Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 79
79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
Ármúla 38 | Sími 588 5010Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14
BROT AF ÞVÍ BESTA...
Allroom Air One þráðlausir hátalatar
„Superior performance“
Audio Test, Austria 5-13
„The best wireless speaker we
have heard in its class“ Lyd &
Bilde, Norway, 2-2014
Best AirPlay Speaker £400+
2013!What HiFi?, oct-13
„Impressively high fidelity
audio... fashionable
package.“ Technology Tell
5 stars and Group Test
Winner!What HiFi!, UK
„A triumph"HiFi & Musik
„Looks great, sounds brilliant“
TAP! magazine
„You won't believe your
ears!“ Video Magazine
audiopro.com
Morgunblaðið/Golli
Bakhjarl Hjá LÍN er hægt að fá
lán fyrir náminu, að því gefnu að
námið samræmist reglum sjóðs-
ins. „Sjóðurinn lánar fyrir form-
legu háskólanámi við alþjóðlega
viðurkennda háskóla erlendis og
þarf námið að vera skipulagt sem
fullt nám,“ segir Hrafnhildur
Ásta Þorvaldsdóttir.
Hrafnhildur segir að mögulega verði á næstu
árum ráðist í breytingar á fyrirkomulagi
lána vegna náms erlendis. Við síðustu endur-
skoðun á úthlutunarreglum sjóðsins, síðast-
liðið vor, voru upphæðir framfærslu lækk-
aðar í þónokkrum fjölda námslanda, að
hámarki 10%. Hrafnhildur lýsir þessari
lækkun sem leiðréttingu á upphæð fram-
færsluláns þar sem myndast hefði skekkja í
framfærslugrunni LÍN yfir langt tímabi.
Segir hún tímabært að endurskoða fram-
færslu erlendis enda sanngirnismál að fram-
færsla námsmanna á Íslandi og erlendis sé
alls staðar sú sama að teknu tilliti til kostn-
aðarauka eða hagræðis sem kann að fylgja
búsetu erlendis.
Lengi vel hafi framfærsluupphæðirnar er-
lendis tekið nokkuð óreglulegum breyt-
ingum á milli ára, stundum í takt við verð-
bólguþróun í hverju landi fyrir sig og
stundum ekki. „Þegar nýtt námsland hefur
komið til skoðunar hefur LÍN leitað viðmið-
unar í tölum sænska lánasjóðsins en þar fara
reglulega fram verðlagskannanir í samstarfi
við sendiráð Svíþjóðar um allan heim,“ segir
Hrafnhildur. „Nú hefur sænski lánasjóðurinn
tilkynnt að hann, líkt og aðrir lánasjóðir á
Norðurlöndunum, muni lána til náms erlend-
is miðað við framfærslu í heimalandinu en
með viðbótarstuðningi í formi ferða- og hús-
næðisstuðnings.“
Að sögn Hrafnhildar hefur stjórn lána-
sjóðsins ákveðið að skoða betur framfærslu-
grunn LÍN erlendis og hefur fengið til liðs
við sig óháða aðila við þá skoðun. Niðurstaða
þeirrar úttektar ætti að liggja fyrir í upphafi
næsta árs og verða þá til skoðunar í næstu
úthlutunarreglum LÍN fyrir árið 2015-2016.
Hugsanlegar
breytingar
handan við
hornið