Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014 BÓK VIKUNNAR Í Grín og snilld Tyrions Lannisters er að finna bestu tilsvör einnar eftirminnilegustu persónunnar í Game of Thrones-bókunum og -sjónvarpsþáttunum. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Skálmöld er fjórða og jafnframt nýjastabókin í Sturlungakvartett EinarsKárasonar, en hinar eru Óvinafagn- aður, Ofsi og Skáld. Um leið er Skálmöld fyrsta bókin í bálknum, þegar kemur að tímaröð atburða, en þar er lýst aðdraganda þess að borgarastyrjöld braust út á Íslandi. „Í bókinni fjalla ég um það hvernig þessi djöfulskapur allur byrjaði en segja má að það hafi orðið vegna þess að Sturla Sighvatsson ákvað að leggja undir sig landið og í kjölfarið varð borgarastyrjöld sem stóð nokkurn veg- inn í tuttugu ár,“ segir Einar. „Það er búið að segja þessu sögu áður mjög glæsilega en ég vildi gera það á annan hátt en þeir snill- ingar Sturla Þórðarson og Thor Vilhjálms- son sem skrifuðu um þetta efni, tek það mín- um tökum og segi frá með röddum persóna sem urðu vitni að atburðarásinni. Þar eru bæði fórnarlömb og gerendur sem voru sitt- hvorumegin víglínunnar. Þetta er margradda skáldsaga eins og hinar, ég vék aðeins frá því í Skáldi og þar voru kaflar sem sagðir voru í þriðju persónu, en núna blanda ég náunga sem heitir E.K. inn í frásögnina.“ Nú er Sturla Sighvatsson aðalpersóna þessarar bókar. Hefurðu sterkar taugar til hans? „Ég hef velt honum mikið fyrir mér. Thor heitinn Vilhjálmsson skrifaði bók um Sturlu, Morgunþulu í stráum, og hafði sterka teng- ingu við Sturlu, og allt öðru vísi en ég sem alltaf verið heldur skeptískur á hann. Það má kannski sjá af þeim skáldverkum sem ég hef skrifað um Sturlungatímann að mínir menn eru kannski helst Þórður kakali og Sturla Þórðarson, en ég hef ekki minna gaman af að skrifa um persónur sem ég hef krítískara samband við, eins og Gissur Þorvaldsson sem var miðlægur í Ofsa, og nú Sturlu Sig- hvatsson, og það býður að sumu leyti upp á fleiri möguleika. Sturla er gerandinn í sög- unni en ekki mjög fyrirferðarmikill sem að- alpersóna og þarna er fólk sem ég hef lagt mikla vinnu í að gefa rödd, manneskjur sem mér þykja algjörlega stórfenglegar, eins og Guðmundur biskup góði, Þórdís, dóttir Snorra Sturlusonar, og Sólveig kona Sturlu, og Steinvör systir hans. Þarna fannst mér ég sannarlega heppinn að hafa dottið niður á þá margradda aðferð sem ég hef notað í öll- um bókunum. Það var einstaklega gaman að lifa sig inn í þetta fólk.“ Þú hefur lifað og hrærst í Sturlungu síð- ustu árin og skrifað fjórar skáldsögur um þennan tíma. Hvernig hefur verið að lifa í þessum forna heimi og hvernig er að kveðja hann með þessari bók? „Fyrir mörgum árum hitti konan mín gamlan Sturlungumann, og sagði honum að ég væri núna lagstur í Sturlungu. Þá sagði hann: „Það er erfitt að komast inn í Sturl- ungu en það er útilokað að komast út úr henni aftur.“ Og það hef ég auðvitað reynt á sjálfum mér. Í fimmtán ár hefur það verið minn aðalstarfi að liggja yfir þessum fræð- um. Auk þess að skrifa þessar bækur hef ég haldið námskeið hjá Endurmenntun Háskól- ans og hef farið um allt land og rætt um Sturlungu. Þetta er búið að vera stórkostlega skemmtilegt. Það er skrýtið að hrærast í þessum heimi Sturlungaaldarinnar og þeir sem eru Sturl- ungumenn eru nokkuð sérstakur þjóðflokkur. Maður kemur í veislur eða boð og sjálfkrafa gerist það að nokkrir Sturlungumenn eru lentir saman úti í horni og orðnir mjög áhyggjufullir yfir einhverju sem er að gerast árið 1240 og hafa miklar tilfinningar til per- sóna. En Skálmöld er semsé sú bók sem stendur fremst í kvartettinum þótt hún komi síðust út, og að sumu leyti var skemmtilegast að skrifa hana; ég gat náð í fólkið sem ég var áður búinn að nefna og nota, og viðkynningin við það var afar ánægjuleg og gefandi. Mest er þó gaman hvað er alltaf mikið líf í kringum þessar bækur. Það er alltaf verið að biðja mig um að koma í skóla og segja frá Óvinafagnaði, sem kom út fyrir þrettán ár- um, og svo eru afburðasnjallar ungar leikhúskonur, Marta Nordal og Edda Björg Eyjólfsdóttir, búnar að gera leikgerð upp úr Ofsa, ásamt sínum góðu liðsmönnum. Og hún verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu núna á sunnudagskvöldið.“ Gefandi viðkynning „Mest er þó gaman hvað er alltaf mikið líf í kringum þessar bækur,“ segir Einar Kárason en í fimm- tán ár hefur það verið hans aðalstarfi að liggja yfir Sturlungu. Morgunblaðið/Ómar EINAR KÁRASON SENDIR FRÁ SÉR SKÁLMÖLD SEM ER FJÓRÐA BÓKIN Í STURLUNGAKVARTETT HANS. HANN SEGIR AÐ ÞAÐ HAFI AÐ SUMU LEYTI VERIÐ SKEMMTILEGAST AÐ SKRIFA ÞESSA BÓK. Fyrstu bækurnar sem ég las voru bækur sem pabbi bar heim en hann var prentari og komst stundum yfir gallaðar bækur. Ein af þeim var um hana Pollýönnu eftir Eleanor H. Porter, stelpuna sem var allt- af glöð og smitaði jákvæðni. Bókin er skrifuð í kring- um aldamótin 1900 og hefur fallegan boðskap sem ég hef reynt að tileinka mér á fullorðinsárum en gengið misjafnlega. Á eftir barnabókatímabilinu kom alvarlega tímabil- ið þegar maður átti að vera kominn í fullorðinna manna tölu og lesa þyngri bókmenntir. Ég var mjög lengi að kveikja í þeirri deild og hélt áfram að lesa ástarsögur og svo spennusögur. En svo komst ég yfir bókina Hroka og hleypidóma eftir Jane Austen og þá upplifði ég mjög sterkt hvernig er að komast í annan heim í tíma og rúmi í gegnum texta, mun frekar en í gegnum kvikmyndir. Bókin sem ég er að lesa núna er Náðarstund eftir áströlsku skáldkonuna Hannah Kent sem var skiptinemi í Skagafirði og heill- aðist af sögunni um Agnesi Magnúsdóttur sem var dæmd til dauða fyrir morðið á elskhuga sínum Natani Ketilssyni. Snilldarleg þýðing Jóns St. Kristjánssonar eykur enn á áhrif sögunnar en Jóni tekst að setja söguna í sérlega íslenskan búning. Mjög forvitnilegt verður að lesa bókina líka á frummálinu og gera samanburð. Lestur ljóðabóka hefur verið áskorun fyrir mig en lengi vel skildi ég hvorki upp né niður í því formi. Ég gaf ljóðelskri vinkonu minni bók- ina Blóðhófni eftir Gerði Kristnýju af því ég vissi sem var að Gerður er ein sú besta þótt ég hafi aldeilis ekki lesið ljóðabækur hennar að ráði sjálf fram að þessu af því ég skildi ekki neitt. Ég ákvað að verða mér úti um þessa bók til að vera samræðuhæf og viti menn, hún náði mér og ég mæli með því að upplifa heilar sögur í meitluðum orðum Gerðar. Það tók töluvert á en var þess virði. Í UPPÁHALDI SÓLVEIG BALDURSDÓTTIR RITSTJÓRI Hannah Kent Sólveig Baldursdóttir BÓKSALA 1.-16. NÓVEMBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 2 VísindabókVilla 2Vilhelm Anton Jónsson 3 Gula spjaldið í GautaborgGunnar Helgason 4 Galdrabók Einars Miakels og töfrahetjannaEinar Miakel 5 Frozen matreiðslubókinSiggi Hall / Walt Disney 6 Útkall: ÖrlagaskotiðÓttar Sveinsson 7 Stóra heklbókinMay Corfield 8 Frozen hárbókinTheodóra Mjöll / Walt Disney 9 NáðarstundHannah Kent 10 Bjór - Umhverfis jörðina á 120 tegundumStefán Pálsson / Höskuldur Sæmundsson / Rán Flygenring Íslensk skáldverk 1 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 2 VonarlandiðKristín Steinsdóttir 3 KataSteinar Bragi 4 DNA (hljóðbók)Yrsa Sigurðardóttir 5 SkálmöldEinar Kárason 6 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 7 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 8 DNAYrsa Sigurðardóttir 9 EnglarykGuðrún Eva Mínervudóttir 10 Litlu dauðarnirStefán Máni STURLUNGUMENN ERU NOKKUÐ SÉRSTAKUR ÞJÓÐFLOKKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.