Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 47
pólitísku næmi sínu og hélt uppi látlausu andófi gegn
sjálfstæði Indlands, sem öðrum þótti óhjákvæmilegt.
Hann fór ekki aðeins út af sporinu, heldur beinlínis
flaug út af þjóðbrautinni með furðulegri afstöðu til
hinnar skrítnu afsagnar konungsins, Játvarðar VIII.,
vegna ástarmála hans. Afsögnin fór öfugt í rótgróinn
konungssinnann, Winston Churchill. Hann flutti sér-
kennilegar ræður í þinginu, kóngi til stuðnings, og var
púaður niður í orðanna fyllstu merkingu, sem er nær
óþekkt í breska þinginu, þótt oft sé þar púað. Barátta
hans var algjörlega á skjön við almenningsálitið í land-
inu og virðing hans í þinginu þvarr mjög.
Churchill skynjaði ekki tilfinningar fólksins og ekki
heldur hvað var hinu elskaða konungsdæmi hans fyrir
bestu. Georg V., faðir Játvarðar, hafði spáð því að son-
ur hans, prinsinn af Wales, myndi rústa konungdæmið
á aðeins fáeinum misserum, að sér kistulögðum.
Georg VI., feiminn og stamandi, leit á það sem raun
og óhamingju þegar krúnan hafnaði óvænt á kolli hans,
vegna kvennafars stóra bróður. Georg reyndist þó
prýðilegur kóngur og skaffaði þjóðinni enn farsælli
þjóðhöfðingja með Elísabetu II. dóttur sinni, sem er
* Það er mikið keppikefli fyrirmannkynið að veröldin velkistþannig, að helst sé aldrei þörf mik-
ilmenna af ástæðum á borð við þær
sem vísuðu Winston Churchill upp í
brúna. Á sléttum sjó fá meðalmennin
notið sín. Og víst er sléttur sjór eftir-
sóknarverður og hagfelldari en ólgan
og sú hin þunga undiralda.
gervi. „Dulargervið það virðist afar haganlega gert,“
svaraði eiginmaðurinn.
En með vissum hætti sýndu þessi óvæntu og sér-
kennilegu úrslit styrk lýðræðisins fremur en veikleika.
Kjósendur dáðu og elskuðu sigurvegarann sinn. En
rétt eins og aðdragandi og upphaf heimsstyrjaldar-
innar höfðu beinlínis hrópað á mann eins og Churchill
þá bentu stríðslokin til annarrar áttar. Eins sýndi hin
óvænta niðurstaða að kjósendur gerðu skil á milli for-
ystumannsins og flokksins hans.
Kjósandinn taldi sig horfa til framtíðar eins og kjós-
anda ber að gera. Hann getur auðvitað sótt sér vegvísa
úr fortíðinni til að að ákvarða, hvað muni best gagnast í
framtíðinni. En það er ekki hans verkefni á kjördag að
bera fram þakkir. Enda gerir kjósandinn það sjaldnast.
Hann á heldur ekki að krossa við framboð í hefndarhug.
Þótt færa megi gild rök fyrir því að úrslit kosning-
anna sumarið 1945 endurspegli ekki vanþakklæti
bresku þjóðarinnar, eins og mjög var haft á orði, er
ekki þar með sagt að kjósendur hafi valið besta kostinn.
En það er önnur saga.
Mættur aftur
Churchill fékk síðar annað tækifæri, þá kominn á of-
anverðan áttræðisaldur. Um seinni stjórnarár hans
segir Paul Johnson: Eftirstríðsríkisstjórn Churchills,
sem ég fylgdist með úr návígi, var eins og lokahljómur
kviðu. Churchill vatt ekki ofan af vitlausustu ákvörð-
unum stjórnar Attlees eins honum bar þó að gera. Það
verkefni varð að bíða Margrétar Thatcher, þegar hún
tók við valdataumum árið 1979. En fram til þess að það
gerðist höfðu ákvarðanir Attlee-stjórnarinnar gert
bresku efnahagslífi ómældan skaða. – Ekki er laust við
að maður eins og ósjálfrátt horfi sér nær, bæði í tíma og
rúmi, þegar þessi dómur er lesinn.
Tími meðalmenna góður tími
Það er mikið keppikefli fyrir mannkynið að veröldin
velkist þannig, að helst sé aldrei þörf mikilmenna af
ástæðum á borð við þær sem vísuðu Winston Churchill
upp í brúna. Á sléttum sjó fá meðalmennin notið sín. Og
víst er sléttur sjór eftirsóknarverður og hagfelldari en
ólgan og sú hin þunga undiralda.
En það er á hinn bóginn engin trygging fyrir því að
sérsniðið stórmenni sé innan seilingar þegar válegir at-
burðir hrópa á þá manngerð. En Bretar í vanda hittu á
óskastund.
Styrjaldir Breta á meginlandinu snúast núna einkum
um reglugerðir Evrópusambandsins, eins og það er nú
spennandi efni. Væntanlega veldur Cameron þess hátt-
ar verkefnum, þótt ekki sé það öruggt.
En þótt viðfangsefnin virðist smá í sniðum um þessar
mundir þá er ekki útlokað að keppinautur Camerons,
núverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, geti sótt sér
huggun í eitt af þeim sögubrotum sem gerð hafa verið
að umtalsefni í þessu bréfi.
Ed Miliband þykir koma afburða klaufalega fyrir og
getur hvorki úðað í sig beikonborgara eða boðað nýja
tíð án þess að stuðningsmenn hans fari eilítið hjá sér.
Verkamannaflokkurinn hefur síðustu áratugina haft
sterka stöðu í Skotlandi. Ný skoðanakönnun þar sýnir
hins vegar að nú er svo komið að einungis 2% skoskra
kjósenda hafa trú á Ed Miliband! En á sama tíma trúa
26% Skota á að Lock Ness-skrímslið sé til.
Kannski bindur Ed Miliband vonir við, að þrátt fyrir
mikinn andbyr muni sér auðnast að taka öfugan Win-
ston í kosningum í maí nk. og kjósendur láti þá ekki
flokk Milibands gjalda óvenjulegra óvinsælda foringj-
ans. Það skyldi þó ekki verða.
enn að. Gamli Churchill varð síðar fyrsti forsætisráð-
herra hinnar ungu drottningar. Winstons Churchill er
getið í skandinavískri alfræðiorðabók sem kom út í ótal
bindum á fyrri hluta síðustu aldar. Bókin lýsir ferli
þessa „breska stjórnmálamanns“ í fáeinum orðum og
slær svo botni í þá frásögn með því að segja að ferli
hans sé lokið. Sú pólitíska dánarfregn reyndist röng,
þótt það kæmi ekki í ljós fyrr en síðar. Winston
Churchill átti ekki aðeins eina skærustu endurkomu í
framlínu stjórnmála sem þekkist, hann komst á efsta
tindinn og trónir þar enn.
Örlagavaldurinn Adolf
Og þetta var allt honum Adolf Hitler að þakka, en orðið
„þakka“ er sárasjaldan notað í nágrenni við þann
mann.
Adolf Hitler var hins vegar ekki mikilmenni. Miklu
fremur smámenni. En hann var hins vegar um skeið
voldugasti maður veraldar og alvaldur í sínu merka
ríki í rúman áratug.
Andstæðingarnir miklu voru ólíkir um flest, en ekki
þó allt. Næringarfræðingar hefðu þúsundum sinnum
tekið bindindissömu grænmetisætuna Adolf fram yfir
átvaglið og „brennivínsberserkinn“ Winston handan
Ermarsundsins. Adolf Hitler, sem raunar var einnig
liðtækur áhugamálari, skildi eftir sig sviðna jörð og
sviðinn belg sinn og brúðar sinnar í rústum naflans á
þúsund ára ríkinu.
Það stóð engin þjóð uppi í hárinu á Hitler fyrstu tvö
ár heimsstyrjaldarinnar síðari nema Bretar. Þeir
hefðu auðvitað aldrei náð að sigra hernaðarvél Hitlers
einir, þrátt fyrir stórkostlega og einarða forystu
Churchills. En án þeirrar forystu er ekki hægt að út-
loka að Hitler hefði staðið uppi sem sigurvegari með
öllum þeim ógnum fyrir mannkynið sem þeirri nið-
urstöðu hefði fylgt.
Bretar virtust að niðurlotum komnir en einmitt þá
barst rödd Churchills úr viðtækjunum flytjandi stór-
brotinn og skiljanlegan texta í senn, í gegnum mökkinn
eftir loftárásir og hálfhrunin hús. Svona gat enginn
maður talað sem ekki var sannfærður um sigur.
Kannski lýstu orð hans skorti á raunsæi, en það er
aukaatriði. Sigurvonin sem þjóðin þurfti svo á að halda
fékk vængi. Sjaldan hefur því réttari maður verið í
réttari stöðu en Churchill á svo örlagaríkum tíma.
Beiskur bikar
Óþarft er að hafa mörg orð hér um hið mikla stríð,
hræðilegasta manngerða hildarleik veraldarsögunnar.
Þegar Bandamenn höfðu sigrað í Evrópu var kallað
eftir kosningum í Bretlandi. Það sást þessa sigurdaga
og á þeim næstu, að breska þjóðin hafði aldrei elskað
stjórnmálalegan leiðtoga jafn heitt og þennan. Hún var
svo sannarlega ekki að fela það.
Margir töldu því að þessar kosningar væru nánast
eins og hvert annað formsatriði. Íhaldsflokkurinn ann-
ars vegar, með sjálfa þjóðhetjuna á oddinum, og and-
stæðingarnir hins vegar, Verkamannaflokkurinn með
daufgerðan leiðtoga, Clement Attlee, sem þótti helst
minna á bókhaldara að bauka út í horni. Í hann var þó
meira spunnið en sýndist.
Niðurstöður kosninganna komu eins og þruma úr
heiðskíru lofti og vöktu furðu um víða veröld. Þær voru
reiðarslag fyrir Winston Churchill og flokk hans.
Margir töldu framgöngu kjósenda algjörlega óskilj-
anlega og að vanþakklætið væri með miklum ólík-
indum. Clementine, sem hvatt hafði mann sinn til að
hverfa úr stjórnmálum í stríðslok, reyndi nú að hugga
hann og sagði úrslitin eins geta verið blessun í dular-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47