Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 105

Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 105
MENNING 105 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ísl. tal POWERSÝNING KL. 10:10 -H.S., MBL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 16 L JOHN WICK Sýnd kl. 8 - 10:10 (power) GRAFIR OG BEIN Sýnd kl. 6 - 8 BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:10 FURY Sýnd kl. 10:10 KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 5:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Töff, naglhörð og dúndurskemmtileg hefndarmynd sem ætti alls ekki að valda hasarunnendum vonbrigðum. -T.V. - Bíóvefurinn.is Hörku spennumynd Keanu Reeves Movie Star hvíldarstóll Verð 439.000,- Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Kvikmyndavefurinn Variety fjallar sér- staklega í stuttri grein um salern- isaðstöðu við tökur á kvikmyndinni Int- erstellar sem fóru að hluta til fram á Íslandi. Myndin gerist að stórum hluta í geimnum og þá m.a. um borð í geim- skipi. Bendir greinarhöfundur réttilega á að engin salerni sé að finna í geimn- um og því hafi leikarar myndarinnar fengið að kynnast en með aðalhlutverk í Interstellar fara Matthew McConaug- hey og Anne Hathaway. Einn leikara myndarinnar, Bill Irw- in, segir að leikarar hafi verið komnir með stálnýru eftir tökurnar þar sem fá tækifæri hafi gefist til salernisferða og langar biðraðir hafi verið við þau sal- erni sem voru til staðar. Irwin segir að af þeim leikurum sem fara með hlut- verk geimfara í myndinni hafi McCo- naughey verið með bestu þvagblöðr- una, hann hafi aldrei heyrt hann biðja um hlé á tökum til að bregða sér á sal- ernið. AFP Úthald Matthew McConaughey með eiginkonu sinni Camillu Alves fyrir frumsýningu á kvikmyndinni Interstellar í París, 31. október sl. McConaughey með samkvæmisblöðru Morgunblaðið/Skapti Norrænt Ásgeir blálýstur á tón- leikum á Græna hattinum árið 2012. Ásgeir valdi lög vikunnar á norræna lagalistann Tónlistarmaðurinn Ásgeir valdi lög vikunnar á norræna lagalist- anum, Nordic Playlist, sem finna má á slóðinni nordicplaylist.com. Vefurinn var opnaður í byrjun árs og er markmiðið með honum að kynna nýja og áhugaverða tónlist frá Norðurlöndunum og auðvelda fólki að uppgötva það besta sem er í boði hverju sinni í norrænni tónlist. Tíu laga lista vefjarins setja saman tónlistarmenn, plötusnúð- ar, blaðamenn og bókarar tónlist- arhátíða á Norðurlöndunum. Ásgeir er meðal þeirra tónlist- armanna sem koma fram á Ice- land Airwaves og heldur tónleika á laugardaginn kl. 18 á sér- stökum útvarpsbar Nordic Playl- ist að Laugavegi 91 og verða tón- leikarnir sendir út beint á netinu. Lögin tíu sem eru á lista Ás- geirs eru eftirfarandi: „Give Up“ með Low Roar, „Glimpse of a Time Broken“ með Twin, „House by The Sea“ með Moddi, „There’s No Leaving Now“ með The Tal- lest Man On Earth, „The Lion’s Roar“ með First Aid Kit, „Johnny and Mary“ með Todd Terje, „Sugardaddy“ með Jimi Tenor, „Fence Me In“ með Erlend Øye & Hjálmum, „Wolf & I“ með Oh Land og „Góða tungl“ með Sam- aris. ungum. Ekki alltaf auðveldu, eins og gengur. Í annan stað hafa áhrifin frá Iron Maiden, Járnfrúnni, aldrei verið meiri. Epísk uppbygging, harmónískur gítarleikur og bassinn brokkandi um héruð. Ég get svo svarið að væri Björgvin ekki þarna, drynjandi eins og eðludreki, gæti maður á köflum haldið að Iron Maiden væri þar lif- andi komin. Barki Baldurs fær hér meira vægi en áður. Hvaðan kemur sú rödd eiginlega? Það hlýtur að vera rannsóknarefni fyrir vís- indamenn. En djöfull falla þessar ólíku raddir vel hvor að annarri! Grenjandi drunur. Talandi um drun- ur. Trommuleikurinn er með því besta sem heyrst hefur í þungarokki hérlendis – og þótt víðar væri leitað. Þrass-tilvísanir eru líka á sínum stað, svo við höldum áfram með áhrifin. Og lengi mætti telja. Það er heila málið. Skálmöld er hvergi bangin við að bergja á visku- brunni sér eldri og reyndari málm- banda. Búið er að finna upp hjólið, nú ríður á að smyrja það – með sínu lagi. Og það gera fáir betur en Skálmöld. Fagmennska, listfengi, leikgleði. Allt er þetta upp á tíu, að ekki sé talað um rándýran kveðskap Snæbjörns. Leitun er að dýpra gildi texta fyrir tónlist. Þetta tvennt verð- ur ekki í sundur skilið. Á Með vættum heggur Skálmöld í sama knérunn og áður. Sem betur fer! Fáir hafa nefnilega betra nef fyrir grípandi melódíum og geggj- uðum riffum. Ef eitthvað er hefur fé- lögunum farið fram í lagasmíðum. Eigi að síður kæmi mér ekki á óvart þótt Með vættum yrði minna við al- þýðuskap en Baldur og Börn Loka. Hún er þyngri og sumpart seinmelt- ari en systkini hennar. Því fer þó fjarri að það sé ljóður á ráði Skálm- eldinga – þvert á móti. Leyfi ég mér að fullyrða fyrir hönd okkar sem lif- um og hrærumst í málmi. Hér er meira ket á beinunum fyrir innvígða. Hvergi er snöggan blett á Með vættum að finna. Hún er heilsteypt- asta og besta plata þessarar Óðins- gjafar, sem Skálmöld er, til þessa. Af þremur framúrskarandi góðum. Annars er ekki við hæfi að greina þennan málmnorræna þríleik að. Hann er eitt verk. Eitt þrekvirki. Hafið þakkir fyrir, Skálmeldingar. Þakkir af einingu góðar. Við sjáumst í næsta stríði! góðar Skálmöld „Hvergi er snöggan blett á Með vættum að finna. Hún er heilsteyptasta og besta plata þessarar Óð- insgjafar, sem Skálmöld er, til þessa. Af þremur fram- úrskarandi góðum,“ segir meðal annars í umsögn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.