Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014
Upplýsingalög voru fyrst sett ár-
ið 1996 en breytt 2012. Þá var
bætt við grein um markmið lag-
anna og með því skerpt á hlut-
verki fjölmiðla og skyldum hins
opinbera gagnvart fjölmiðlum.
Markmið laganna er „að tryggja
gegnsæi í stjórnsýslu og við
meðferð opinberra hagsmuna
m.a. í þeim tilgangi að styrkja:
1. upplýsingarétt og tjáning-
arfrelsi,
2. möguleika almennings til
þátttöku í lýðræðissamfélagi,
3. aðhald fjölmiðla og almenn-
ings að stjórnvöldum,
4. möguleika fjölmiðla til að
miðla upplýsingum um opinber
málefni.“
Skyldur hins opinbera til að
upplýsa fjölmiðla og almenning
eru því ríkar.
AÐ STYRKJA AÐHALD
FJÖLMIÐLA ER EITT
AF MARKMIÐUM
UPPLÝSINGALAGA
Að segja en ekki þegja
Starfsmönnum sem bera titilinnupplýsingafulltrúi hefur fjölg-að á undanförnum árum hjá
ýmsum stofnunum sem kostaðar eru
af almannafé. Í hverju ráðuneyti er
upplýsinga- eða fjölmiðlafulltrúi,
margar undirstofnanir ráðuneyta
hafa ráðið til sín sérstakan upplýs-
ingafulltrúa, Reykjavíkurborg er
með miðlægan upplýsingastjóra en
undir hann heyra níu manns í upp-
lýsinga- og vefdeild sem starfar
þvert á svið og skrifstofur borgar-
innar. Kópavogsbær er með upplýs-
ingafulltrúa sem og mörg af fyrir-
tækjum borgarinnar.
Samkvæmt upplýsingum frá ráðu-
neytum og Reykjavíkurborg var
fyrst ráðið í starf upplýsingafulltrúa
hjá Reykjavíkurborg 1987, hjá um-
hverfisráðuneyti hefur verið upplýs-
ingafulltrúi frá 1992 en hjá öðrum
ráðuneytum og undirstofnunum
þeirra hafa upplýsingafulltrúar bæst
við starfsliðið á undanförnum áratug
eða svo.
Ber skylda til að upplýsa
Það er vel þekkt að í stórum fyrir-
tækjum séu starfandi upplýsinga-
fulltrúar, sem hafa þann starfa að
halda utan um allar upplýsingar
sem birtar eru um fyrirtækið, innan
þess og utan. Eðli málsins sam-
kvæmt snýst starfið að miklu leyti
um það að passa upp á að jákvæðar
upplýsingar komist á framfæri en
minni áhersla er jafnan á það hjá
upplýsingafulltrúum að koma á
framfæri við almenning fregnum
sem eru minna jákvæðar fyrir við-
komandi fyrirtæki. Þannig reyna
fyrirtæki að stýra umfjöllun um sín
mál þannig að jákvæðu fréttirnar fái
meira pláss en aðrar sem kunna að
vera óþægilegar.
Þegar í hlut eiga sveitarfélög,
ráðuneyti eða stofnanir hins op-
inbera lýtur þetta starf hins vegar
öðrum lögmálum, því þessar stofn-
anir heyra undir upplýsingalög og á
þeim hvílir lagaleg skylda til að
upplýsa almenning og fjölmiðla.
„Upplýsingafulltrúum hefur fjölg-
að mikið á meðan fréttastofur hafa
verið að skera niður. Þetta er ekki
góð þróun,“ segir Valgerður Jó-
hannsdóttir aðjunkt við Háskóla Ís-
lands og umsjónarmaður með námi
í blaða- og fréttamennsku. Hún
bendir á að hlutverk upplýsingafull-
trúa fari ekki alltaf saman við hlut-
verk fjölmiðla.
„Með þessu er verið að stýra
upplýsingaflæðinu því hlutverk upp-
lýsingafulltrúa er fyrst og fremst að
koma á framfæri sjónarmiðum
vinnuveitandans á meðan hlutverk
blaðamanns er að vera fulltrúi al-
mennings, eða lesenda sinna og
áhorfenda, og afla upplýsinga fyrir
þá,“ segir Valgerður.
Fleiri í að stýra upplýs-
ingum en afla þeirra?
Þróunin hér á landi er ekkert eins-
dæmi. Í Bretlandi hafa blaðamenn
haft áhyggjur af fjölgun þeirra sem
hafa þann starfa að stýra upplýs-
ingum sem koma frá hinu opinbera
á sama tíma og skorið er niður á
ritstjórnum. Á dögunum fjallaði
PressGazette, fréttavefur um mál-
efni blaða- og fréttamanna, um þá
staðreynd að hjá bresku ríkisstjórn-
inni (central government) eru 1.500
manns starfandi sem upplýsinga-
fulltrúar eða við upplýsingagjöf
(communications staff). Rætt er við
nokkra blaðamenn í frétt um málið.
„Ég hafði ekki áttað mig á að svo
fjölmennur her manna starfaði við
það að neita að svara spurningum
og vera óhjálpleg,“ er haft eftir Ke-
vin Maguire, aðstoðarristjóra Daily
Mirror. Blaðamaður Guardian bend-
ir á að það styttist í að fleiri upplýs-
ingafulltúrar en blaðamenn fylgist
með því sem gerist í þinghúsinu.
Meðal blaðamanna hér á landi
hefur í mörg ár farið fram umræða
um það hvort fjölgun upplýsingafull-
trúa þjóni þeim tilgangi að veita
upplýsingar eða stýra þeim og jafn-
vel hindra upplýsingar.
„Við erum vön því hér að hafa
nokkuð greiðan aðgang að ráða-
mönnum og þeim sem taka ákvarð-
anir. En þarna er kominn milliliður
sem blaða- og fréttamönnum finnst
stundum tefja störf þeirra. Á sama
tíma er krafan um að birta fréttir
sem fyrst er orðin enn ríkari, það er
orðið stöðugt „deadline“ hjá blaða-
og fréttamönnum. Þeir sem gegna
stöðum almannatengla og upplýs-
ingafulltrúa hafa sínar siðareglur og
myndu aldrei skrifa upp á það að
þeirra hlutverk sé beinlínis að fela
upplýsingar. Hins vegar held ég að
því verði ekki mótmælt að það sé
reynsla blaðamanna að það sé
reyndin of oft. Andinn í stjórnkerf-
inu, burtséð frá lagasetningunni,
virðist því miður vera þannig að
blaðamönnum sé ekki treystandi til
að fá upplýsingar og meta sjálfir,
heldur þurfi að matreiða þær ofan í
þá,“ segir Valgerður.
Sú meginregla gildir nú hjá ráðu-
neytum og hjá borginni að öllum
fyrirspurnum fjölmiðla skuli beint til
upplýsingafulltrúa. Oftar en ekki
hafa þeir þó takmarkaðar upplýs-
ingar og þurfa því sjálfir að afla
þeirra innan úr viðkomandi stofnun.
„Þetta er þróun sem hefur verið alls
staðar í löndunum í kringum okkur.
Það hefur fjölgað mjög í þessari
stétt. Stundum finnst manni þó að
með þessu sé búið að búa til þrösk-
uld eða millilið þar sem maður skil-
ur ekki af hverju það er nauðsyn-
legt. Það er ekki alltaf verið að
spyrja um hluti sem eru hápólitískir
heldur bara vantar upplýsingar frá
sérfræðingi á tilteknu sviði,“ segir
Valgerður.
Almenningur telur
upplýsingum leynt
Svo virðist sem upplifun almennings
hér á landi sé sú að upplýsingum sé
leynt. Það gefa niðurstöður rann-
sóknar Jóhönnu Gunnlaugsdóttur,
dósents í bókasafns- og upplýsinga-
fræði við Háskóla Íslands, til kynna.
Í grein sinni í ritinu Samtíð undir
heitinu Leyndarhyggja: viðhorf al-
mennings til upplýsingagjafar
stjórnvalda og stofnana kemur fram
að helsta niðurstaða rannsókn-
arinnar, sem gerð var í mars árið
2012 og byggist á tilviljanaúrtaki úr
þjóðskrá, sé að meginþorri svarenda
taldi að upplýsingum sem vörðuðu
almannahagsmuni væri leynt oft eða
stundum. Hún rannsakaði afstöðu
almennings til þess hvort upplýs-
ingum væri leynt eða komið með-
vitað á framfæri við almenning. Í
ljós kom að 88% svarenda töldu að
ráðuneytin leyndu almenning upp-
lýsingum sem vörðuðu almanna-
hagsmuni oft eða stundum. Að sama
skapi töldu 78% svarenda að sveit-
arfélög leyndu borgarana upplýs-
ingum. Í rannsókninni kom í ljós að
90% töldu að ríkisstjórnin leyndi
upplýsingum (samsvarandi rann-
sókn hefur ekki verið gerð eftir að
núverandi ríkisstjórn tók við).
Meirihluti taldi einnig að undirstofn-
anir ráðuneyta leyndu upplýsingum.
Fjölgun upplýsingafulltrúa virðist
ekki skila sér í auknu trausti al-
mennings til þess að hið opinbera
veiti upplýsingar.
Þegar blaðamenn hugðust fá frekari
upplýsingar um lekamálið frá innan-
ríkisráðuneytinu á dögunum, eftir
að játning aðstoðarmanns ráðherra
lá fyrir mátti enginn svara nema
upplýsingafulltrúinn – sem var í fríi.
Morgunblaðið/Eggert
UPPLÝSINGAFULLTRÚAR HJÁ RÍKI OG BORG, SEM MEÐAL ANNARS HAFA ÞAÐ HLUTVERK AÐ VEITA FJÖLMIÐLUM UPPLÝSINGAR, GETA VIRKAÐ SEM
ÞRÖSKULDAR FREKAR EN AÐ AUÐVELDA FLÆÐI UPPLÝSINGA. ALMENNINGUR TELUR AÐ STJÓRNVÖLD, RÁÐUNEYTI OG SVEITARFÉLÖG LEYNI UPPLÝS-
INGUM. AÐJUNKT VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS BENDIR Á AÐ Á MEÐAN UPPLÝSINGAFULLTRÚUM FJÖLGI SÉ SKORIÐ NIÐUR Á FRÉTTASTOFUM.
Blaðamenn reka sig oft á veggi inn-
an stjórnkerfisins og fjölgun upplýs-
ingafulltrúa hefur ekki leitt til aukins
upplýsingaflæðis.
* Jafnvel þegar ríkisstjórnin sker niður nauðsynlega þjónustu við al-menning þá getur hún ekki skorið niður fjölda upplýsingafulltrúa.Nick Cohen hjá Guardian um fjölgun upplýsingafulltrúa og fækkun blaðamanna í Bretlandi. ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR
eyrun@mbl.is