Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014
Matur og drykkir
V
ið hittumst reglulega og eigum saman góða stund við samstarfs-
fólkið á Kopar og við hittumst nokkur þetta kvöld heima og
snæddum saman ljúffenga máltíð,“ segir Ylfa Helgadóttir en
hún og sambýlismaður hennar, Alfreð Pétur Sigurðsson, buðu
heim í mat.
Ylfa er einn af eigendum Kopars en í boðinu voru auk Ylfu og Alfreðs
einn af meðeigendum Ylfu í Kopar; Ásta Guðrún Óskarsdóttir, Inga Dís
Richter samstarfskona þeirra og svo móðir Ylfu, Þórdís Rafnsdóttir, sem
hefur verið viðloðandi veitingastaðinn, svo að hópurinn þekkist vel.
„Það er svolítil áskorun að útbúa risotto og svo finnst mér fátt betra en
vel steiktur lax sem er bleikur í miðjunni svo það varð úr að ég útbjó það
sem forrétt. Í aðalrétt var lambakjöt og þegar maður er með þungan mat
á maður það til að missa sig í meðlætinu sem er óþarfi. Maður sér fyrir
sér að hafa þetta og hitt en endar uppi með að allir fá sér hálfa teskeið af
hverju og einu og þetta dagar uppi í ísskápnum. Þetta er því mjög ein-
faldur aðalréttur. Það er helst forrétturinn sem er kannski flókinn en að-
al- og eftirétturinn eru það alls ekki.“
Á Kopar er bakað hvítt súkkulaði notað sem konfekt og eftirrétturinn
er með bökuðu hvítu súkkulaði. Ylfa segir að bragðið sem kemur af
súkkulaðinu sé allt öðruvísi þegar það er bakað og minni helst á Daim en
sjálf er hún mikill Daim-aðdáandi.
„Fólk þarf að hafa tímann fyrir sér með eftirréttinn og ágætt að útbúa
hann til dæmis kvöldið áður en hann er ekki flókinn, engin egg sem þarf
að þeyta eða neitt slíkt.“
Ertu dugleg að halda boð?
„Já, ég hef verið það í gegnum tíðina en kannski ekki alveg síðustu
mánuði. Ég tek gestgjafahlutverkinu fagnandi og ef ég býð fjölskyldunni
til dæmis í hádegisverð á sunnudegi nýt ég þess að baka og stússa allan
laugardaginn. Ég upplifi það aldrei sem kvöð heldur bara skemmtun.“
Ylfa segist alltaf taka gestgjafahlutverkinu fagnandi.
LAX, LAMB OG BÚÐINGUR Í EFTIRRÉTT
Þríréttuð
sælkeramáltíð
Ylfu
Hópurinn frá vinstri: Inga
Dís Richter, Ylfa Helgadóttir,
Alfreð Pétur Sigurðsson,
Þórdís Rafnsdóttir og Ásta
Guðrún Óskarsdóttir.
YLFA HELGADÓTTIR, EINN AF EIGENDUM
VEITINGASTAÐARINS KOPARS, BAUÐ HEIM Í ÞRÍRÉTTAÐA
MÁLTÍÐ ÞAR SEM LAX, LAMBAKJÖT OG
HVÍTT SÚKKULAÐI VORU Í AÐALHLUTVERKI.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Eplin skorin niður í salsað með forréttinum.
400 g arboriohrísgrjón
2 skallottlaukar
1 dl þurrt hvítvín
2 dl humarsoð eða annað
skelfiskssoð
1dl þeyttur rjómi
½ dl parmesanostur, rifinn
safi úr 1 sítrónu
salt eftir smekk
olía til steikingar
Saxið laukinn smátt og svitið
hann á pönnu með smáolíu.
Hann má ekki verða brúnn. Bæt-
ið hrísgrjónunum út á pönnuna
og steikið smá. Hellið þá helm-
ingnum af hvítvíninu út á grjónin
og hrærið stöðugt í á meðan
vínið sýður niður. Hellið þá
helmingnum af soðinu saman
við. Hrærið stöðugt í blöndunni.
Endurtekið eins og þarf, bætið
afganginum af hvítvíninu og soð-
inu til skiptis saman við eða þar
til grjónin eru soðin. Kannski
þarf minna af víni og soði,
kannski meira. Fer eftir smekk.
Rétt áður en risottoið er borið
fram er þeyttum rjóma og par-
mesanosti blandað varlega sam-
an við. Smakkið til með sí-
trónusafa og salti.
LAXINN
1 laxaflak
1 dl sykur
1 dl salt
olía til steikingar
Roðflettið laxinn og leggið á
bakka. Blandið salti og sykri sam-
an og sáldrið yfir flakið, leyfið því
að standa í ísskáp í 30 mínútur
að minnsta kosti. Skerið í hæfi-
lega bita, Ylfa mælir með bitum
upp á 70-80 g. Hitið pönnu og
steikið laxinn upp úr smáolíu í
u.þ.b. tvær mínútur á annarri
hliðinni og rétt svo í 10-30 sek-
úndur á hinni. Leggið laxinn á
bakka og leyfið hitanum að vinna
sig inn að miðju laxins áður en
hann er borinn fram með ris-
ottoinu.
Humarrisotto og steiktur lax