Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 44
Umbótasinnuð athafna- og listakona
Innst inni er Dorrit íhaldssöm og jarðbundin. Hún er framúrstefnuleg og umbótasinnuð
í hugsun. Tilfinningalega er hún mótsagnakennd, næm, tilfinningarík og dul, en jafn-
framt því með afbrigðum sjálfstæð. Hún er jákvæð og hress út á við; listræn og skap-
andi hvað varðar athafnir.
Dorrit er að sumu leyti dæmigerð Steingeit, en öðru ekki. Það dæmigerða er flottur
stíll og klassísk fágun. Þar er hún ekki ósvipuð Svövu Johansen og Hendrikku Waage. Yfirbragð allra
þessara Steingeitarkvenna einkennist af ákveðinni fágun. Þær hrífast af öllu sem er vandað og vel
gert.
Það sérstaka við Dorrit er að hún blandar ýmsu óhefðbundnu inn í líf sitt. Hún er því bæði klass-
ísk og framúrstefnuleg. Hér er ég ekki einungis að tala um tísku, útlit og klæðaburð. Allur persónu-
leiki hennar einkennist af því að dansað er á mörkum þess hefðbundna og óhefðbundna. Hún vinnur
innan kerfisins en hún sækir í óhefðbundna líkamsrækt og matarvenjur. Hún virðir reglunar, en hún
hikar ekki við að klifra yfir girðingar ef þannig stendur á. Hún er íhaldssöm, frjálslynd og umbóta-
sinnuð. Allt í einum „elegant“ pakka.
Myndræn rökgreind
Þegar hugsun hennar er skoðuð kemur í ljós hversu framúrstefnuleg hún er. Hún
hrífst af nýsköpun og umbótum. Hún laðast að óhefðbundnum pælingum. Dorrit hef-
ur ágæta rökgreind, en hugsun hennar er einnig listræn og myndræn. Fyrir vikið
hefur hún verið greind lesblind. Þeir listrænu eiga erfitt með að sjá það hvernig köld
málfræði birtir heiminn. Hugurinn fer á ’spin’.
Tilfinningar – dul og einmana
Dorrit er flókin þegar tilfinningar eru annars vegar. Ég tel augljóst að það eru til-
finningarnar sem hafa þvælst hvað mest fyrir henni í lífinu. Hún er sérstaklega mót-
sagnakennd á þessu sviði. Það sem kemur mér hvað mest á óvart, þegar ég skoða
kortið hennar, er eftirfarandi: Dorritt er dul. Hún er einmana. Eigi að síður er hún
töffari. Það hjálpar, en er ekki endilega nærandi.
Mótsögnin í tilfinningalífi hennar er fólgin í eftirfarandi: Annars vegar er hún næm,
dul og tilfinningarík. Hún þráir djúp samskipti. (Tungl í Sporðdreka). Hins vegar er hún sjálfstæð og
köld. Hún hrífst af vitsmunum. (Venus í Vatnsbera).
Samspil þessara þátta þýðir að hún er heit og hún er köld. Hún sveiflast til og frá: „Olafur, komdu
og kysstu mig! Olafur, láttu mig í friði!“ gæti hún sagt, svona sitt á hvað.
Ráðleggingar til Dorritar
Elsku Dorrit. Þú ert svolítið flókin týpa. Mér finnst þér hafa tekist vel að sameina
íhaldssemina og frjálslyndið, það að vinna innan kerfisins og það að vera umbótasinnuð.
Þú ert flott.
Spurningin er hins vegar hvort þú megir ekki koma aðeins meira fram á sjónarsviðið.
Verða sýnilegri og gefa þá aðeins meira af sjálfri þér, án þess þó að verða of persónu-
leg. Þú ert í kjörinni stöðu til að hafa áhrif. Það þýðir að þú getur komið mörgu á framfæri, til dæmis í
sambandi við menntamál, heilsumál, mataræði, líkamsrækt og síðast en ekki síst hönnun.
Ég veit að þú hefur unnið mikið starf á bak við tjöldin og hjálpað fjölmörgum Íslendingum – ekki
síst listamönnum og hönnuðum – að koma sér á framfæri erlendis. Þakka þér fyrir það.
Þú þarft að vinna með tilfinningar þínar. Hleypa fólki að þér, án þess að verða óttaslegin. Þú tapar
ekki frelsi þínu þó að þú gefir meira af þér. Þetta er fyrst og fremst spurning um eigin líðan. Ég veit
að þú ert dul og vilt halda sjálfri þér fyrir utan sviðsljós fjölmiðlanna. Ég skil það. Allt er þetta
spurning um jafnvægi.
Að lokum, þú ert víðsýn. Þú þarft því að leggja áherslu á að hafa skýran fókus. Þú þarft að hug-
leiða, hlusta á innri mann þinn og greina á milli þess sem skiptir og skiptir ekki máli. Án slíkrar
vinnu hættir þér til að týna eigin sjálfi.
Hikar ekki við að klifra
yfir girðingar
DORRIT MOUSSAIEFF ER FÆDD 12. JANÚAR ÁRIÐ 1950, KLUKKAN 5 AÐ MORGNI, Í JERÚSALEM, Í
ÍSRAEL. Á ÞEIRRI STUNDU VAR SÓLIN (GRUNNEÐLI OG LÍFSORKA) Í HINNI JARÐBUNDNU OG
SKIPULÖGÐU STEINGEIT, TUNGLIÐ (TILFINNINGAR) Í HINUM DULA OG TILFINNINGARÍKA
SPORÐDREKA, MERKÚR (HUGSUN) OG VENUS (SAMSKIPTI) Í HINUM SÉRSTAKA OG SJÁLF-
STÆÐA VATNSBERA, MARS (BARÁTTUORKAN) OG MIÐHIMINN (MARKMIÐ) Í HINNI LISTRÆNU
OG FÉLAGSLYNDU VOG. RÍSANDI (FRAMKOMA) VAR Í HINUM FRJÁLSLYNDA BOGMANNI.
ÕGrunneðli
]
Vitsmunir
Y
Tilfinningar
Ráðleggingar
Stjörnukortið
GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON
www.islenskstjornuspeki.is
Steingeitin 21. desember – 20. janúar
Tími Steingeitarinnar hefst á vetrarsólstöðum 21. desember. Nóttin er löng og birta lítil. Veður eru
köld. Jörðin gefur ekki af sér nýja ávexti. Nýta þarf það sem er til staðar. Því er innbyggt í eðli Stein-
geitarinnar að skipuleggja og fara vel með verðmæti. Fyrir hendi er stolt og styrkur, en um leið ótti við grimmd
lífsins og kulda vetrarins. Steingeitin er raunsæ. Hún veit að aga er þörf.
v
Dorrit Moussaieff
fæddist í Jerúsalem 12.
janúar 1950. Hún er
athafnakona og for-
setafrú Íslands en hún
er gift Ólafi Ragnari
Grímssyni. Þau gengu
í hjónaband á sex-
tugsafmæli Ólafs,
hinn 14. maí 2003.
Dorrit gerðist ís-
lenskur ríkisborgari
árið 2006.
Dorrit er af ísr-
aelskum uppruna
og gyðingatrúar,
dóttir Shlomos og
Alisu Moussaieff
og elst þriggja
dætra þeirra
hjóna. Hún hefur
lengst af búið í
Bretlandi þar sem
fjölskylda hennar á
skartgripaverslanir.
Dorrit hefur veitt
íslenskri menningu
liðsinni með marg-
víslegum hætti, ekki að-
eins komið á tengslum
ytra, heldur er hún
einnig verndari Eyr-
arrósarinnar, sem veitt
er fyrir framúrskar-
andi menningarverk-
efni á landsbyggðinni.
Ennfremur hefur
hún stutt rækilega
við bakið á íslenskri
hönnun og list.
Dorrit hefur í
gegnum tíðina
safnað íslensku
handverki, lopa-
peysunum, sem
hún er þekkt fyr-
ir að klæðast, og
einnig skart-
gripum, vett-
lingum, sjölum
og skóm svo fátt
eitt sé nefnt.
Hún flutti lögheimili sitt
til Bretlands í desember 2012 til
að geta sinnt störfum og öldr-
uðum foreldrum í London.
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014
Morgunblaðið/Eggert
Ólafur og Dorrit gengu í hjónaband á
sextugsafmæli Ólafs 2003. Hér eru
þau við embættistökuna 2012.
Dorrit hefur í gegnum tíðina safnað
íslensku handverki, til dæmis sjölum
og lopapeysum.
Gunnlaugur segir forsetafrúna vera
bæði klassíska og framúrstefnulega.
Hún hrífist af því sem sé vandað.
DORRIT
MOUSSAIEFF
FORSETAFRÚ