Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014 Þetta er gamall draumur. Nokkur kæmu til greina en mér finnst líklegt að ég myndi lýsa yfir stuðningi við enska fótboltafélagið Ever- ton: Tryggvi Everton? Tryggvi Toni? Sjáum til. Tryggvi Þór Gunnarsson, 49 ára. Nei, ég er ánægð með mitt nafn. Vala Tryggvadóttir, 39 ára. Nei, ég myndi ekki vilja taka upp ættarnafn. Ég er mjög ánægð með nafnið mitt. Helga Ingibjörg Jóhannsdóttir, 49 ára. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Ég myndi að sjálfsögðu taka upp ættarnafnið Hörgdal. Fæddur, uppalinn og búsettur í Hörgárdal og er einmitt að leika núna í Verk- smiðjukrónikunni hjá Leikfélagi Hörgdæla. Bernharð Arnarson, 35 ára. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson SPURNING DAGSINS Á AKUREYRI EF LEYFT VERÐUR AÐ TAKA UPP ÆTTARNAFN AÐ VILD, MYNDIR ÞÚ VILJA BERA SLÍKT OG ÞÁ HVAÐ? Í BLAÐINU Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er kominn á mála hjá einni virtustu umboðsskrifstofu klassíska heimsins. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðu tónlistarkennslu í landinu. Menning 54 Morgunblaðið/Kristinn EDDA BJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Lofar ofsa- lega ofsa- fengnum leik Forsíðumyndina tók Ómar Hver man ekki eftir Benjamín dúfu? Eða Stellu í orlofi? Veiði- ferðinni jafnvel, frá árinu 1980? Sunnudagsblaðið rifjar upp nokkr- ar fjölskyldumyndir sem síður en svo eru börn síns tíma. Hér eru á ferðinni sannkallaðar kvik- myndaperlur fyrir fjölskylduna. Fjölskyldan 16 Inga Gottskálksdóttir, eig- andi verslunarinnar Gottu á Laugavegi, er ávallt flott til fara. Inga, sem leggur áherslu á gæði í efnum og vönduð snið, segir fata- stíl sinn einkennast af kasm- írpeysum, gallabuxum og töff- aralegum kjólum. Tíska 40 Guðni Einarsson heillaðist af hrein- dýraveiðum, ekki síst félagsskapnum, um leið og hann fór fyrstu ferðina. Í nýrri bók ræðir Guðni við gam- alreynda veiðimenn og aðra yngri og segir sögu hreindýraveiða á Íslandi. Hann tileinkar bókina Hallfreði Emilssyni, veiðifélaga sínum, sem dó í haust. Landið og miðin 12 Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona fer með eitt af aðalhlutverkum í leiksýn- ingunni Ofsa sem er frumsýnd um helgina í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Ofsi fjallar um átök á Sturlungaöld og er byggð á skáldsögu Einars Kára- sonar sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2008 fyrir. Edda leik- ur einnig í skemmti- og grínþáttunum Stelpurnar sem sýndur er á Stöð 2 og einnig leikur hún um þessar mundir í sýningunni Konan við 1000°. Hvert er hlutverk þitt í Ofsa? Ég leik Þuríði Sturludóttur, eiginkonu Eyjólfs ofsa. Lofarðu gestum ofsalega ofsafenginni sýningu? Já. Ég lofa ofsalega góðri sýningu og ofsafengnum leik og hljóðfæraslætti. Hvað er Aldrei óstelandi? Aldrei óstelandi er leikfélag sem við Marta Nordal stofn- uðum árið 2010. Fyrsta sýningin okkar var Fjalla- Eyvindur sem fékk gríðarlega góðar viðtökur, síðan var það Sjöundá, því næst Lúkas eftir Guðmund Steinsson og nú í kvöld frumsýnum við Ofsa eftir Einar Kárason. Við erum ofsalega ánægð með hvað gengur vel og hlökkum til að taka á móti sem flestum í Kassanum, Þjóðleikhúsinu. Hvort ertu meira fyrir, grínleik eða alvörugef- inn leik? Ég heillast bæði af gríni og alvöru og helst blöndu af hvoru tveggja í senn; þessi grátbroslegu atvik í lífinu, það er gaman að leika þau. Þú ert hluti af gríngenginu Stelpurnar, er það ekki fáránlega skemmtilegt? Það er alveg hrikalega gaman að vera hluti af Stelpunum. Þetta er ofsalega góður félagsskapur og skemmtilegt grín. Hvað er á döfinni? Núna taka við hjá mér sýningar á Ofsa og áframhaldandi sýn- ingar á Konunni við 1000 gráður. En auðvitað er ýmislegt sem gæti orðið að veruleika og annað sem bíður þess að verða tekið fyrir, hugsanlega einleikur, svo það eru bjartir og spennandi tímar framundan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.