauna í ár.
Svo var heimsfrumsýning nýlega í
London á myndinni Dracula Untold,
sem framleidd var hjá Universal
Pictures. Sú mynd hefur vermt topp-
sætið á aðsóknarlista kvikmynda-
húsa í heiminum að undanförnu.
Þetta ár hefur því verið gjöfult fyrir
mig á leiklistarferlinum. Framundan
hjá mér eru nokkur verkefni sem ég
má ekki nefna opinberlega að sinni,
þar sem samningamál eru ekki í
höfn. Svo er ég ávallt að senda leik-
prufur út um heim, sem verið er að
bjóða út til leikara. Stór hluti af
minni vinnu fer í leikprufur. Góður
maður sagði eitt sinn við mig: „Vinn-
an er að fara í leikprufur – verkefnið
er fríið.“ Einnig er ég að kenna í
Verslunarskólanum, hef umsjón með
valfagi þar. Ákaflega gaman er að
koma þannig á heimaslóðir, en ég tók
stúdentspróf frá þeim skóla.“
Nám erlendis mikilvægt
Hvernig rímar þessi vinna öll við
fjölskyldulífið?
„Það gengur almennt ágætlega þó
vinnutími sé afar óreglulegur. Það er
ákveðinn skilningur á því fyrir-
komulagi heima fyrir. Það er nauð-
synleg forsenda fyrir svona starfi.“
Hefur reynsla þín á námi og starfi
erlendis mikið að segja fyrir for-
mennsku þína hjá SÍNE?
„Þetta er mikilvægt starf og þýð-
ingarmikið er að hafa sjálfur upp-
lifað þær aðstæður sem námsmenn
búa við erlendis, til að hafa á því
skilning. Ég lít svo á að það sé ákveð-
in skylda okkar sem höfum fengið
tækifæri til að nema erlendis að skila
okkar þekkingu á einhvern hátt til
baka, út í íslenskt samfélag og at-
vinnulíf. Sú þekking er nauðsynleg
fyrir íslenskt samfélag, til að breikka
og dýpka skilning okkar á umheim-
inum. Ekki síst þar sem við búum á
eylandi langt norður í höfum. Sú
þekking sem þannig er aflað vinnur
gegn einangrun. Þess vegna er þýð-
ingarmikið fyrir okkar að senda ungt
fólk til náms á erlendum vettvangi. Í
ljósi þessa vonumst við hjá SÍNE til
þess að stjórnvöld sýni málefnum
námsmanna erlendis skilning.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nám erlendis er samfélagsnauðsyn
Málefni SÍNE hafa verið í brennidepli í talsverðan tíma Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari er formaður
SÍNE, en hann stundaði nám í leiklistarfræðum við Juilliard-listaháskólann í New York í fjögur ár
Reynsla „Það er mín
einlæg von að Íslend-
ingar geti nýtt sér
tækifæri til náms er-
lendis, sama hvort þeir
koma frá efnamiklum
heimilum eða ekki,“
segir Þorvaldur Davíð
Kristjánsson leikari.