Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 84

Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 84
84 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 NÁMerlendis Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is H araldur Sveinn Rafnar er nú á þriðja ári í læknisfræði- námi í Slóvakíu. Hann stundar námið við Come- nius University í Bratislava en læknadeildin, Jessenius Faculty of Medicine, er í smáborginni Martin. Þá ákvörðun að halda til Slóvakíu í nám bar brátt að. Haraldur hafði lokið stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík, þreytt inn- tökupróf í læknadeild en naumlega misst af plássi. „Ég sá því fram á að hefja nám í lífefna- og sameinda- líffræði við HÍ um haustið. En þá gerist það að faðir minn rekur augun í örlitla frétt í einu dagblaðanna um að þá um sumarið fari fram á Íslandi inntökupróf í læknanámið i Slóvakíu. Ég slæ til, næ prófinu og er kominn út til Slóvakíu viku síðar.“ Hefðu verið mistök að fara ekki Haraldur segir það hafa verið auð- velda ákvörðun að taka stökkið út. „Það hefðu verið mikil mistök að grípa ekki þetta óvænta tækifæri.“ Er hann með fyrstu Íslending- unum til að stunda læknisfræðinám í Slóvakíu en undanfarin ár hefur töluverður straumur nema legið í læknisnám í Ungverjalandi. Segir Haraldur námið vera fyrsta flokks og fyllilega sambærilegt við lækn- isfræðinámið á Íslandi. Að náminu loknu hefur Haraldur réttindi til að starfa sem læknir hvar sem er í Evr- ópu. Hann segist geta hugsað sér að stunda sérfræðinám í Bandaríkj- unum þegar námstímanum í Slóvak- íu lýkur og fari svo að hann vilji starfa þar við lækningar þarf hann að standast bandarískt réttindapróf. „Hér við deildina er mælt með því að nemendur stundi starfsþjálfun sjötta ársins í því landi þar sem þeir hyggjast vinna að námi loknu og vonast ég til að fá inni hjá íslenskum spítala þegar þar að kemur.“ Haraldur lítur svo á að til viðbótar við góða þekkingu í læknavísindum sé hann að öðlast aukið forskot og verðmætan persónulegan þroska með því að stunda námið erlendis. Hann hafi þannig þurft að laga sig að nýjum aðstæðum í fjarlægu landi, læra nýtt tungumál og kynnast öðruvísi samfélagsgerð. „Kennslan fer fram á ensku en fljótlega í nám- inu er ætlast til að nemendur séu búnir að ná nægilegum tökum á sló- vakísku til að geta sinnt stofugangi með heimamönnum. Aðstæður kalla á það að maður ýti sjálfum sér út fyrir þægindarammann og leggi sig enn meira fram.“ Þá er vistin í Slóvakíu skemmtileg og gefandi og ekki amalegt fyrir sprækan og ungan pilt frá Íslandi að kynnast Slóvökunum náið. „Ég hef aðlagast nokkuð vel og náð ágætum tökum á málinu, ekki síst vegna þess að ég byrjaði strax að reyna að blandast heimamönnum. Sumum hættir til, og sé ég það t.d. greinilega hjá norsku samnemendunum, að blanda mest geði við fólk frá eigin heimalandi en hika við að fara einir út á meðal Slóvakanna. Ef menn slysast til að halda sig með sínum „ættbálki“ eru þeir þeim mun lengur að kynnast almennilega því nýja um- hverfi sem þeir eru komnir í.“ Með margar kærustur? Haraldur leigir herbergi í gömlu húsi af öldruðum hjónum og lætur vel af vistinni. Hann segir gamla karlinn stunda það reglulega að spyrja tíðinda og grennslast fyrir um hvort íslenski læknaneminn sé ekki örugglega kominn með nokkrar kærustur í bænum. „Leigusalarnir eru hið ljúfasta fólk, og Slóvakar raunar almennt vandaðir og gest- risnir.“ Segist Haraldur aldrei hafa fundið fyrir mikilli heimþrá eða menningar- legum núningi. „Maður verður að muna, þegar komið er á svona stað, að hlutirnir eru ekki endilega eins og heima en þurfa ekki að vera verri fyrir það. Sá sem fer t.d. á slóvak- ískan hamborgarastað gæti orðið fyrir vonbrigðum, og haldið þar með að allur matur í landinu væri vondur, en ef þeir kunna ekki að gera ham- borgara vel þá er örugglega einhver annar réttur að hætti heimamanna sem má njóta í staðinn, ef menn bara þora að vera nógu ævintýragjarnir og prófa sig áfram.“ Þá hefur það ýmsa kosti að vera búsettur svona mitt í Evrópu. „Ef tækifæri gefst er ekki langt í rót- grónar menningarborgir, hvort heldur sem leiðin liggur til Brat- islava, Prag eða Vínarborgar, Búda- pest eða Kraká.“ Ýtt út fyrir þægindarammann  Íslendingur í læknanámi í litlum bæ í miðri Slóvakíu lætur vel af bæði náminu og heimamönnum  Kennslan fer fram á ensku en ætlast til að nemendur læri slóvakísku og geti sinnt stofugangi Brattir Haraldur með föður sínum Karli Ólafssyni. Myndin er tekin þegar foreldrar Haralds heimsóttu unga námsmanninn í hjarta Evrópu. Öðruvísi Eins og við er að búast er kemur margt í Sló- vakíu íslendingum spánskt fyrir sjónir. Haraldur með líkamsræktarstöð bæjarins í baksýn. Langar dvalir erlendis eiga það til að þroska fólk. Með því að verja tíma í framandi umhverfi gefst oft tækifæri til að líta inn á við, spegla eigin siði og venjur í nýju samfélagi og sjá tilveruna frá fleiri en einu sjón- arhorni. Haraldur segir að þegar hann líti til baka hafi hann verið óttalegur krakki þegar hann kom fyrst til Slóvakíu rétt rúmlega tvítugur. „Eitt af því sem svona dvöl kennir fóki er að mann- eskjan er eins sama hvert við ferðumst. Þó svo að tungumálaörðugleikar komi stundum í veg fyrir að við getum skilið hvert annað og siðir í sumum löndum geti virst mjög framandi, þá er fólk samt alltaf fólk.“ Sér Haraldurekki eitt augnablik eftir þeirri ákvörðun að hafa valið há- skólanám erlendis. „Ef valið stendur á milli þess að læra tiltekna námsgrein eða stunda tiltekna iðju á Íslandi eða í útlöndum ætti fólk hik- laust að fara út.“ „Ættu hik- laust að fara út“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.