Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 101
» Ljóðskáldið YahyaHassan vakti mikla
hrifningu gesta þegar
hann kom fram í Nor-
ræna húsinu í gær-
kvöldi. Hann las upp úr
ljóðabók sinni sem út
kom í Danmörku á síð-
asta ári og vakið hefur
mikinn usla. Bókin hef-
ur nú þegar verið seld í
100.000 eintökum þar í
landi. Hassan kemur
fram á Airwords ljóða-
dagskránni í Kaldalóni
Hörpu í kvöld kl. 22.45.
Yahya Hassan las upp í Norræna húsinu og sat fyrir svörum
Morgunblaðið/
Ríkisfangslaus Yahya Hassan er 19 ára ríkisfangslaus Palestínumaður með danskt vegabréf. Í ljóðabókinni sem
ber nafn hans lýsir Hassan uppvexti í skugga gegndarlauss ofbeldis, bókstafstrúar og hræsni.
Verndaður Ljóðskáldið Yahya Hassan hefur með bók sinni valdið usla í
dönskum stjórnmálum og vegna hennar orðið fyrir bæði líkamsárásum og
líflátshótunum svo hann kemur ekki lengur fram nema í fylgd lífvarða.
Fullt var út úr dyrum hjá honum í Norræna húsinu í gærkvöldi.
MENNING 101
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
Hlutverk og staða rannsókna í starfi
safna verður rædd á málþingi sem
safnaráð stendur fyrir í fyr-
irlestrasal Þjóðminjasafnsins við
Suðurgötu í dag kl. 9 til 16. Greint
verður frá niðurstöðum könnunar á
umfangi rannsókna í safnastarfi
sem Ólöf Gerður Sigfúsdóttir,
mannfræðingur og doktorsnemi í
safnafræði, vann fyrir hönd safn-
aráðs. „Könnunin var gerð meðal
allra viðurkenndra safna í landinu.
Niðurstöðurnar lýsa stöðunni eins
og hún er varðandi þennan mik-
ilvæga þátt – en vekja um leið
spurningar um hvort hægt og rétt sé
að meta rannsóknir safna út frá
sömu mælikvörðum og tíðkast í há-
skólasamfélaginu,“ segir í tilkynn-
ingu.
Á málþinginu verður athyglinni
einkum beint að hlutverki rann-
sókna í starfi safna og að þætti safna
í að efla skilning á þróun og stöðu
menningar, lista, náttúru og vísinda
með rannsóknum sínum og miðlun
þeirra. Skoðað verður hvað ein-
kennir safnarannsóknir og hverjar
væntingar fræðasamfélagsins séu til
safna sem rannsóknarstofnana. Auk
Ólafar eru frummælendur Sophie
Bruun sérfræðingur frá Kult-
urstyrelsen í Kaupmannahöfn, Sig-
urður Gylfi Magnússon dósent í
menningarsögu við Hugvísindasvið
Háskóla Íslands, Orri Vésteinsson
prófessor í fornleifafræði við HÍ,
Hilmar Malmquist forstöðumaður
Náttúruminjasafns Íslands, Guðný
Zoëga deildarstjóri Fornleifadeildar
Byggðasafns Skagfirðinga, Nathalie
Jaqueminet varðveislustjóri í Þjóð-
minjasafni Íslands, Harpa Þórs-
dóttir forstöðumaður Hönn-
unarsafns Íslands og Katrín
Gunnarsóttir frá Byggðasafni Hafn-
arfjarðar. Fundarstjóri er Sigurjón
Baldur Hafsteinsson. Dagskrá mál-
þingsins er að finna á vefnum safn-
arad.is. Aðgangur er ókeypis.
Hver er staða rannsókna?
Ólöf Gerður
Sigfúsdóttir
Sigurður Gylfi
Magnússon
Guðný
Zoëga
Orri
Vésteinsson