Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 26
Lífrænar teikningar einkenna glugga vinnu-
stofunnar og skapa skemmtilegan svip.
Heiðdís málaði falleg munstur á veggina.
Í
gömlu húsi við Strandgötu 29 hefur Heiðdís
Helgadóttir, sem hefur vakið athygli fyrir afar
fallegar teikningar, opnað skemmtilegt, opið
vinnurými.
„Mig vantaði pláss sem var hvorki búð né gallerí
en samt einhverskonar búð, gallerí og vinnustofa. Ég
hoppaði á þetta húsnæði um leið og það var opnað
enda ótrúlega stórt og gott rými, staðsett í Hafn-
arfirði, sem er besti bær í heimi,“ segir Heiðdís og
bætir við að hún geti jafnframt ekki skilgreint rýmið
sem hún kýs að kalla Snilldina. Þá segir hún vinnu-
stofuna notalega aðstöðu með góðum anda sem ein-
kennist af miklum umgangi vina og vandamanna.
Heiðdís segist taka hvatvísar ákvarðanir og hafi
þar af leiðandi ekki verið lengi að innrétta vinnurým-
ið. „Það fyrsta sem ég gerði var að velja tvo liti sem
ég síðan gekk út frá, mér finnst ótrúlega mikilvægt
að hafa mikið af litum. Ég valdi grá-blá-gula tóna og
vann svolítið út frá þeim,“ segir Heiðdís og bætir við
að hún hafi alltaf haft það hugfast að fá sér Chester-
field-sófa. „Ég hafði í raun aldrei pælt í því áður,
þetta bara kom upp í hugann. Ég lá síðan yfir bland-
.is þar til ég fann einn fullkominn og svo byggði ég
restina af stílnum út frá honum, bláa veggnum og
plöntunum mínum,“ segir Heiðdís sem hefur tekist
vel að skapa skemmtilegan anda inni í litríku og lif-
andi vinnurými.
„Svo er maður að kvarta yfir því að það sé aldrei
verið að gera neitt almennilegt fyrir miðbæinn í
Hafnarfirði en maður þarf stundum að gera hlutina
sjálfur í stað þess að vera að bíða eftir að eitthvað
gerist. Það hefur líka myndast mjög góð stemning
hérna í vinnurýminu og skapast oft skemmtilegar
umræður, ung kynslóð af fólki sem hefur hugmyndir.
Við nefndum þetta stúdíó Snilld, því við vorum alltaf
að hittast í snilldinni og gera einhverja snilld,“ segir
Heiðdís og hlær og bætir við að það séu mikil forrétt-
indi að geta starfað alfarið við teikningarnar.
Heiðdís vinnur nú að nýjum teikningum og segist
undanfarið hafa unnið að fjölda fígúruteikninga og líf-
rænum formum. „Frá því að ég var í listaháskólanum
hef ég verið afskaplega hrifin af lífrænum teikn-
ingum. Ég hef alltaf heillast mikið af marglyttuformi
en ég hef ekkert mikið verið að teikna það enda svo-
lítið feimnari við að sýna það þar sem mér þykir
ákaflega vænt um þær teikningar.“
Heiðdís útilokar ekki fleiri aðferðir og segist
heillast mikið af textíl og barnateikningum.
„Nú er ég mikið að skoða munstur út frá silki-
þrykki. Ég fór á silkiþrykksnámskeið í Myndlista-
skóla Reykjavíkur og langar svolítið að vinna meira
með silkiþrykk.“
Heiðdís stefnir á að hafa vinnustofuna opna eitt-
hvað í desember enda segir hún miðbæ Hafnar-
fjarðar sérlega skemmtilegan á aðventunni „Vinkona
mín kemur hingað að spila á harmonikku um jólin og
svo verð ég með jólaglögg og einhverja svona…
Snilld.“
Heiðdís gerði skemmtilegar mac-
rame-hnýtingar úr neonböndum.
Nýjar teikningar Heiðdísar einkennast meðal
annars af lífrænum formum og fígúruteikningum.
Heiðdís segir að skemmtilegar umræður myndist oft við stofuborðið eða sólina, eins og hún kýs að kalla það.
Rúmgóð vinnuaðstaða Heiðdísar sem hún
segir notalega aðstöðu með góðum anda.
Heiðdís ásamt syni sínum Brynjari Val í eldhúsi vinnustofunnar.
Morgunblaðið/Kristinn
INNLIT Á VINNUSTOFU
Litríkt og lifandi vinnurými
HEIÐDÍS HELGADÓTTIR TEIKNARI HEFUR OPNAÐ SKEMMTILEGA VINNUSTOFU Í MIÐBÆ HAFNARFJARÐAR.
HEIÐDÍS VINNUR NÚ AÐ NÝJUM TEIKNINGUM OG SEGIR ÞAÐ AFAR JÁKVÆTT AÐ FÁ AÐ TAKA ÞÁTT Í UPPBYGGINGU MIÐBÆJARINS.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Heimili
og hönnun *Fallegu snagarnir Krummi og Ekki Rúdolfeftir Ingibjörgu Hönnu hafa notið gríð-arlegra vinsælda bæði hér heima og er-lendis. Krummi og fatahengið Ekki Rúdolf erufáanleg í nokkrum litum en nú hefur viðureinnig bæst við flóruna. Þessi flotta viðbót
er falleg inn á hvert heimili og því tilvalin í
jólapakkann.
Nýtt frá Ingibjörgu Hönnu