Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 89

Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 89
MINNINGAR 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 eftir hérna á jörðinni er okkur, ástvinum þínum, ómetanlegt og mun lifa í hjörtum okkar svo lengi sem við lifum. Það er ekki sjálfgefið að eiga afa sem maður getur horft upp til og lært svona margt af. Ávallt kátur og brosandi, dugnaðar- forkur og vinnuþjarkur út í ystu æsar, góðhjartaður og ójarð- neskt jákvæður (ættgengt ein- kenni) en umfram allt ástkær eiginmaður, elskulegur faðir og yndislegur afi. Hvernig þú lifðir og kærleikurinn sem þú smitaðir út frá þér lifir í okkur hinum og er ástæðan fyrir því að þú munt alltaf verða hjá okkur. Guð blessi þig, elsku afi minn, ég veit þú ert á góðum stað og vakir yfir okkur núna, líkt og þú gerðir þegar þú varst á lífi. Yngsta barnabarnið þitt, Eva Agnarsdóttir. Fallinn er frá elskulegur elsti bróðir okkar fimm systkinanna, Agnar. Ekki hvarflaði að mér að komið væri að því að setjast nið- ur og skrifa nokkur kveðjuorð til hans svona fljótt eftir að ég tal- aði við hann, aðeins viku fyrir andlátið. Hann lék á als oddi og stríddi mér og sagðist bara hafa það gott, þótt ég vissi að hann var búinn að vera hálflasinn meira og minna allt þetta ár. Honum var efst í huga að ljúka þessari aðgerð sem hann átti í vændum, en fór svo aldrei í, þar sem kallið kom of fljótt. Það var ekki háttur Agnars að barma sér og tala um veikindi sín, líklega var hann því töluvert meira veik- ur og mig grunar að hann hafi verið að hlífa fjölskyldu sinni undir það síðasta. Agnar var alltaf léttur og kát- ur og gerði að gamni sínu við alla, hann kunni virkilega að njóta lífsins, átti hesta, kunni að njóta góðrar tónlistar og hafði á árum áður gaman af að veiða. Erla hefur alltaf staðið eins og klettur við hlið Agga í gegnum þykkt og þunnt. Barnalán hefur fylgt þeim og barnabörnin eru öll líka dásamlega hlý og góð og er gott til þess að vita að Erla hefur svona góðan stuðningshóp á erfiðum tímum. Það er mikill söknuður í fjölskyldunni þegar horft er á eftir svona góðum manni sem Aggi bróðir sannar- lega var. Nú þegar komið er að því að kveðja kæran bróður er auðvelt að kalla fram góðar minningar um góðan dreng. Alltaf reyndist Agnar mér vel og ég sem litla systir naut oft hlýju hans og gjafmildi. Milli okkar var 14 ára aldursmunur og það var ekki ónýtt á æskuárum mínum að eiga bróður sem var í millilanda- siglingum og kom þá ósjaldan með eitthvað fallegt til að gefa litlu systur. Árin hafa liðið og Agnar var tæplega 84 ára þegar hann kvaddi þennan heim. Gaman hef- ur verið að fylgjast með stóra bróður í gegnum árin, fyrst sem ungum manni sem með sinni elskulegu konu stofnaði heimili og bróðurbörnin komu hvert af öðru. Þá gafst litlu systur tækifæri til að launa góðvild æskuáranna með því að passa og alltaf hefur verið ánægjulegt að fá að fylgj- ast með frændum og frænkum sem eru hvert öðru glæsilegra. Agnar var þeim ekki bara góður faðir og afi heldur mátti sjá að hann var sem jafningi og vinur þeirra allra. Við vorum fimm hálfsystkinin, samfeðra, og nú hafa tveir elstu bræðurnir kvatt. Faðir okkar innrætti okkur samheldni og vin- áttu meðal systkinanna og hefur það haldist öll okkar fullorðins- ár. Ég kveð kæran bróður, votta Erlu og afkomendum öllum mína dýpstu samúð. Bið góðan Guð að vernda Agnar og óska þess að hið eilífa ljós lýsi honum. Guðrún Hólmfríð Ólafsdóttir. ✝ Helga Hafbergfæddist í Reykjavík 3. júní 1939. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 28. október 2014. Foreldrar Helgu voru Engilbert Ólafur Hafberg og Rannveig Hafberg Guðmundsdóttir. Alsystkini hennar eru Eysteinn og Ingibjörg Ólína Hafberg. Hálfsystkini Helgu eru: Þór- arinn, Einar Eggert, Magnús, Gunnar, Einar Jens, Hulda og Olga. Árið 1968 kynntist hún Frið- finni Annó Björgvini Ágústs- syni, f. 3. nóvember 1941, d. 14. júní 2007. Þau gengu í hjóna- ey Svava Ævarsdóttir. Börn hennar eru Felix Örn, f. 16.3. 1999 og Alexander Örn, f. 13.12. 2007. Fyrstu níu ár ævinnar bjó hún í Viðey en fluttist á Spít- alastíg 1 og bjó þar öll uppvaxt- arárin. Helga giftist Friðfinni Ágústssyni 3. maí árið 1969. Þau bjuggu á Spítalastíg, Skipasundi og á Hverfisgötu en fluttust árið 1970 í Mávahlíð 24. Helga starfaði við síld á Rauf- arhöfn 1966 og næstu árin á eftir starfaði hún sem þerna á strandferðaskipi, vann á Hótel D’Angleterre í Kaupmannahöfn og endaði starfsferil sinn í Heyrnleysingjaskólanum en eft- ir það var hún heimavinnandi. Helga dvaldist síðustu þrjú árin á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund þar sem hún lést. Útför Helgu verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 6. nóv- ember 2014, og hefst athöfnin klukkan 13. band 3. maí 1969. Þau eiga þrjá syni, þeir eru: 1) Eng- ilbert Ólafur, f. 25.8. 1969, sam- býliskona Guðbjörg Gísladóttir, þau eiga tvö börn, Jón Ágúst, f. 21.9. 1996 og Stefaníu Ósk, f. 15.4. 1999. 2) Haf- steinn Ágúst, f. 4.10. 1970, kvænt- ur Kolbrúnu Birnu Halldórs- dóttur, þau eiga þrjú börn, Halldór Frank, f. 21.11. 1998, Katrínu Eiri, f. 28.3. 2002 og Rannveigu Birnu, f. 31.12. 2004 og 3) Ari Hafberg, f. 14.6. 1975. Börn Ara eru Helga Sóley, f. 13.6. 1996, Karen Birna, f. 23.4. 1998 og Einar Bjarki, f. 15.1. 2004. Sambýliskona Ara er Þór- Elsku mamma, ég trúi ekki að þú sért farin og það er hrikalega sárt að horfa á eftir þér. Ég mun aldrei gleyma þessari stund er ég fékk þessar hræðilegu fréttir. Þegar þú komst í heimsókn fyrir ca. tveimur vikum, þá óraði mig ekki fyrir því að það væri í síð- asta sinn sem við myndum hitt- ast. Þegar ég hugsa til þín þá kemur fyrst og fremst upp í hugann gríðarlegt þakklæti og virðing. Mávó á líka risasess í lífi okkar og það var oft kátt á hjalla þar og að koma í heimsókn með börnin var líka æðislegt því að það var alltaf komið fram við þau eins og prinsa og prinsessur. Margar skemmtilegar minning- ar hoppa upp í hugann, sérstak- lega þær ferðir til Danmerkur og Viðeyjar sem við fórum sam- an. Það er erfitt að ímynda sér að maður eigi ekki eftir að geta kíkt í heimsókn til þín og fengið sér með þér kaffi, það var alltaf notalegt að kom á Grund og jafnvel fara í smá göngutúr. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að hafa kynnst þér og þú munt allt- af eiga risastóran sess í hjarta mínu og minna. Takk fyrir allt. Minning þín mun ávallt lifa. Viltu knúsa pabba frá okkur. Engilbert Ólafur Hafberg Friðfinnsson. Þegar ég heimsótti þig ásamt Halldóri syni mínum nokkrum dögum áður en þú kvaddir þenn- an heim óraði mig ekki fyrir að ég væri að kveðja þig í síðasta sinn. Þegar ég sit hér heima og hugsa til þín rifjast upp ýmsar minningar. Ég man þegar þú labbaðir með mér og bræðrum mínum, sá yngri í vagni en ég og sá eldri héngum á vagninum. Leiðin lá frá Mávahlíðinni til Ingibjargar systur þinnar á Fálkagötunni, já í hvaða veðri sem var. Dugnaður og kraftur þinn á þessum tíma var mikill, endalaust verið að baka og elda ofan í svanga og gráðuga fót- boltadrengi ásamt útivinnandi eiginmanni. Tímarnir liðu og það fór að örla á minnkandi áhuga þínum á daglegum störfum og minnkandi orku. Ég skildi ekki á þessum tíma sem krakki hvað olli þess- um breytingum. Hugsanlega var það vegna tappa sem þú fékkst í framheila sem leitt geta til per- sónubreytingar. Tapparnir upp- götvuðust þó ekki fyrr en snemma á þessari öld. Ég vildi að ég hefði skilið þetta fyrr. Veikindin höfðu mikil áhrif á líf þitt enda skildir þú ekkert frek- ar en aðrir heimilismeðlimir hvað olli vanlíðan þinni. Þrátt fyrir veikindin áttir þú góðar stundir í lífinu en ég man eftir hvað þú hafðir gaman af því að fara til Viðeyjar á sumrin enda voru æskuslóðir þínar þér ávallt ofarlega í huga. Einnig áttir þú góðar stundir þegar þú, pabbi og Berti bróðir og fjöl- skyldan hans komuð í heimsókn til okkar til Danmerkur. Við fór- um með þér til Kaupmannahafn- ar og fundum hótelið sem þú vannst á tvö sumur áður en ég kom til sögunnar. Við endurtók- um svo leikinn 2008 þegar við bræður og þú fórum saman til Kaupmannahafnar. Bestu stundirnar áttir þú með barnabörnunum þínum. Þú varst þeim alltaf góð og gjafmild. Þeg- ar ég kom í heimsókn til þín með börnin á unga aldri og þau léku sér með dótið, settumst við gjarnan niður og drukkum sam- an kaffibolla. Á þessum augna- blikum spurði ég þig mikið um æskuna þína í Viðey, sumrin tvö í Kaupmannahöfn, um Sálar- rannsóknarfélagið og tilvist afa Engilberts í félaginu o.s.frv. Á þessum stundum talaðr þú út í eitt og ég hlustaði mjög svo áhugasamur. Sem ung kona hef- ur þú haft kjark til að vinna er- lendis og haft kjark til að fljúga frá Kaupmannahöfn í frí til Kan- arí áður en Íslendingar voru reglulega farnir að ferðast þang- að líkt og í dag. Eftir að pabbi lést árið 2007 hefur þú átt góðar stundir með mér og fjölskyldu minni þegar við heimsóttum þig á Grund, fór- um í ísbíltúr eða þegar þú gistir hjá okkur eða bræðrum mínum. Þú varst alltaf svo þakklát fyrir allt sem gert var með þér eða fyrir þig. Í dag er mér efst í huga þakk- læti fyrir að hafa gengið með þér þína lífsleið því annarri eins góð- mennsku einnar manneskju hef ég sjaldan eða aldrei kynnst. Megi Guð vera með þér, elsku móðir mín. Hafsteinn Ágúst Friðfinnsson. Amma mín var krúttleg, fynd- in og góð kona. Mér fannst hún ótrúleg. Það er ekki hægt annað en að hlæja að henni, við krakk- arnir lékum oft með dótið sem var í dótakassa heima hjá henni og afa. Amma bauð okkur oft Svala eða kókómjólk. Þegar ég leit á hana brosti hún svo góð- lega að það bræddi hjartað í mér. Svo gaf hún stundum okkur krökkunum pening til að kaupa nammi eða Svala. Við fórum oft út í garðinn hjá henni að leika okkur sem var svo gaman. Ég elska þig, amma, og ég mun sakna þín svo mikið. Hvíldu í friði, Guð geymi þig. Katrín Eir Hafsteinsdóttir. Helga Hafberg er ein af „merkilegri“ konum sem ég hef þekkt en héðan í frá í þessari grein mun ég fjalla um hana sem ömmu því ég er sonarsonur hennar. Amma var ekki amma eins og margir ímynda sér sína ömmu- staðalímynd, ég á til dæmis ekki þannig minningu frá leikskóla- aldri af okkur þar sem hún vefur mig inn í sæng og segir mér sögu á meðan ég reyni að sofna í pössun hjá henni og kúri í fangi hennar eftir að hafa sagst ekki geta sofnað og komið til hennar í sófann og svo eftir að ég sofnaði mundi ég vera færður upp í rúm. Þeir sem þekktu ömmu vissu að hún hafði ekki þá heilsu eins og „ömmustaðalímyndin“ hefði ósk- að eftir. Samt sem áður á ég margar frábærar minningar sem innihalda margskonar tilfinning- ar en margar fá mig til að hlæja, verða sorgmæddan eða glaðan innra með mér og auðvitað þær minningar sem innihalda allt af því sem ég hef talið upp á sama tíma. Þegar litið var á ömmu fangaði hún alltaf augnaráð manns inn í sín augu og þá var hún ekki feimin við að brosa sínu breiðasta og hlýjasta brosi og þá er ekki hægt annað en að brosa á móti. Þótt amma lokaði sig mikið af og vildi vera með sjálfri sér sagði hún: „Ég er búin að fara út,“ eða eitthvað í þá áttina, hún var ekki að ljúga, ég er viss um að hugarflug hennar hafi verið breytt og opnar dyr fyrir öllu sem hægt er að gera í heiminum og hún sá fyrir sér að hún gerði það sem hún þráði en fékk sig ekki sjálfa til að gera í raunveru- leikanum, en sagði okkur það alltaf í mikilli sannfæringu eins og það hefði gerst í alvöru. Oft þegar talað er um ömmu þá er óspart notað orð eins og t.d.: „Ohh, hún er svo kostuleg kerling.“ Því er ekki hægt að neita, hún var alltaf að „dansa við alla karlana, dingla sér með veskið“ o.s.frv. Svona sögur, sama hversu oft þær eru rifjaðar upp eru þær alltaf jafn frábær- ar. Amma hugsaði vel um náung- ann, hún gaf okkur krökkunum alltaf nammi og á boðstólum var súkkulaði, brjóstsykur og áður en hún flutti á elliheimili átti hún líka alltaf til Svala og kókómjólk inni í ísskáp. Þær minningar eru einar af þeim sem manni þykir vænt um og gleymir ekki en þær eru margar og þær færa gleði þegar þær eru rifjaðar upp. Amma var og er enn í dag gleðigjafi sem vakir yfir okkur og því hugsa ég til hennar með gleði í hjarta og veit að aðrir gera það líka. Amma var frábær persóna og ég er óendanlega þakklátur fyrir að hafa þekkt hana í öll þau tæp sextán ár sem ég hef lifað, en eitt af því sem ég er þakklát- astur fyrir eru ættartengsl. Í af- mælum, á gamlárskvöldum, jóla- boðum og fleiri fjölskylduhitt- ingum sem hún tók þátt í má segja að hún hafi verið mið- punkturinn, því hvar hefðum við verið án hennar? Þannig hefur hún búið til órjúfanleg ættar- bönd og fyrir það er ég þakklát- astur. Amma var góð kona og ég er viss um að þeir ættingjar og vin- ir sem hafa þekkt hana taka undir með mér og eru sammála mér að minning hennar verði ávallt varðveitt. Halldór Frank Hafsteinsson. Ég man vel þegar amma flutti frá Mávahlíðinni á Grund, frá ömmu fylgja margar skemmti- legar minningar og það er gam- an að rifja þær upp. Fyrir nokkrum árum gaf amma stundum okkur krökkun- um pening til þess að hlaupa út í Sunnubúð til þess að kaupa eitt- hvað fyrir hana og nammi eða Svala í afgang. Það var mjög skemmtilegt þegar amma byrjaði stundum að dansa við tónlist og vildi fá okk- ur með. Elsku amma, ég mun sakna þín mjög mikið og ég vona að þér líði vel á himninum. Rannveig Birna Hafsteinsdóttir Ég horfi til himins og sé dans- andi stjörnur, ég veit að Helga er þar, hún er engill á himn- inum. Helga var afar óvenjuleg kona, fór sínar eigin leiðir sem ung kona, fór tvisvar til Dan- merkur til vinnu, ferðaðist um heiminn, sigldi um höfin blá sem þerna á strandferðaskipi. Ævin- týramanneskja og kvenskörung- ur. Síðar giftist hún eiginmanni sínum Friðfinni og eignuðust þau þrjá syni. Þegar þeir voru á unga aldri fór heilsan að versna og hafði það vissulega mikil áhrif á líf hennar. Árið 2007 missti hún eigin- mann sinn og nokkru síðar flutt- ist hún á Grund. Helga var einstaklega góð- hjörtuð og var sérstaklega þakk- lát fyrir allt sem gert var fyrir hana. Það var oft stutt í brosið og það glitti í augun þegar hún sagði okkur frá því að hún hefði dansað við alla karlana á Grund. Það var auðvelt að láta sér þykja vænt um Helgu, hún var einhvernveginn svo krúttlegur persónuleiki. Hún verður fallegur engill á himninum. Elsku Engilbert, Hafsteinn, Ari og fjölskyldur, minning hennar mun lifa og ég veit að við munum brosa að krúttlegum minningum um hana. Kolbrún Birna Halldórsdóttir. Helga Hafberg Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KÁRI ELÍASSON rakarameistari, Mávahlíð 22, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 31. október. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Sóltúns. . Elías Kárason, Ásgerður Káradóttir, Hannes Jón Helgason, Katrín og Kári Jón. Ástkær eiginkona mín og móðir, KRISTÍN S. R. GUÐMUNDSDÓTTIR, þjónustustjóri í viðskiptasöludeild Icelandair, lést sunnudaginn 2. nóvember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13. . Jón Ögmundsson, Guðmundur Þór Kristjánsson, Kristján Örn Kristjánsson. Faðir okkar, JÓN ÞORGEIR GUÐMUNDSSON sjómaður, Ólafsfirði, lést á dvalarheimilinu Hornbrekku laugardaginn 1. nóvember. Útför hans fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 8. nóvember kl. 14.00. . Guðmundur Jónsson, Jóhann Gunnar Jónsson, Sara Berglind Jónsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, THEODÓR SÆVAR EGGERTSSON (Dúddi), Suðurgötu 43, Siglufirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 27. október. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 8. nóvember klukkan 14.00. Sigrún Þóra Theodórsdóttir, Páll Sævar Theodórsson, Theodóra Sif Theodórsdóttir, Eggert Páll Theodórsson, barnabörn og tengdasynir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.