Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 108

Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 108
FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 310. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Sátu fyrir skokkaranum 2. Hjón kaupa 30 íbúðir í Kópavogi 3. Fríhöfnin verði lögð niður 4. Ólafur Ragnar neitar að hætta »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Stúdentaleikhúsið frumsýnir upp- færslu sína á Stundarfriði, verki Guð- mundar Steinssonar, 14. nóvember nk. Sýningarstaðurinn er heldur óvenjulegur, einn af vatnstönkum Perlunnar í Öskjuhlíð. Með mikilli hörku og góðum stuðningi atvinnu- leikhúsanna hefur Stúdentaleikhús- inu tekist að byggja glæsilegt leikhús inni í tankinum, eins og segir í til- kynningu. Leikritið Stundarfriður var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1979, fjölskyldusaga sem segir frá þeim röskunum sem fylgja tæknivæðingu samtímans. Leikstjóri sýningar Stúd- entaleikhússins er Karl Ágúst Þor- bergsson. Morgunblaðið/Ómar Stundarfriður í ein- um tanka Perlunnar  Myndlistarmaðurinn Snorri Ás- mundsson opnar tvær myndlistar- sýningar í dag, annars vegar er það Framsóknarmaðurinn/The progresive party man í gluggagalleríinu Betra veður á Laugavegi 41 og Gyðjurnar í Galleríi bakaríi á Skólavörðustíg 40. Betra veður er nýstofnað gluggagallerí og er sýning Snorra sú fyrsta sem haldin er þar. Snorri mun opna sýn- inguna með gjörningi fyrir framan gall- eríið kl. 17. Hálftíma síðar opnar Snorri sýninguna í Galleríi bakaríi, sýnir þar ný málverk af norrænum og rómversk- um gyðjum. Fyrirmynd- irnar að þeim sækir Snorri í samtímann og má sjá á sýning- unni þokkadísir úr ís- lenskum og banda- rískum afþreyingarveru- leika, eins og Snorri lýsir því. Framsóknarmaður og samtímagyðjur Á föstudag Norðan og norðaustan 10-20 m/s, hvassast norðan- og vestanlands. Víða snjókoma norðvestantil, annars slydda eða rigning, en úrkomulítið á suðvesturhorninu. Hiti 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 8-15 m/s, og víða rigning, en talsverð rigning suðaustanlands. Heldur hægari vindur suðvest- antil. Bætir í vind og úrkomu seint annað kvöld. Hiti 0 til 9 stig. VEÐUR „Það er nýtt tilboð vænt- anlegt síðar í vikunni. Það bar talsvert í milli í fyrsta tilboðinu en þeir virkuðu mjög áhugasamir,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Íslandsmeistara Stjörn- unnar og besti leikmaður síðasta Íslandsmóts í knatt- spyrnu. Ingvar æfði með sænska liðið Åtvidaberg á dögunum og vakti frammi- staða hans athygli forráða- manna félagsins. »1 Ingvar væntir annars tilboðs Knattspyrnumaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson, sem í ágústmánuði gekk í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Ros- enborg, er mjög ánægður í herbúðum liðsins og er vel til í að framlengja dvöl sína hjá félaginu þegar eins árs samningurinn sem hann gerði rennur út næsta sumar. Hólmar Örn segist hafa fallið vel inn í liðið. »3 Hólmari Erni líkar vel vistin hjá Rosenborg Erla Ásgeirsdóttir og Helga María Vil- hjálmsdóttir eru tvær af fimm lands- liðsmönnum Íslands í alpagreinum sem brátt hefja nýtt keppnistímabil af krafti, en þar stendur HM í Colorado upp úr. Þær eru báðar komnar heim eftir nám í skíðamenntaskóla í Noregi og segja erfitt og kostnaðarsamt að sinna skíðaíþróttinni sem skyldi með búsetu hér á landi. »2-3 HM í Colorado er hápunktur vetrarins ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það er gott að fara út fyrir þæg- indarammann og upplifa eitthvað alveg nýtt. Maður lærir að meta líf- ið á annan hátt eftir þessa reynslu,“ segir Þorsteinn Eyfjörð Þórarins- son, einn fjórmenninganna sem settu upp ljósmyndasýningu í Gall- eríi Tukt í Hinu húsinu, úr ferðalagi sínu til Eþíópíu í ágúst síðast- liðnum. Auk Þorsteins eru þau Óli Björn Vilhjálmsson, Stella Rut Guð- mundsdóttir og Kristín Gyða Guð- mundsdóttir með ljósmyndir á sýn- ingunni. Hún nefnist: „Hvað upplifir manneskjan þegar hún stíg- ur inn í annað umhverfi?“ Í ágúst fór átta manna hópur á vegum KRUNG – kristniboðsferða unga fólksins til suðurhluta Eþíóp- íu. Markmið ferðarinnar var að skoða uppbyggingu afskekktra svæða, læra nýja siði og kynnast heimafólki, eða með öðrum orðum: að upplifa annan veruleika en þau búa við. Þau voru í þrjár vikur og ferð- uðust víða um Eþíópíu á þeim svæðum þar sem íslenskir kristni- boðar starfa og hafa stafað. Þau fengu leiðsögn um svæðið og kynnt- ust náið starfi þeirra. „Þetta var ótrúlegt tækifæri til að fá að upplifa eitthvað allt annað en þægindin og öryggið á Íslandi. Maður kynntist aðstæðum fólksins. Það var eins og maður hefði verið sleginn utan und- ir, aftur og aftur,“ segir Þorsteinn. Koma reynslunni frá sér Hann stundar nám við Mynd- listaskóla Reykjavíkur. Hann segir að eftir heimkomuna hafi þau verið full af spurningum, pælingum og hugmyndum um lífið og tilveruna. „Ég vildi koma þessari reynslu og upplifun sem ég bjó yfir frá mér á einhvern hátt. Sýningin er í raun útkoman úr því að hafa farið út og upplifað sjálfan sig algjörlega í nýj- um aðstæðum. Hvernig ytri að- stæður hafa áhrif á innra sálarlíf.“ Sýningin samanstendur af mynd- um frá ferðalaginu og hverri mynd fylgir texti með hugleiðingum um lífið sjálft. Spurður hvort hann hafi komist að einhverjum algildum sannleika um lífið, segir hann svo ekki vera. „Það er erfitt. En það sem við kom- umst að er að kannski er eitthvað meira við þetta líf en við finnum venjulega hér á Íslandi. Maður lær- ir líka að meta lífið á nýjan hátt,“ segir Þorsteinn íhugandi. Hann vonast til að komast aftur út og segist hafa skilið part af hjarta sínu eftir í Eþíópíu. Ljósmyndasýningin stendur fram yfir 15. nóvember og er hluti af dagskrá Unglistar – listahátíðar ungs fólks sem haldin er í 23. sinn. Hátíðin miðar að því að hefja list ungs fólks á Íslandi til vegs og virð- ingar ásamt því að fagna og vekja athygli á menningu þess. Hjartað slær enn í Eþíópíu  Opnuðu ljósmyndasýningu í Galleríi Tukt eftir ferð með KRUNG til Eþíópíu Morgunblaðið/Þórður Ljósmyndasýning Hópurinn sem fór til Eþíópíu nýverið kom heim reynslunni ríkari og sýnir afrakstur ferðarinnar í Galleríi Tukt í Hinu húsinu. Frá vinstri: Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson, Óli Björn Vilhjálmsson, Kristín Gyða Guðmundsdóttir og Stella Rut Guðmundsdóttir. Á morgun hefst Unglist, með Off Venue Airvawes-tónleikum í Hinu húsinu kl. 17. Þá flytur Ungleikur sex ný stuttverk eftir jafnmörg leikskáld á mánudag- inn, 10. nóv., kl. 20 í Borgarleik- húsinu. Spunakeppni fram- haldsskólanna, Leiktu betur, verður á fimmtudaginn á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Þá verður spunakvöld í Hinu húsinu föstudaginn 14. nóv. Rúsínan í pylsuendanum verður tískusýning nemenda í fataiðndeild Tækniskólans í Laugardagslaug laugardaginn 15. nóvember. Fleiri viðburðir verða á dagskrá sem má sjá á vefnum: hitthusid.is. Sköpunin nýtur sín DAGSKRÁ UNGLISTAR 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.