Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 87

Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 87
MINNINGAR 87 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 ✝ Sigríður Magn-úsdóttir fædd- ist 23. apríl 1928 á Innri-Bakka, Tálknafirði. Hún lést á Droplaug- arstöðum 27. októ- ber 2014. Sigríður var dóttir hjónanna Bjargar Guðmunds- dóttur, f. 23. júní 1885 í Arnkötludal, Strandasýslu, d. 31. maí 1962 og Magnúsar Péturssonar, f. 6. mars 1884 á Selskerjum, A.- Barð., d. 6. apríl 1970. Bræður Sigríðar voru: Pétur, f. 1916, d. 2007, Guðmundur, f. 1917, d. 2006, Kristján, f. 1920, d. 1922, Gunnar, f. 1922, Kristján, f. 1923 d. 1986, Drengur, f. 1925, d. 1925 og Jakob, f. 1926. Sigríður giftist Stefáni Erni Kárasyni, póstfull- ágúst, 1988, b) Sigríður Björg, nemi, f. 21. september 1993 c) Steinþór Örn, f. 19. desember 1995. Sigríður bjó fyrstu æviárin á Innri-Bakka, en um 8 ára aldur flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og kom sér fyrst fyrir í Skerja- firðinum. Síðar flutti fjölskyldan á Njarðargötu. Þau Stefán, mað- ur hennar, hófu búskap á Merk- isteini við Grensásveg, en fluttu eftir nokkurra ára búskap í Mel- gerði 26 (var þá nr. 24) Kópa- vogi. Þar bjuggu þau allan sinn búskap á efri hæðinni, en fjöl- skylda Stefáns bjó á neðri hæð- inni. Sigríður gekk í grunnskóla og í húsmæðraskóla og vann hún við verslunarstörf, í Ora, í Ömmubakstri og víðar. Hún var um tíma heimavinnandi meðan börnin voru lítil. Eftir að börnin uxu úr grasi, vann hún við ræst- ingar í Kársnesskóla ásamt því að gæta barnabarnanna. Útför Sigríðar fer fram frá Kópavogskirkju, í dag, 6. nóv- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 15. trúa, f. 17. apríl 1923 í Garði, Keldu- neshr., N.-Þing. d. 1. maí 1998. Börn þeirra; 1) Kári vél- fræðingur, f. 8. september 1952, kvæntur Bjarnheiði Elísdóttur, f. 13. maí 1954. Börn þeirra; a) Ernir, við- skiptafræðingur, f. 19. mars 1979, maki Guðrún Svava (Dúna) Bald- ursdóttir, lögfræðingur, f. 7. jan- úar 1982, börn þeirra Emma Stefanía, f. 27. maí 2010 og Fálki Stefán, f. 20. maí 2012. b) Elísa Káradóttir ,nemi, f. 22. febrúar 1984. 2) Björg, gjaldkeri, f. 30. mars 1963, maki Þorsteinn Steinþórsson, framkvæmda- stjóri, f. 2. apríl 1964. Börn þeirra; a) Sunna, nemi, f. 3. Amma Sigga var alveg einstök amma. Það er svo ótal margt sem hún hefur kennt okkur, sem hef- ur fylgt okkur barnabörnunum út í lífið. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum í Meló, hjá ömmu og afa SS eins og var kvittað und- ir á allar jóla- og afmælisgjafir. Aldrei lét amma okkur barna- börnin stoppa sig í neinu. Hún hafði alltaf tíma fyrir okkur og aldrei vorum við fyrir henni. Við fylgdum henni hvert fótmál. Hún fann okkur eitthvað til dundurs eða hafði okkur með í því sem hún var að gera, hvort sem hún fór í klippingu, í heimsóknir eða að baka kleinur, en þá fengum við að snúa. Hún var með reglu á öllu, dag- arnir voru formfastir, hugsað var um hreyfingu, næringu, skemmt- un, lærdóm, hvíld og nærveru og þessu öllu kom amma inn á hverjum þeim degi sem við vor- um hjá henni. Við barnabörnin sáum um að skreyta jólatréð og á jóladag fór- um við í hangikjöt til ömmu, sem bar alltaf fram fulla skál af mandarínum eftir allt átið. Amma var slæm í baki og fór reglulega í Sundlaug Kópavogs, jafnframt gekk hún meðfram sjónum. Þegar við systkinin vorum í Kársnesskóla komum við í há- degismat til ömmu. Við fengum oftast heitan mat og einstaka sinnum Royalbúðing sem við hrærðum sjálf með handþeytara á meðan hún eldaði. Eftir skóla skoðuðum við svo bækur, t.d. Öldina okkar, dýrabækur, ljóða- bækur Davíðs Stefánssonar og Böðvars Guðlaugssonar. Í eftirmiðdaginn fórum við svo oft með ömmu Siggu upp í skóla að skúra. Í þvottahúsinu hafði amma alltaf box fyrir afganga sem ætl- aðir voru fuglunum, en hún var einstakur fugla- og dýravinur. Úr stofuglugganum fylgdumst við krakkarnir svo með fuglunum sem sátu á rafmagnsvírunum of- an við blettinn og biðu eftir kræs- ingunum. Áður en amma gaf þeim svipaðist hún um eftir kött- um. Amma hugsaði vel um heils- una, ekki síst tennurnar og var ekki hrifin af því að börn fengju sælgæti. Ernir nefndi það eitt sinn að amma myndi fyrr láta sælgætið mygla en að gefa okkur það. Amma elskaði náttúruna, fjöll- in og hreina vatnið. Hún hafði ferðast um landið með Farfugl- um á yngri árum og var óspör á að lýsa gæðum og fegurð lands- ins fyrir okkur. Á ferðum sínum safnaði hún fallegum steinum sem við barnabörnin fengum að handleika. Á meðan afi var á lífi voru þau dugleg að taka okkur með í bíl- túra. Við fórum ósjaldan að veiða suður í Kleifarvatni og eins í styttri ferðir, í Hellisgerði eða bara út á Rútstún. Oftar en ekki með nesti sem amma hafði útbú- ið. Samlokur í gömlu kexboxi og heitt súkkulaði í hitabrúsa, mjólk í tómatsósuflösku og kleinupoka. Við fórum í margar sumarbú- staðaferðir með þeim, oftast í Skorradalinn. Við fórum í göngu- túra og skoðuðum fjöllin, skýin og steinana. Svo veiddum við í vatninu, spiluðum heilmikið á spil og margt fleira. Seinni árin, eftir að amma veiktist, fluttist hún á hjúkrunar- heimili, fyrst Roðasali og nú síð- ar Droplaugarstaði. Amma fékk góða umönnun og leið vel. Við þökkum starfsfólki þessara heimila kærlega fyrir þess góða starf. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allan þann tíma sem þú gafst okkur. Þín er sárt saknað. Þín Ernir og Elísa. Amma Sigga gaf sér alltaf tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með okkur barna- börnunum. Þær eru óteljandi stundirnar sem hún sat og spilaði með okkur og passaði að leyfa okkur að vinna passlega oft, leir- aði, málaði eða sat og las fyrir okkur klukkutímunum saman. Að koma til ömmu og afa í Meló var alltaf yndislegt og eigum við öll fallegar minningar þaðan. Amma var alltaf tilbúin til að gera eitthvað sniðugt með okkur og voru þær ófáar ferðirnar nið- ur í fjöru eða í ævintýraheim kirkjuklettanna þar sem amma sagði okkur sögur af álfum. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Takk fyrir allt, elsku, besta amma Sigga, Sunna, Sigríður Björg og Steinþór Örn. Þegar fólk fellur frá leitar hugurinn ósjálfrátt til baka og þá koma fram minningar um við- komandi og tíma sem maður deildi með þeim. Sigríður eða Amma Sigga eins og hún var jafnan kölluð innan fjölskyldunn- ar var ekki amma mín, heldur amma frændsystkina minna Ernis og Elísu. Samt sem áður fékk ég oft sem barn að vera í pössun hjá Siggu í Meló og njóta þess hversu barngóð og hlý Sigga var. Í Meló var alltaf svo- lítið ævintýralegt að koma, þar leið tíminn einhvern veginn á öðrum hraða. Garðurinn við hús- ið var stór og vel um hann hugs- að. Þar voru bæði nytjaplöntur og skrautplöntur. Flötin var í barnshuganum líka stór og þar brallaði Sigga ýmislegt með okk- ur krökkunum, enda átti hún allavega útidót sem dregið var fram ef veðrið var gott. Ég man til dæmis eftir því að farið var í lautarferð út í garð í sólskini. Þá nestaði Sigga okkur út og svo var sest í sólina á teppi og nestið maulað. Einu sinni man ég að ég fékk að fara með henni, Stebba og Erni í sumarbústað. Þar kenndi hún okkur vísur sem hún raulaði með okkur, spilaði við okkur heil ósköp og síðan var að sjálfsögðu farið í sund og skoð- unarferðir um nágrennið. Hún Sigga var hreinlega óþreytandi að spjalla við okkur, lesa fyrir okkur eða segja sögur, til dæmis af bræðrum sínum sem þóttu nokkuð uppátækjasamir enda voru sögurnar skemmtilegar. Við upprifjun þessara stunda sé ég núna að Sigga gaf það mik- ilvægasta sem hægt er að gefa hverju barni en það er tími, at- hygli og einlægur áhugi á því að fræða og njóta góðra stunda. Að lokum vil ég senda Kára, Björgu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Fjóla Borg Svavarsdóttir. Sigríður Magnúsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Sigga. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og fjölskyldu mína.. Þú varst einstök. Sjá, dagar koma, ár og aldir líða, og enginn stöðvar tímans þunga nið. Í djúpi andans duldir kraftar bíða. Hin dýpsta speki boðar líf og frið. Í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga. Mót þrautum sínum gekk hún, djörf og sterk, í hennar kirkjum helgar stjörnur loga, og hennar líf er eilíft kraftaverk. (Davíð Stefánsson) Bjarnheiður. HINSTA KVEÐJA Við erum góð, góð hvert við annað, stríðum aldrei eða meiðum neinn. Þegar við grátum, huggar okkur einhver, þerrar tár og klappar okkar kinn. Þín langömmubörn, Emma Stefanía og Fálki Stefán. Þegar maður hugsar til þín afi þá sér maður fyrir sér raðhúsið ykkar ömmu á Tungubakk- anum. Þar varst þú ungur, grannur og myndarlegur maður, yfirleitt vinnandi í ein- hverju, oft með hamar í hendi. En þótt þú værir oft upptekinn þá varst þú fljótur að skella í pönnu- kökur ef þú hafði tíma aflögu. Pönnukökurnar þínar voru þær bestu, það var eitthvert bragð af þeim sem erfitt er að henda reiður á. Ég man eftir því á Tungubakk- anum að ég og frændsystkini mín vildum fá að prófa hamar og sög og takast á við smíðar eins og þú. Í staðinn fyrir að banna okkur það gerðir þú þér lítið fyrir og lánaðir okkur verkfæri. Við fengum svo að prófa okkur áfram og þú varst á næsta leiti, fylgdist vel með, ef einhver tók upp á því að bera sig óvarlega. Þú varst duglegur að vinna fyr- ir Kiwanis-hreyfinguna og ég man eftir því að hafa farið með þér á jólaböll á vegum hennar. Þar var Páll Steinar Bjarnason ✝ Páll Steinarfæddist 10. júní 1932. Hann lést 2. október 2014. Útför hans var gerð 10. október, kl. 14. dansað í kringum jólatré og jólasveinar gáfu börnum nammi. Ég man að þú varst stoltur af þínu starfi fyrir hreyfinguna og hafðir gaman af því að taka fjölskylduna með á böllin. Það var eitt sum- arið fyrir tæpum 30 árum að ég vann með þér að verkefni. Við unnum þá við að mála grindverk fyrir húsfélag úti á Seltjarnarnesi. Ég man að vinnan fór skipulega fram og aldrei var tekin pása nema í kaffinu. Þá settumst við niður, drukkum kaffi, átum kleinur og hlustuðum á fréttir. Undanfarin ár hefur þú verið á hjúkrunarheimilinu á Höfn í Hornafirði. Mér og dætrum mín- um fannst gott að heimsækja þig þangað og spjalla. Ég tók eftir því að þér leið vel þar þrátt fyrir veik- indin og starfsfólkið allt virtist ein- staklega hjálplegt og gott í alla staði. Ég er þakklátur fyrir allar þær stundir sem við höfum átt afi og hlakka til að drekka með þér kaffi- bolla á næsta stað. Hvíldu í friði elsku afi. Grímur Sigurðarson, Guðrún Helgadóttir, Helga Grímsdóttir og Birna Grímsdóttir. ✝ Ingunn Ingv-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 5. febrúar 1929. Hún lést á Landspít- alanum 29. sept- ember 2014. Foreldar hennar voru Ingvar Sig- urðsson, f. 20. júlí 1885, d. 12. janúar 1951, og Marta Ein- arsdóttir, f. 2. maí 1896, d. 2. október 1953. Systkini Ingunnar voru Kristín Ingv- ardóttir, f. 21. september 1922, Einar Ingvarsson, f. 23. maí 1924, d. 1. október 2009. Anna Ragn- heiður Ingvarsdóttir, f. 28. nóv- ember 1926, Bergljót Ingv- arsdóttir, f. 5. september 1930. Ingunn giftist Bjarna Pálm- arssyni en þau skildu. Sonur þeirra er prófessor Ingvar Þór Bjarnason, f. 7. janúar 1951, sér- fræðingur í meltingar- sjúkdómum. Hann er kvæntur Catherine VA Maclean Bjarna- son, f. 22. júlí 1949. Þau búa í London ásamt sonum sínum sem eru 1) Steinar Stuart, f. 29. jan- úar 1977, 2) Ingvar Ian, f. 8. jan- úar 1979, og 3) Alexander, f. 1. júlí 1983. Seinni eig- inmaður Ingunnar var Guðlaugur Hannesson gerla- fræðingur, f. 31. september 1926, d. 15. febrúar 1994. Sonur þeirra var Hannes Einar, f. 6. desember 1955, d. 23. september 2002, vélstjóri. Hannes var kvæntur Guð- laugu Steinunni Kristófersdóttur, f. 2. september 1956. Börn þeirra eru 1) Guðlaugur, f. 4. mars 1975 og 2. Krista, f. 7. apríl 1980. Lang- ömmubörn Ingunnar eru þrjú. Ingunn ólst upp á Laugavegi 20 A í Reykjavík. Hún fór til Banda- ríkjanna til náms og fluttist seinna þangað ásamt Guðlaugi eiginmanni sínum þar sem hann dvaldist við nám í tvö ár. Ingunn einbeitti sér að uppeldi barna sinna og síðan vann hún um árabil hjá Tollstjóra ríkisins eða allt til að hún fór á eftirlaun. Ingunn ferðaðist vítt og breitt um heim- inn en ánægðust var hún í sum- arbústaðnum við Álftavatn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingunn Ingvarsdóttir, móður- systir mín, er fallin frá eftir snörp veikindi. Lengst af bjuggu Inga og Guðlaugur Hannesson, maðurinn hennar, í Álfheimum ásamt sonunum, Ingvari Þór og Hannesi. Við Hannes vorum vinir og bekkjarsystkini allan grunn- skólann þannig að ég var heima- gangur hjá þeim í æsku. Hannes féll frá aðeins 46 ára gamall en þá var Guðlaugur látinn. Inga var mikil heimskona, hún hafði menntað sig í snyrtifræðum og hárgreiðslu í Ameríku og oft greiddi hún hár mitt og lagði eins og krakkinn væri að fara í te hjá Englandsdrottningu. Inga var höfðingi heim að sækja hvort sem var á fallegu heimili hennar eða í sumarbústaðnum við Álfta- vatn en sá staður er ofarlega í hugum okkar allra í fjölskyldunni þar sem amma og afi byggðu bú- stað þegar systurnar voru ungar. Inga var alltaf einstaklega smekkleg í fatavali, hún valdi sér fín föt úr dýrindis efnum. Hjónin dvöldu um hríð í Taílandi þar sem Gulli starfaði. Þegar heim kom var allt fullt af silkikjólum og skartgripum. Ekki leiðinlegt að skoða slíkt fyrir litla stúlku. Fjölskyldan flutti síðan vestur í bæ, á Hagamel, og þá urðu sam- skiptin ekki eins mikil. Inga var alla tíð mikill göngugarpur og gekk um allt og stundaði sund- laugarnar lengi vel. Hún stóð fast á skoðunum sínum og lét engan eiga eitthvað inni hjá sér. Ynd- islega kona er gengin og ég þakka kærri frænku fyrir sam- fylgdina. Ég votta allri fjölskyldu Ingu mín dýpstu samúð, megi minningar um hana ylja okkur um hjartarætur. Rósa Marta Guðnadóttir. Ingunn Ingvarsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR SIGURBJARTSDÓTTIR, Hraunvangi 1, áður Þrastahrauni 8, lést föstudaginn 31. október. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 12. nóvember kl. 13.00. . Ingólfur Halldór Ámundason, Aldís Ingvarsdóttir, Björn Sveinsson, Helga Ingólfsdóttir, Aleksandr Stoljarov, Eygló Ingólfsdóttir, Karl Magnús Karlsson, Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, Kristján V. Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN EINAR HJARTARSON, Læk, Ölfusi, sem lést föstudaginn 24. október á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju laugardaginn 8. nóvember kl. 14.00. Sigurhanna Gunnarsdóttir, Elín Björg Jónsdóttir, Davíð Ó. Davíðsson, Hjörtur Bergmann Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Gunnar Hrafn Jónsson, Berglind Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir okkar og afi, ÞÓRARINN R. ÁSGEIRSSON andaðist á heimili sínu mánudaginn 3. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 13.00. Hildur S. Friðriksdóttir, Ásta Þórarinsdóttir, Sigurður G. Geirsson, Kristinn Eiríkur Þórarinsson, Ásta Hallý Nordgulen, Erla M. Ásgeirsdóttir, Lúðvík Jóhann Ásgeirsson og barnabörn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.