Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 16
Jón Oddur og Jón Bjarni eru sniðugir bræður, tvíburar reyndar! Hvers manns hug- ljúfi en prakkarar þó. Mynd- in er skemmtileg fjöl- skyldumynd og fjallar um þegar tvíburarnir halda í sumarbúðir. Þeir staldra ekki lengi við þar heldur laumast úr sumarbúðunum með tveimur vinum sínum. Á ferðum sínum lenda þeir í ótal ævintýrum og átta sig á því að í þessari veröld er margt að finna. Sagan um Jón Odd og Jón Bjarna er tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Þráinn Bertelsson leikstýrði myndinni en hún er gerð eftir bók Guð- rúnu Helgadóttur. Páll Jósefs Sævarsson og Wilhelm Jósefs Sævarsson fara með hlutverk tvíburanna. Aðrir leikarar eru Egill Ólafsson, Steinunn Jóhannesdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Þórhildur Ýr Arnardóttir, Herdís Þorvaldsdóttir og fleiri. Jón Oddur og Jón Bjarni Það er óhætt að segja að Veiðiferðin frá árinu 1980 sé mikil klassík. Myndin er skemmtileg fjölskyldumynd og fjallar um fjöl- skyldu sem skundar í dagsferð á Þingvelli í rjómablíðu. Hjón og börn þeirra ásamt veiðifélaga og dóttur hans koma sér fyrir við Þingvallavatn í því skyni að reyna að fá eitthvað á öngulinn. Félagarnir hefja veiði á meðan frúin sólar sig í veðurblíðunni. Börnin verða hins vegar vör við skugga- lega menn sem virðast hafa eitthvað óhreint í pokahorninu. Börnin taka málin í sínar hendur sem verður til þess að upp hefst mikill spennuleikur og lenda þau í ýmsum ævintýrum. Handrit er eftir Andrés Indriðason en hann leikstýrði myndinni einnig. Meðal leikara í myndinni eru Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigurður Karlsson, Kristín Björgvinsdóttir, Guðmundur Klemenzson, Sigurður Skúlason, Yrsa Björt Löve, Pét- ur Einarsson, Árni Ibsen og Guðrún Þ. Stephensen. Veiðiferðin 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014 Fjölskyldan Nóg um að vera fyrir börnin Hvað og hvenær? Bókamessa í Ráðhúsi Reykjavíkur, barnadagskrá frá laug- ardegi til sunnudags kl. 13.15-16.30 í matsalnum 1. hæð. Nánar: Fjölbreytt dag- skrá og mikið í boði fyrir börnin. Teiknikeppni, Vísinda-Villi, Ævar vísindamaður, fótboltafjör, sögustund og fleira. Nánar á www.bokmenntaborgin.is ÞESSAR BÍÓMYNDIR VERÐA SEINT ÚRELTAR Klassískar fjölskyldu- myndir Í ÍSLENSKRI KVIKMYNDASÖGU MÁ FINNA MARGAR FRÁBÆR- AR FJÖLSKYLDUMYNDIR. MARGAR HVERJAR SEM SKILDU EFTIR SIG SPOR. SUNNUDAGSBLAÐIÐ VALDI NOKKRAR PERLUR SEM FRUMSÝNDAR VORU FYRIR ALDAMÓT OG GAMAN VÆRI FYRIR FJÖLSKYLDUNA AÐ HORFA Á SAMAN. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Þessi hjartnæma bíómynd frá 1994 er gerð eftir bók Guðmundar Ólafs- sonar, Emil og Skundi. Falleg saga sem fjallar um Emil, átta ára strák, sem þráir ekkert meira en að eignast hundinn Skunda. Hann leggur mikið á sig til þess að eignast hundinn en þegar draumurinn er loks orðinn að veruleika kemur upp vandamál og ákveður Emil að fara sínar eigin leiðir til að redda málunum. Drenginn dreymir auk þess dagdrauma og sér reglulega fyrir sér kóng og drottn- ingu sem eru í óðaönn við að byggja risastóra höll en gleyma litla strákn- um sínum í hamaganginum. Þor- steinn Jónsson leikstýrir myndinni en með hlutverk fara Kári Gunn- arsson, Guðrún Gísladóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og fleiri. Skýjahöllin „Goggi, hentirðu útigrillinu? Viltu gjöra svo vel að fara og ná í það? Því gæti verið stolið!“ Stella í orlofi er bíómynd sem allir þekkja. Edda Björgvinsdóttir fer á kostum í myndinni í hlut- verki Stellu, Þórhallur Sig- urðsson einnig í hlutverki Salomons og fleiri leikarar. Stella tekur að sér að fara með viðskiptavin eig- inmanns síns í laxveiði. Mik- ill misskilningur verður að kómískri fléttu og er hér á ferðinni ekta íslenskt grín. Myndin er frá árinu 1986 í leikstjórn Þórhildar Þorleifs- dóttur en handritið er eftir Guðnýju Halldórsdóttur. Aðr- ir leikarar í myndinni Gestur Einar Jónasson, Sólveig Arn- arsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Hildur Guðmundsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson og Sigurður Sig- urjónsson. Hreint frábær mynd sem hefur að geyma gullna frasa sem án efa eru gjarnan notaðir í gríni enn þann dag í dag. „Út með gæruna!“ Stella í orlofi Skáldsaga Her- dísar Egilsdóttur um Pappírs Pésa var notuð í handrit að sam- nefndri bíómynd fyrir fjölskyld- una. Myndin kom út árið 1990 og var hún send í forval Óskarsins árið 1991. Pappírs Pési lendir í alls- konar ævintýr- um með uppá- tækjasömum krökkum og má þar nefna óvæntri flugferð, kassabílarallíi og gera þau ýmis prakkarastrik í stórmarkaði. Nokkuð sem fjölskyldan getur notið þess að hlæja að saman. Ari Kristinsson leikstýrði myndinni en leikarar er m.a. þau Kristmann Óskarsson, Högni Snær Hauksson, Rannveig Jónsdóttir, Magnús Ólafsson, Ingólfur Guðvarðsson og fleiri. Pappírs Pési Stikkfrí er algjörlega frábær fjöl- skyldumynd um tíu ára stúlku, Hrefnu, sem leikin er af Berg- þóru Aradóttur. Hrefna býr hjá móður sinni en hefur aldrei kynnst föður sínum og telur hún föður sinn búa í Frakklandi. Hún kemst þó að því að hann býr í raun í Breiðholti. Þar hefur hann stofnað nýja fjölskyldu, er giftur og á tveggja ára gamalt barn. Hrefna og vinkona hennar Yrsa leggja á ráðin um að skoða þennan umrædda pabba aðeins betur sem hrindir af stað skemmtilegri og spennandi atburðarás. Stikkfrí var frumsýnd árið 1997 undir leikstjórn Ara Krist- inssonar. Aðrir leikarar í myndinni eru Bryndís Gunnlaugs- dóttir, Halldóra Björnsdóttir, Ingvar Eggert Sigurðsson, María Ellingsen, Halldóra Geirharðsdóttir, Hlynur Helgi Hall- grímsson og Kristbjörg Kjeld. Stikkfrí 1997 Benjamín dúfa er byggð á samnefndri bók eftir Friðrik Erlingsson. Fjórir vinir í Reykjavík ákveða að stofna riddarareglu Rauða drekans og berj- ast gegn ranglæti eftir að hrekkjusvínið í hverfinu, Helgi svarti, drepur köttinn sem gömul kona og vinkona drengjanna, Guðlaug gamla, á. Með reglunni vilja þeir hefna fyrir morðið á kettinum. Í kjölfarið lenda strákarnir í lífsreynslu sem mun rista djúpt. Allt í senn skemmti- leg, spennandi og átakanleg saga um lífið og tilveruna og baráttu góðs og ills. Benjamín dúfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.