Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk jafn yfirþyrmandi og líf fólksins ekki jafn fast í viðjum kreddna og kennisetninga. F landur um framandi slóðir í Austurlöndum fjær hefur sannfært mig um að fram- farir þar munu sækjast seint. Iðnbyltingin sem hófst í Bretlandi undir lok 18. aldarinnar og olli þáttaskilum í Evrópu og víðar, náði aldrei í austrið. Víða á þeim slóðum, svo sem í Nepal, gilda enn frumstæðar aðferðir við alla framleiðslu. Á hásléttunni Úti í sveitunum, þar sem stærst- ur hluti nepölsku þjóðarinnar býr, tíðkast enn frumstæðar aðferðir eins og sú að bændur nota sigð þegar þeir fella korngrösin á akr- inum. Og í höfuðborginni Kat- mandhu voru handverksmenn á götum úti að móta leirskálar, braskarar að föndra í minja- gripagerð og svo framvegis. Nepalar eru alls um 27 millj- ónir og þar af búa um fjórar milljónir í höfuðborginni, sem er á hásléttu undir kinnum Hi- malajafjalla. Frá flugvellinum nið- ur í miðborgina var stuttur og fljótfarinn spölur. Bílstjórinn þræddi sund og þröngar ómalbik- aðar götur, sem rykið þyrlaðist upp af. Til hvorrar handar voru lágreistar steyptar byggingar en hlaðin hús voru einnig áberandi. Háreistari hús sem standa inn á milli voru gjarnan merkt vestræn- um hótelkeðjum eða öðrum slík- um fyrirtækjum. Ég kom til Nepals eftir að hafa verið tíu daga á Indlandi. Lönd- unum tveimur og mannlífi þar svipar á margan hátt saman, nema hvað í Nepal er ringulreiðin ekki hin sama, mannmergðin ekki En mörgu svipar þó saman. Innviðir í báðum löndum eru veikir og í sumum tilvikum ekki til. Skólar og heilbrigðisþjónusta er vanmáttug og velferðarþjón- usta – í þeirri mynd sem við þekkjum hana – er ekki til. Þeir sem eru fatlaðir, fátækir, fatalaus- ir eða fá ekki mat hafa ekki um neitt velja. Verða hreinlega að stóla á bónbjargir, eða skransölu á götum úti. Neyðin er víða slá- andi, þar sem fólk í kröm liggur á torgunum eða staulast áfram. Fyrir fólk úr landi allsnægta er þetta skerandi, en lærdómsríkt þó og víkkar sjóndeildarhring þeirra sem vilja fræðast í ferðum. NÚTÍMINN NÆR EKKI TIL NEPALS Framfarir sækjast seint FJÓRAR MILLJÓNIR MANNA BÚA Í NEPÖLSKU HÖFUÐ- BORGINNI, KATMANDHU. NEYÐ FÓLKSINS ÞAR STINGUR Í AUGUN, ENDA ER ÞAR EKKERT TIL SEM VESTURLANDABÚUM ÞYKIR SJÁLFSÖGÐ VELFERÐ. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Bágstödd kona í kröm hallaði höfði sínu á steyptri gagnstétt. Leirgerðarmaður með súpuskálar sem hann renndi og brenndi. Nepalskur öldungur, hvítskeggjaður eins og margir landa hans. Farandsalar eru áberandi í Nepal. Hér sést Þóra Valsteinsdóttir fararstjóri meðal tveggja slíkra sem voru á einni helstu verslunargötunni í Katmandhu. Við störf sín á akrinum hafði bóndinn aðeins frumstæð verkfæri, ef svo á yfirleitt að kalla einfaldar tálgaðar spýtur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Það er seint hægt að kvarta undan vetrarhörkum í Los Angeles við Ís- lending, en fyrir margan innfæddan borgarbúann er svalandi golan og regnskúrirnar eins og Íslendingar myndu telja skafrenning í norð- angaddi. Þannig voru aðstæður á lokadegi undirbúnings fyrir ósk- arsverðlaunaafhendinguna hér í borg í febrúar síðastliðnum, rétt áður en sjálft hátíðarkvöldið rann í garð. Hér í hverfinu, hinu sögufræga Hollywood, er fólk vel vant töfum, um- ferð og lokunum vegna frumsýninga og annara viðburða. Tilbúnaðurinn við stóru leikhúsin og stjörnurnar á gangstéttinni eru kannski eitt af því fáa sem minnir á gullaldardagana, þegar Hollywood Boulevard var hjarta kvikmyndaborgarinnar, en í síðari tíð hefur mestallur ljóminn af þeirri starfsemi færst út í takt við tíðarandann. Það er kannski ekki öllum í fljótu bragði gefið að ímynda sér glamúrinn í úrhellisregni. Halldór Fannar Sigurgeirsson Hollywood skartar sínu fegursta þegar Óskarsverðlaunin eru afhent. Grár himinn og hryssingslegt. Bréfritari í stuði í borg englanna. PÓSTKORT F RÁ „WALK O F FAME“ Óskarinn í vetrarhörkum *Plássið er oft af skornum skammti á baðherbergjumhótela og erfitt að finna snyrtivörunum stað. Fyrr envarir eru krukkur, flöskur og túpur komnar út umallt.Þessi sniðuga snyrtivörutaska frá Victorinox leysirvandann. Hún rúmar tannburstann, rakvélina, krem-in og sápurnar í nettum pakka, og svo er taskan ein- faldlega hengd upp á næsta snaga eða handklæðaslá. Taskan kostar frá 36 dölum á netinu. Hentugt undir snyrtivörurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.