Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 98

Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 98
98 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Coolboy, fyrsta breiðskífa Oyama, kom út hér á landi í byrjun vik- unnar á vegum 12 tóna en í síðustu viku í Japan, á vegum Imperial Records. Oyama mun fagna útgáf- unni með þrennum tónleikum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwa- ves, þeir fyrstu fóru fram í gær og í kvöld kl. 18.15 leikur hljómsveitin í verslun 12 tóna og á morgun leikur hún á Gauknum kl. 21.40. Formlegir út- gáfutónleikar fara hins vegar fram á Húrra, 13. nóvember og mun hljómsveitin Nolo hita gesti upp. Að þessari tónleikasyrpu lokinni heldur Oyama til Japans í tónleika- ferð og kemur þar m.a. fram á Hokuo, norrænni tónleikahátíð í Tókýó og í Osaka með japönsku sveitinni Vampillia. Gaman að fylgjast með Pétri „Okkur langaði að gera stóra og flotta plötu, höfðum mikla trú á lögunum sem við vorum búin að semja, og vorum svo heppin að fá Pétur Ben til að pródúsera plöt- una. Hann mætti á æfingar, hlust- aði á lögin og hjálpaði okkur að fá lokamynd á þau áður en við fórum í stúdíóið. Það var mjög gott að fá svona utanaðkomandi eyru til að pæla í því sem við höfðum verið að semja og Pétri, verandi snilling- urinn sem hann er, tókst að taka lögin upp á annað „level“,“ segir Úlfur Alexander Einarsson, söngv- ari og gítarleikari Oyama, um Co- olboy en auk hans skipa hljóm- sveitina söngkonan og hljómborðsleikarinn Júlíana Her- mannsdóttir, Bergur Thomas And- erson bassaleikari og söngvari, Rúnar Örn Marínósson trommu- leikari og Kári Einarsson gítarleik- ari. „Það var rosagaman að vera á æfingu með honum og sjá hann sitja þarna og hlusta á meðan við spiluðum, labbandi á milli magnara til að heyra betur hvað væri í gangi. Síðan eftir hvert lag sat hann aðeins lengur hugsi og kom síðan með punkta eins og: „Í þess- um kafla... hvað með að Úlfur og Kári hætti bara að spila og komi síðan inn af fullum krafti þegar viðlagið byrjar?“ eða: „Þessi kafli er of langur, það er of mikil end- urtekning í gangi, getum við stytt hann eitthvað?“ og uppáhalds- ábendingin mín: „Viðlagið í þessu lagi...getum við gert nýtt viðlag?“. Í flestum tilfellum þá svínvirkuðu ábendingarnar hans og gerðu lögin dínamískari og bara betri. Pétur var síðan með okkur í Sundlaug- inni að taka upp grunna fyrir öll lögin og við tókum upp smá gítar og hljómborð hjá honum. Hann var líka með í stúdíónu hjá Kára í gegnum allt ferlið að passa að allt hljómaði vel. Hann var svona eins og draugur sem mætti annað slagið og lagði blessun sína yfir hluti sem við höfðum verið að taka upp, eða fann staði þar sem honum fannst vanta eitthvað og sá til þess að það sem vantaði yrði tekið upp,“ segir Úlfur. Japönsk pressa Coolboy var tekin upp í Sund- lauginni og í Studio eitt hjá Kára, gítarleikara Oyama. „Upp- tökuferlið stóð yfir í u.þ.b. sex mánuði, en við vorum að taka upp plötuna á meðan við vorum á fullu í skólum og að sinna öðrum störf- um þannig að upptökur fóru oft- ast fram um helgar eða á kvöldin eftir vinnu. Við gerðum samning við japanskt plötufyrirtæki fyrr í vor sem var mjög spennt fyrir plötunni og vildi koma henni út í haust. Þau ýttu mikið á okkur að klára sem fyrst og ég held að ef við hefðum ekki haft þau press- andi á okkur værum við ennþá að taka upp plötuna í dag,“ segir Úlfur. Oyama leikur sveimrokk og segir Úlfur að hljómsveitin hafi áður verið mikið í skóglápinu svo- kallaða. „Við erum búin að færa okkur meira frá því,“ segir Úlfur um skóglápið. Hvað titilinn varð- ar, Coolboy, segir Úlfur að hljóm- sveitin hafi dottið niður á hann á hugmyndafundi. „Hann hljómar vel og passar líka við textana á plötunni sem eru mjög mikið um kulda og þá líka kulda í mann- legum samskiptum. Textarnir fjalla mikið um trega í mann- legum samskiptum og titillinn hefur tvíræða merkingu,“ segir Úlfur. Umslagið prýðir graf- íkmynd af landslagi og segir Úlf- ur að textarnir fjalli oft um til- finningalegt landslag. „Þetta er abstrakt, tilfinningalegt landslag,“ segir Úlfur um myndina. Tilfinningalegt landslag Oyama Hljómsveitin landaði plötusamningi við japanskt útgáfufyrirtæki eftir að útsendari þess sá hana á tónleik- um á hátíðinni The Great Escape á Englandi. Oyama heldur brátt í tónleikaferð um Japan.  Oyama sendir frá sér breiðskífuna Coolboy  Airwaves, útgáfutónleikar og tónleikar í Japan framundan  „Okkur langaði að gera stóra og flotta plötu,“ segir Úlfur, einn liðsmanna Oyama Einlínur nefnist sýn- ing sem Erla Þór- arinsdóttir opnar í SÍM-salnum að Hafn- arstræti 16 í dag kl. 17. „Einlínur eru málaðar á álplötur í ham einbeitingar þar sem liturinn rennur og línan heldur áfram óbrotin útí eitt. Unnið er með orku litarins, end- urkast álplötunar- innar og flæði lín- unar sem myndar form. Hugleiðsla, stilling og nám í aust- rænni heimspeki eru áhrifavaldar, svo og viðveran í samtím- anum,“ segir m.a. í tilkynningu, en þar kemur fram að verkin voru útfærð í Reykjavík á árunum 2013 og 2014. Erla nam myndlist og hönnun við Konstfackskolan í Stokkhólmi og Gerrit Rietveld Akadem- íuna í Amsterdam. Hún hefur starfað og sýnt á Norðurlönd- unum og í Mið- Evrópu, í New York, Kína og hérlendis. „Málverk Erlu hafa einkennst af óhlut- bundnum formum og strúktúrum, minni mannsins og nálgun við frumið og það sem sameinar okkur burtséð frá uppruna. Hérlendis hefur hún notast við blaðsilfur í málverk og látið þau oxast í andrúmslofti okkar.“ Sýningin stendur til 25. nóv- ember og er opin alla virka daga milli kl.10 og 16 sem og laugardag- inn 8. nóvember milli kl.14 og 17. Áhrifavaldar Hugleiðsla, stilling og nám í austrænni heimspeki eru áhrifavaldar við gerð myndanna, svo og viðveran í samtímanum. Einlínur á álplötur Aðdáendur hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Pink Floyd hafa margir beðið spenntir eftir nýrri skífu sveit- arinnar, The Endless River, en samkvæmt gagnrýnanda The Independent gátu þeir sleppt því að bíða. Tónlistin er unnin úr efni sem stóð eftir þegar félagarnir unnu að síðustu plötu, Division Bell, eitt lag er sungið en hin sautján leikin. Gagnrýnandinn, Andy Gill, segir þau hvert öðru líkt, „tilgangslaust djamm hljómsveitar- meðlima“. Gefur nýrri plötu Pink Floyd falleinkunn Sigling Umslag nýju plötunnar. Árin segja sitt1979-2014 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sýnum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. )553 1620 Verið velkominn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.