Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 90

Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 90
90 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Þessi kveðja kem- ur í seinna lagi, en orsök þess er sú að við vorum alls ekki tilbúnir fyrr til þess að skrifa minningargrein um fé- laga okkar og vin hann Hjalla sem kvaddi þennan heim svo óvænt og án nokkurs fyrirvara. Hann vann sinn síðasta lífsdag í Áhaldahús- inu eins og aðra daga af elju og samviskusemi og að vinnudegi loknum var haldið heim í Hraun þar sem hann svo óvænt mætti ör- lögum sínum. Hjálmar var sá starfsmaður bæjarins sem hafði langlengstan starfsaldur, hóf störf 16 ára í Áhaldahúsinu, fyrst sem verka- maður en síðar tækjamaður, og hefði því náð 50 ára starfsaldri um mitt næsta ár hefði honum enst aldur til. Auk þessa starfs var Hjálmar sauðfjárbóndi í Hrauni í Hnífsdal Hjálmar Hafþór Sigurðsson ✝ Hjálmar Haf-þór Sigurðsson fæddist 22. mars 1949. Hann lést 2. október 2014. Útför Hjálmars fór fram 18. október 2014. síðastliðin 34 ár svo geta má nærri að vinnudagurinn var oftast í lengra lagi, í sumum tilfellum í snjómokstri á vetr- um frá klukkan 6 að morgni til klukkan 19 að kvöldi en þeg- ar flestir aðrir gátu tekið hvíld eftir erf- iðan vinnudag átti hann eftir að sinna sínum bústofni með fóðrun og aðra aðhlynningu, þrátt fyrir þessa miklu vinnu var hann oftast mættur fyrstur manna á sinn vinnustað að morgni, renndi sterku kaffi í könnu og ræddi mál- efni líðandi stundar, það var engin lognmolla í kringum þennan mann, skoðanir settar fram af ákveðni og festu en réttlætis- kenndin þó alltaf í fyrirrúmi. Hjálmar unni fjölskyldu sinni hugástum og naut þess að segja okkur vinnufélögum sínum frá heimsóknum afabarnanna í Hraun og hversu þau nutu þess að vera í sveitinni í návist dýranna og ekki síður að fara smá rúnt með afa í dráttarvélinni. Í Hrauni var Hjálmar kóngur í sínu ríki, þessu ríki sem stundum þurfti að verja af fullum þunga þegar opinberir aðiljar vildu leggja niður búsetu á býlinu vegna snjóflóðahættu, þá þurfti að beita skynsamlegum rökum til varnar ásamt fullri aðgát þegar hættu- ástand skapaðist enda stundum nærri höggvið. Við vinnufélagar hans þökkum samfylgdina og sendum fjölskyldu hans og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsmenn Áhaldahúss Ísa- fjarðarbæjar, Ari, Flosi, Guðjón, Guðni, Ólafur, Sveinn og Þorsteinn. Elsku pabbi. Ég sit hér með tárin í augunum og finnst svo ósanngjarnt að þú hafir þurft að fara svona snemma frá okkur. Við áttum eftir að gera svo margt saman og þegar þú yrðir hættur að vinna þá ætluðum við að vera fastagestir hjá þér í kaffi. En lífið tekur oft óvænta stefnu og á ör- skotsstundu er ástvinum kippt út úr lífi manns fyrir fullt og allt og þú þekktir það sjálfur mjög vel. Það er því mjög gott að staldra að- eins við og minnast allra góðu stundanna sem við áttum og get ég hiklaust sagt að flestar þessara stunda tengdust rollubúskapnum og sveitastörfunum. Eitt það skemmtilegasta var að fara á fjöll einu sinni á ári til að smala með mörgu skemmtilegu fólki. Hey- skapurinn var líka ávallt líflegur og man ég vel þegar var verið að taka rökin og setja inn í hlöðu að við krakkarnir fengum alltaf að sitja uppi á vagninum. Það var sko fjör og svo lékum við okkur klukkutímum saman inni í hlöðu og komum svo heim löðrandi í heyi, mömmu til mikillar gleði. Ég var svo heppin að ná mér í mann sem er mikill sveitamaður í sér og alltaf þegar við komum í heim- sókn og þú einhvers staðar úti þá fór hann alltaf beinustu leið til þín að spjalla um búskapinn og vél- arnar. Þú varst alltaf svo kátur og hress þegar við hittum þig og svo góður við hana Aðalheiði okkar. Það er leitt að hún skuli ekki hafa fengið að kynnast þér betur en ég mun segja henni mikið frá þér og hversu frábær þú varst. Hér skilja leiðir okkar en ég trúi því að við hittumst aftur þegar minn tími kemur þó þú hefðir enga trú á svo- leiðis hlutum, „þegar maður drepst þá er maður bara dauður“ sagðir þú alltaf, en ég kýs að trúa því að þú sért þarna einhvers stað- ar og vakir yfir okkur. Ég mun alltaf geyma í minningunni síðasta skiptið sem ég hitti þig, hvað þú knúsaðir mig vel og innilega eins og eitthvað innra með þér vissi hvað væri að fara að gerast. Mér þykir mjög vænt um þá minningu í dag. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn, ég mun alltaf elska þig. Þín dóttir, Helga Sigríður. ✝ Hjörtur Haf-steinn Hall- dórsson fæddist 20. júlí 1940 í Hafn- arfirði. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 28. september 2014. Hjörtur var einn af þremur börnum hjónanna Rann- veigar Worms- dóttur, f. 6. október 1913 í Syðri-Tungu í Staðarsveit á Snæfellsnesi, d. 23. maí 2002 á Hrafnistu í Hafnarfirði og Hall- dórs Jóhannessonar, f. 5. októ- ber 1912 á Teigi í Hvammsveit í Dalasýslu, d. 10.nóvember 1977 á Landspítalanum í Reykjavík. Systur Hjartar voru Björk Unn- ur, f. 7. júlí 1941 í Hafnarfirði, d. 12. feb. 1965 á Landspít- alanum í Reykjavík, og El- ínborg Worms, f. 5. ágúst 1956 í Reykjavík. Einnig átti Hjörtur tvo bræður sammæðra: Sig- urður Worm, f. 15. ágúst 1933, d. 23. júlí 1947 og Bergur Snæ- fells, f. 4. október 1935, d. 21. janúar 1996. Hjörtur giftist Öldu Sig- urjónsdóttur, f. 29. apríl 1944, d. 4. apríl 2002, 11.októ- ber 1969 . Dóttir þeirra og stjúpsyn- ir Hjartar eru: María Worms myndlistarmaður, f. 11. apríl 1982, sambýlismaður Arnar Þórisson, kvikmyndatöku- maður, f. 18. sept. 1968, börn þeirra og fóst- urdóttir Arnars , Rannveig Mary, f. 18. okt. 2003, Uni, f. 14.júní 2011, Funi, f. 19. sept. 2014; Sveinn Sigurður Gunn- arsson kerfisfræðingur, f. 11. ágúst 1962, maki Hrafnhildur Lilja Steinarsdóttir, f. 24. feb. 1964. Þau skildu. Dóttir þeirra er Alda Björg, f. 22. maí 1983; Haukur Haraldsson smiður og bátsmaður, f. 27. feb. 1966, maki Ragnheiður Gísladóttir móttökustjóri, f. 7. júní 1968. Börn þeirra eru Unnur Dís, f. 8. júlí 1991, Hjörtur Hafsteinn, f. 1. janúar 1993. Hjörtur átti eitt barnabarnabarn. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Nú kveð ég þig í hinsta sinn með söknuði og minnist þess hvað þú kenndir okkur bræðr- um mikið. Þú varst mikill sund- maður og fórst með okkur í laugarnar og varst ekkert að tvínóna yfir hlutunum heldur fórstu með okkur beint í djúpu laugina og settir í sjötta gír og höfum við bræður verið syndir eins og selir síðan. Svona var pabbi minn, ekkert að draga hlutina á langinn. Ég lærði hjá þér húsasmíði og þú kenndir mér að vinna og leysa úr ýmsum málum í þeim efnum, enda varstu alla tíð mjög úr- ræðagóður og útsjónarsamur sama hvað þú tókst þér fyrir hendur. Þú leystir öll mál, sama hvað það var, hvort sem um smíði, rafmagn eða pípulagnir var að ræða. Ég hef aldrei unnið með slíkum meistara á minni ævi, svo mikill snillingur varstu, vandvirkur í einu og öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Árið 2011 urðu kaflaskipti í þínu lífi, þú fékkst blóðtappa og lamaðist í hægri hendi og fæti. Fyrst um sinn hélstu áfram að skera út þín frábæru listaverk í tré með einni hendi, örvhentur. Þetta sýndi mér bara hve ákveð- inn og lífsglaður þú varst á þessum tíma og vildir halda áfram, en svo kom að því að annar sjúkdómur sem kom í ljós síðar hafði betur. En ég veit að nú ertu kominn á betri stað, sem ég held að þú hafir undir það síðasta viljað komast á, það er í framsætið við hliðina á mömmu. Elsku pabbi, hvíl í friði, ég mun ávallt sakna þín og minn- ast. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Hinsta kveðja. Þinn sonur, Sveinn. Hjörtur Hafsteinn Halldórsson Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður og ömmu, FRIÐBJARGAR BERGÞÓRU BJARNADÓTTUR, Húsavík. Guð blessi ykkur öll. . Bjarni Aðalgeirsson, Þórhalla Sigurðardóttir, Sigurður Aðalgeirsson, Sigurhanna Salómonsdóttir, Sigrún Aðalgeirsdóttir, Baldur Baldvinsson, Sigurgeir Aðalgeirsson, Erla Bjarnadóttir, Sigríður Aðalgeirsdóttir, Sveinn V. Aðalgeirsson, Unnur Ingibjörg Gísladóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNATANS SVEINSSONAR hæstaréttarlögmanns, Álfkonuhvarfi 59, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir frábæra umönnun. Nanna Jónasdóttir, Hróbjartur Jónatansson, Valgerður Jóhannesdóttir, Sveinn Jónatansson, Brynja Ólafsdóttir, Jónas Jónatansson, Anna Margrét Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Árni RagnarGuðmundsson fæddist á Kópa- skeri 14. febrúar 1935. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 17. október 2014. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristjánsson frá Víkingavatni í Kelduhverfi, f. 1884, d. 1965 og Árdís Pálsdóttir, fædd á Svína- dal 1907, d. 1998. Systkini Árna voru: Kristján, f. 1933, d. 1975 og Björg, f. 1944. Systkini Árna samfeðra voru Árni, f. 1914, d. 1916, Jónína Sigurveig, f. 1916, d. f. 1912, d. 2006. Börn Árna og Stefaníu eru: 1) Ragnar, f. 1959, kvæntur Birgitte Árna- son, f. 1963. 2) Katrín Helga, f. 1963, gift Haldori Gunnari Hal- dorsen, f. 1963. Þeirra börn eru: Hrafnhildur, f. 1985, maki Atli Ívar Guðmundsson, f. 1983, og Árni Stefán, f. 1989. 3) Ár- dís, f. 1965, hennar börn eru: Stefanía Kolbrún Ásbjörns- dóttir, f. 1994 og Ásbjörn Árni Ásbjörnsson, f. 1998. Árni vann öll almenn sveita- störf í uppvextinum og var meðal annarra starfa á vertíð í Eyjum sem ungur maður, en lengst af vann hann við eft- irlitsstörf hjá Rafmagnseftirliti ríkisins. Eftir starfslok þar vann hann við mótorviðgerðir í bílskúrnum heima á Fjöru- granda eða þar til þau hjónin fluttu að Lundi 2, Kópavogi, í byrjun ágúst sl. Bálför Árna fór fram í kyrr- þey frá Fossvogskapellu 28. október 2014. 2006, Björn, f. 1918, d. 2006, Guð- rún, f. 1922, d. 2010. Árni ólst upp á heimili foreldra sinna á Núpi í Öx- arfirði, gekk í barnaskóla í Lundi, í sömu sveit, og seinna í Iðnskólann í Reykjavík, lauk þaðan prófi í raf- virkjun árið 1959. Sama ár gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Stefaníu Daníu Helgadóttur, f. 1941. Hennar foreldrar voru Helgi Sigurvin Sigurjónsson, bifreiðarstjóri, f. 1911, d. 1991 og Katrín Mar- grét Guðjónsdóttir, húsmóðir, Það var bjartur dagur, hæglæt- isveður, en svalt eins og búast má við að liðnu hausti. Aðstæður ágætar og alveg eins og sá gamli vildi hafa þær, snjó hafði tekið upp að mestu en eftir sátu fannir hér og þar. Við gengum upp slakkann sinn hvorum megin og undan Árna hrökk rjúpa, gamla tvíhleyp- an féll að öxl og rjúpan flaug ekki langt. Mér varð hugsað til hans sl. laugardag þegar ég gekk til rjúpna. Mynd hans var skýr í huga mér þar sem hann stóð gleiður með kíkinn að leita af sér allan grun um rjúpur í fjarska og gamla Husqvarna-tvíhleypan hallaðist upp að honum. Hann tengdapabbi sagði einu sinni um annan mann að hann væri góður félagi, en það gilti ein- mitt helst um hann sjálfan, hann var góður félagi og ekki bara á rjúpnaslóð heldur hvenær sem var. Honum þótti gott að vera með fólkinu sínu og það var alltaf gott og gaman að sækja tengdaforeldr- ana heim. Hann var ætíð tilbúinn að hjálpa til og þau tengdamamma reyndust okkur Katrínu svo af- skaplega vel, í byrjun okkar bú- skapar og alla tíð síðan. Árni var þeirrar gerðar að óunnin verk máttu ekki bíða og hann gekk snarlega í það sem fyr- ir lá. Rafmagnseftirlitið, síðar Löggildingarstofa, naut starfs- krafta hans lengst af og hann fór víða um land og þekkti hvern bæ og hvert hús. Á ferðum okkar norður í Öxarfjörð sagði hann mér oft sögur af skringilegum aðstæð- um sem hann hafði lent í og af kynlegum kvistum sem hann hitti. Hann var í hópi þeirra sem fyrstir unnu við rafmagnseftirlit og skóp með félögunum verklag og bjó til mörg þeirra gagna sem unnið var með. Árni var fyrsta flokks raf- virki og það var unun að skoða handverk hans, t.d. rafmagnstöfl- ur, þar var sko engin óreiða held- ur öllu vandlega fyrir komið. Hann vildi hafa hlutina skýra og greinilega, því þannig væri best að koma að þeim síðar bæði fyrir hann og aðra. Um langt árabil hafði hann þá aukavinnu að „mót- orast“, þ.e. hann gerði við mótora fyrir olíufélögin. Það eru líklega nokkur þúsund slíkir sem fengu yfirhalningu í bílskúrnum við Fjörugranda og eins og með önn- ur verk þá var þeim sinnt hratt og örugglega. Árni var mikill íslenskumaður, var vel máli farinn, las reiðinnar býsn og þoldi afar illa hvers kyns orðhengilshátt og vitleysur í rit- uðu og töluðu máli. Við gátum oft og iðulega hneykslast saman á vit- leysunni. Betri maður til að lesa yfir ritað mál var vandfundinn, hann var snöggur að sjá hvað bet- ur mátti fara og skar miskunnar- laust niður allt málskrúð – það fór ekki vel í hann. Eftir mörg ár á ferðinni sem eftirlitsmaður fækkaði ferðunum um landið, en þær voru þó nokkr- ar sem voru fastir punktar, t.d. eggjaferð á vorin, berjaferð í sveitina „einu“ á haustin og rjúpnaveiðin. Hann hafði sterkar taugar til æskuslóðanna og naut þess að fara norður í Núp og hitta þar ættingja og vini og þá var nú glatt á hjalla og ekki síst hjá nöfn- unum. Ég þykist vita að tengdapabba þætti orðið nóg um og læt því gott heita, þó ég sé í því slæma skjóli að höggvið er skarð í okkar raðir sem ekki verður fyllt. Árni var góður pabbi, afi og alveg einstakur tengdapabbi. Haldor Gunnar Haldorsen. Hver var það sem alltaf var til staðar, hver vildi allt fyrir alla gera, hver tekur nú við eftir að þú ert farinn, elsku afi? Það geta ekki margir státað af afa eins og þér en fyrir mér varstu svo miklu meira heldur en einmitt bara það, þú varst líka nokkurs konar pabbi. Þú varst alltaf til staðar, oftar en ekki óumbeðinn. Þú varst hetjan mín, það var ekk- ert sem þú vissir ekki, gast ekki lagað eða hjálpað mér með. Án þín finnst mér ég vera týnd í þessum stóra heimi. Ég gleymi aldrei þeim stundum sem við eyddum saman í lönguvit- leysu, veiðimann, kubbaleik, eða hvernig það var að faðma þig, því það gerir það enginn eins og þú. Að missa þig er því meira en að missa bara afa, ég mun sakna þín þangað til ég sjálf kveð þennan heim. Ég kvaddi þig á spítalanum og sagði: „Afi, ég elska þig, við sjáumst bráðum“. Ég vonaði svo innilega að „bráðum“ þýddi ekki svona langan tíma en lambið hans afa síns mun knúsa þig aftur að lokum. Stefanía Ásbjörnsdóttir. Elsku afi. Það er svo skrýtið að koma heim til ömmu núna, í fínu nýju íbúðina ykkar og þar er enginn afi. Enginn sem tekur á móti manni með þéttingsföstu faðmlagi, eins og þér var einum lagið. Við sökn- um þín öll sárt, en þær eru margar og fallegar minningarnar sem þú skilur eftir í hjörtum okkar. Þú varst alltaf svo hlýr og góð- ur, afi minn. Snyrtipinni fram í fingurgóma og tvínónaðir aldrei við hlutina. Hví að bíða með það til morguns sem var hægt að koma í verk í dag? Ég man eftir að hafa labbað til ykkar ömmu á Fjöru- grandann hvern einasta laugardag í barnæsku. Þá horfði ég á Tomma og Jenna og annað barnaefni sem þú hafðir samviskusamlega tekið upp á vídeóspólu fyrir mig, enda var alltaf miklu betra barnaefnið á Stöð 2 en á RÚV. Á meðan ég horfði hugfangin varst þú að mót- orast, eins og þú gerðir svo oft, þá og seinna, og maður mun seint gleyma mótoralyktinni af þér, þeg- ar maður skaust inn í bílskúr til að kyssa þig við komuna. Ég er viss um að ég hef erft bókaáhugann frá ykkur ömmu. Þó þér fyndist ég lesa heldur lítið á hinu ástkæra ylhýra, þá höfðum við alltaf gaman af að ræða um bækur og mér þykir vænt um að þú hafir stundum tekið mínum ráðleggingum í bókavali. Ég lofa að taka líka þínum ráðleggingum og lesa Silmerillin fyrir þig, bæði á frummálinu sem og íslensku þýð- inguna sem þú hafðir svo gaman af. Mér þótti sérlega vænt um hvað þér og honum Atla mínum varð vel til vina, enda voruð þið líkir um margt; vinnusamir og úr- ræðagóðir, hjálpfúsir og þrjóskir, en jafnframt með hjarta úr gulli. Menn eins og þú eru vandfundnir í dag og við fráfall þitt hefur mynd- ast stórt skarð í okkar litlu fjöl- skyldu, skarð sem mun aldrei fyll- ast; þú varst einstakur. Nú verðum við sem eftir stöndum að vera dugleg að passa hvert annað og ég lofa að hugsa vel um ömmu fyrir þig. Þangað til við hittumst aftur. Þín Hrafnhildur. Árni Ragnar Guðmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.