Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 36
Í skáldsögunni Ready Player One eftir Ernest Clinekemur mjög við sögu sýndarveruleiki framtíðarinnarsem fólk tengist með því að spenna á sig einskonar sýndarraunveruleikahjálm og hanska með skynjurum og líður fyrir vikið eins og þeir séu raunverulega staddir í öðrum heimi. Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér þegar ég spennti á mig Oculus Rift-þrívíddargleraugun til að spila EVE: Valkyrie, nýja leikinn frá CCP sem kemur á markað á næstu mánuðum. Nánast um leið og ég spennti tækið á mig og setti á mig heyrnartól var ég bú- inn að gleyma því að ég sat við tölvu við borð vestur í bæ því mér leið eins og ég væri að stýra geimskutlu í hör- kuátökum. Lykill að því var að ég sá ekki bara það sem var fyrir framan mig heldur gat ég litið til hliðar og meira að segja aftur fyrir mig líkt og ég væri í stjórnklefa bardagafleys langt úti í geimi. Eins hagnýtar og tölvur annars eru þá hefur menn lengi dreymt um að stíga næsta skref í notagildi, af tvívíðum tölvuskjá og inn í þrívíddar-sýndarheim. Það stef sést oft í kvikmyndum, allt frá því að menn sýsla með gagnagrunna í þrívídd í að þeir stýra apparötum eða sýndarverum við ýmis verk- efni. Fjölmörg tæki hafa líka verið kynnt sem ljúka eiga upp þrí- víddinni en með misjöfnum árangri þó – sum tæki gera menn sjó- veika, önnur skila svo óskýrri mynd að viðkomandi gæti eins verið að horfa á bilað sjónvarp og svo eru það tæki sem eru svo þung að kraftlyftingamenn kikna undan þeim. Á síðustu árum hefur tækninni fleygt svo fram að þrívíddar- gleraugu nálgast það að vera raunhæfur kostur og gott dæmi um það er Oculus Rift, þrívíddargleraugu, þó það sé vissulega mun meira en gleraugu, sem bandaríska fyrirtækið Oculus VR kynnti fyrir tveimur árum. (Facebook keypti Oculus VR fyrir sem svarar 250 milljörðum króna í mars sl.) Fleiri eru um hituna á þessu sviði en Oculus Rift vakti athygli meðal annars fyrir það að tækið er með 7" skjá, 24 bita litadýpt ríflega og skjáupplausn – er 1920×1080 á tækinu sem ég prófaði (Development Kit 2), en verð- ur víst að minnsta kosti 2000×1080 dílar á tækinu sem kemur á almennan markað á næsta ári. Það að skjárinn sé 7" gerir að verkum að sjónsviðið er 90 gráður sem er mun meira en á sam- bærilegum tækjum (sjónsviðið á Sony Personal 3D Viewer er 45 gráður). Eins og getið er um í upphafi þá var ég að spila forútgáfu af EVE: Valkyrie frá CCP, sem kemur á markað um leið og Oculus Rift, en það eru líka til fleiri leikir sem hægt er að spila með smá tilfæringum með forútgáfu af tækinu, áðurnefndu Developer Kit 2 eða þriðju forútgáfunni, Crescent Bay, sem var kynnt í sept- ember. Samkvæmt Wikipedia var Team Fortress 2 frá Valve fyrsti leikurinn sem hægt var að spila með græjunni, en síðan má líka spila Half-Life 2 eða Hawken. Það gefur augaleið að þrívíddargleraugu eins og Oculus Rift eiga eftir að hafa gríðarleg áhrif í tölvuleikjum og ná örugglega miklum vinsældum, en ég spái því að tækið eigi eftir að verða not- að á fleiri sviðum, til að mynda hvað varðar kappleiki í íþróttum, til að skoða fjarlæga staði (fara í sýndarferðalag), fylgjast með markverðum viðburðum, fundum eða fréttnæmum uppákomum, taka þátt í ráðstefnum eða samkomum, „mæta“ á mótmælafundi eða nema á námskeiði og svo má lengi telja. Þegar svo verður bú- ið að þróa hanska sem vinna á sama hátt, þ.e. stýra „höndum“ manns í sýndarheiminum sem gleraugun sýna þá erum við komin á enn annað stig – en eins framúrskarandi og það var annars að spila leikinn með stýripinna, þá langaði mig mikið til að geta not- að hendur og fingur á sem eðlilegastan hátt, að geta „snert“ stjórntækin og annað sem ég sá í stjórnklefanum. Það er bylting í aðsigi og það engin smá bylting. BYLTING Í AÐSIGI ÞRÍVÍDD ER NÆSTA SKREF Í TÖLVULEIKJUM OG ÞÁ ÞRÍVÍDD MEÐ ÞEIM HÆTTI AÐ NOTANDI SPENNIR Á SIG ÞRÍVÍDDARGLER- AUGU EINS OG OCULUS RIFT OG HEYRN- ARTÓL OG HVERFUR INN Í NÝJAN HEIM. SLÍKT MUN ÞÓ EKKI BARA VERÐA NOTAÐ Í TÖLVULEIKJUM, ÞVÍ NOTAGILDIÐ ER SVO MIKLU, MIKLU MEIRA. * Þó að vel miði með OculusRift, eða virðist miða vel í það minnsta, þá er enn talsvert í land með að koma græjunni á almennan markað. Crescent Bay er fyrsti vísir þeirrar græju sem seld verður á al- mennum markaði og með flesta þá möguleika sem eiga að vera til staðar, en fyrirtækið segir að það séu nokkrir mánuðir eftir og því ljóst að hún kemur ekki út fyrr en á næsta ári og líklega ekki fyrr en næsta haust. * Crescent Bay-frumgerðin ermeð innbyggð heyrnartól, sem er til mikilla bóta, og styður mun meiri hreyfingu, er með fleiri hrey- fiskynjara og nákvæmari. Skjárinn er með meiri upplausn en eldri gerðir, en ekki er gefið upp hver hún er, þó að fyrirtækið hafi lýst því yfir að hún verði meiri en 2000×1080 dílar í endanlegri útgáfu. * Eins og ég nefni hér til hliðarþá langar mann í meira en hefð- bundinn stýripinna þegar maður notar Oculus Rift á kollinum og annar stofnandi fyrirtækisins hefur látið þau orð falla að þróa þurfi fullkomnari stýripinna til að not- endur geti nýtt þrívíddarmöguleik- ana til fulls, þó enn viti menn ekki hvernig sá stýripinni muni líta út eða virka. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Ekkert gefur betri mynd af því hvernig er að spila með Oculus Rift en að horfa um öxl. Þegar maður horfir framfyrir sig sjást hendur á stýripinna - ég vil geta hreyft þær. Græjur og tækni Salernisleit með appi *Að hringsóla í stórborgum klukkustundumsaman, með viðkomu á kaffihúsum, kallar oftá tíðar klósettferðir og þá geta málin vand-ast; að finna þau. Ágætis smáforrit sem kall-ast Crohn’s er vinsælt meðal þeirra semdvelja á nýjum stöðum í heiminum og vita aðþeir muni þurfa að bregða sér á salernið en með appinu má auðveldlega finna góð salerni í næsta nágrenni notandans. Saga Oculus Rift byrjaði sem Kickstarter-verkefni og meðal þeirra sem studdu það í upphafi var íslenska leikjafyrirtækið CCP. Leikjahönnuðir CCP byrjuðu snemma að þróa leik fyrir það sem þeir kölluðu EVE-VR sem var svo sýndur á hátíð EVE-unnenda í Hörpu og síðan á E3-kaupstefnunni á síðasta ári. Á endanum varð EVE-VR síðan að fullbúnum leik, EVE: Valkyrie, sem kemur á markað um leið og Oculus Rift, en síðan verður hann fáanlegur fyrir þrívíddargræju Sony, Project Morpheus, þegar hún kemur á markað. EVE: Valkyrie er hasarleikur eins og þeir gerast bestir; leikurinn hefst þar sem sá sem spilar stýrir þungvopnaðri orrustuflaug sem tekur þátt í snörpum bardaga út í geimn- um. Á vefsetri leiksins, http://evevalkyrie.com/, kemur fram að spilendur geta unnið sig upp í metorðastiganum eftir færni og getu og eins verður hægt að velja hvort maður vill vera í framlínubardaga eða stuðningshlutverki, aukinheldur sem maður getur bætt við sig vopnum og komist á betri flaugar eftir því sem manni fer fram og líka hægt að skipta um fley í miðjum bardaga ef hentar. Eins og leikurinn er í dag þá er í honum mikill hraði og spenna og eins gott að hafa sig allan við, ekki síst í ljósi þess að óvinir geta birst úr öllum áttum. EVE-VR VERÐUR AÐ EVE: VALKYRIE Barist upp á líf og dauða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.