Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 49
23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 eða eggið. „Hittarinn“ eða síendurtekningin á honum í útvarpinu. Líf popparans á Íslandi veltur svolítið á því að útvarpsmenn taki tónlistina upp á sína arma, hvort sem það er af því að þeir fíla hana persónulega eða af því að hún er kynnt nógu vel. Það skiptir höfuðmáli svo að fólk byrji að kannast við lögin.“ Veit fólk að þú ert að semja sjálf þá tón- list sem þú hefur verið að flytja í gegnum árin? „Það er bara misjafnt eftir fólki, hversu mikið það hefur kynnt sér málin. En ég hef líka komist að því að fólki er yfirleitt alveg sama hver semur eitthvað lag. Það hef ég lært af reynslumiklum íslenskum poppurum, þeir taka sig ekki of hátíðlega og hafa húm- or fyrir hlutunum. Gott lag er alltaf gott lag. En eins og þetta snýr að mér snýst þetta um stefgjöldin sem eru einn af fáum tekju- möguleikum sem eftir eru í tónlistarheim- inum nú þegar plötusala er orðin lítil. “ Ragnhildur Reykhús í kvenkyni Eftir nokkur annasöm ár hér heima ákvað Ragnheiður að fara til New York í nám í djasssöng. Hún eignaðist þar vini til lífstíðar en var ekki að sama skapi ánægð með námið og fór heim eftir árs nám en rétt eftir að hún kom heim upplifði hún hálfgert skipbrot andlega, búin að keyra sig út og segist ekki hafa verið stödd á góðum stað hugarfarslega. „Ég lenti í andlegum veikindum rétt eftir tvítugt og það var mikil lífsreynsla. Það var mér og fjölskyldu minni mikið áfall en þegar frá líður sé ég hvað það var dýr- mætur lærdómur. Ég er til dæmis nokkuð viss um að ég myndi ekki hugsa jafn vel um sjálfa mig og heilsuna mína ef þetta hefði ekki gerst og fyrir það er ég þakklát. Heils- an er orðin eitt af mínum aðaláhugamálum og það skilar sér í meiri lífsfyll- ingu og hamingju. Sem betur fer er um- ræðan um andleg veikindi komin á þann stað að einhver sem lendir í þeim þarf ekki lengur að skammast sín fyrir að hafa veikst. Það eru gríðarlega margir þættir sem spila inn í, erfða- og umhverf- isþættir, svo sumir eru líklegri en aðrir til að veikjast á þennan hátt án þess að geta nokkuð að því gert. Ég þekki mjög marga sem eiga svipaða sögu og ég sem hafa al- gjörlega náð sér að fullu með réttum og markvissum leiðum. Svo þetta er enginn heimsendir eða dómur yfir manni sem mann- eskju.“ Þeir sem þekkja Ragnheiði vita að hún er áköf áhugamanneskja um andleg málefni og hefur alla tíð verið. Daglega les hún bækur er snúa að þeim efnum og á stutt í land með að vera útskrifaður jóga- kennari. „Ég veit nokk- urn veginn hvað hentar mér með mataræðið og til dæmis gerir sykur mig dofna, veikir mig og gerir mig viðkvæmari. Hins vegar leita ég oft í ruslkolvetni þegar ég er stressuð og vil deyfa mig þegar ég þyrfti einmitt á allri hugarorkunni og kröftunum að halda. Ég er óttalegur sælgætisgrís og veit fátt betra en að borða dísæta eftirrétti. En til að stemma stigu við þessum per- sónuleikaöfgum reyni ég að vera reglulega í jóga og svo finnst mér ekkert betra en að lyfta lóðum. Jógað nærir inhverfu hlið manns meðan að lóðin kveikja á veiðieðlinu og láta mann langa í kjöt og fisk. Við höfum öll þetta eðli í okkur. Bara spurning hverju við viljum veita mesta athygli.“ Almennt séð segist Ragnheiður þó hafa sí- fellt minni og minni lyst á dýraafurðum. „Ég veit að samkvæmt nýjustu næringarfræði- rannsóknum er best fyrir okkur að fá dýra- prótín en hins vegar hef ég bara svo óskap- lega mikla samúð með elsku dýrunum. Hún bara ágerist og skynsemin fær engu um það ráðið. Nýlega las ég svo að það er ekkert skárra að drekka mjólk eða borða egg því þeim dýrum er slátrað um leið og ekki er þörf fyrir þau lengur! Þetta er að sjálfsögðu gangur náttúrunar en jógafræðin kenna okk- ur að við erum öll jafnréttháar verur, menn og dýr, og viti bornir einstaklingar ættu ekki að leggja sér lík af öðrum skepnum til munns. Ég tek reglulega vegan-tímabil og vonandi tekst mér einhvern tímann að stíga það skref til fulls enda hallast ég að því að það sé hið eina siðferðislega rétta í stöðunni - og líka best fyrir jörðina okkar. Stundum geta ítalskar kjötbollur og pylsur bara verið svo aðkallandi og eins og ég segi, persónu- leiki minn er fullur af andstæðum og ég er algjör Ragnar Reykás. Eða Ragnhildur Reykhús í kvenkyni.“ Textar eftir þjóðþekkt skáld Ragnheiður hefur verið með Guðmundi Pét- urssyni gítarleikara og tónlistarmanni í mörg ár og saman eiga þau Gunnar Magnús, sem er tæplega þriggja ára. Þau hafa unnið mikið saman og gera það vel, án nokkurra rifrilda eða dramatíkur að sögn Ragnheiðar, enda hafi þau verið afar góðir vinir alla tíð. Þau séu ólík, Guðmundur er jarðbundinn rök- hyggjumaður og Ragnheiður segist hafa lært af honum að maður þurfi ekki að bera til- finningarnar utan á sér. „Hann hefur sérstæða og djúpa ástríðu fyrir tónlist, ég þekki engan eins og hann að því leyti. Meira að segja ég þarf stundum frí frá tónlistinni en hjarta hans slær þar eilíf- lega og hann er alltaf með tónlist í eyrunum þegar hann er ekki að spila hana.“ Fjölskyldulífið inniheldur líka kettina Bangsa og Mura. „Á Bangsa vantar eina loppu en hann er svolítill klaufi og væri ef- laust greindur með ADHD væri hann mann- eskja. Muri er algjör andstæða við hann. Hann mjálmar eiginlega ekki og er svona þögla týpan. Það er stundum hálfóþægilegt hvað hann er gáfaður. Okkur finnst eins og hann skynji mannlegt tungumál og nemi allt. Þegar við sýnum Bangsa of mikla athygli verður Muri svartur í augunum af höfn- unartilfinningu. Hann ætti hreinlega ekki að vera köttur. Það hefur verið mikið að gera síðustu tvö árin, mikil ferðalög og spilamennska útum allar trissur, og þar sem við Gummi vinnum mikið saman hafa fjarvistir verið þó nokkrar frá Gunnari Magnúsi. En sem betur fer eig- um við mjög sterkt bakland og fáum mikla hjálp.“ Hvernig veganesti fékkstu frá þínu bak- landi – frá foreldrum þínum? „Foreldrar mínir eru harðduglegt fólk, bæði jarðbundin og skynsöm, og kenndu okkur að maður þyrfti að hafa fyrir hlut- unum. Fyrst og síðast veittu þau okkur endalausa ást, þolinmæði, hvatningu og ör- yggi og fyrir það er ég þeim eilíflega þakk- lát. Það er mjög gott að eiga þau að þegar við förum utan í tónleikaferðir, þau eru eins og aukaforeldrar að því leytinu.“ Þegar þú horfir til baka – hvað stendur upp úr? „Astrocat Lullaby gerir það, það var plata sem ég samdi og útsetti algerlega á mínum forsendum og ég er mjög stolt af henni. Svefnljóð er plata sem mun örugglega skipa sama sess. Þetta eru lög frá ýmsum tímum, sum þeirra gerði ég fyrir sex árum og svo er þar að finna nýjar útgáfur af gömlum lögum. Ég er með sálm á plötunni sem er saminn við ljóð Sigurðar Pálssonar, þrír textar eru eftir Hallgrím Helgason, eitt lag er eftir Gumma og svo er titillag plötunnar „Svefn- ljóð“ gert við ljóð Kristínar Jónsdóttur frá Hlíð í Lóni, úr bókinni Bréf til næturinnar, bók sem vakti mikla athygli og fjallaði um ást í meinum. Þetta er poppuð plata fyrir mig en ég veit að það er fólk sem mun elska hana og ég vona innilega að hún nái að rata í hendurnar á þeim sem kunna að meta hana og þurfa á henni að halda,“ segir Ragnheið- ur, eftirvæntingarfull eftir því sem fram- undan er og að sjálfsögðu afmælinu um miðj- an desember. „Ég hlakka rosalega til og vona að ég nái að fylla salinn af dyggum aðdáendum.“ „Ég man vel eftir að hafa verið sögð erfið þegar ég held að ég hafi einfaldlega haft kjark til að koma eigin skoðunum á fram- færi um hvernig ég vildi útsetja tónlist og slíkt. Það var pínu skellur og ég sá að ég þyrfti að tóna aðeins niður hreinskilnina og vinna í því að vera ekki alltof mikil „kontrolfrík“,“ segir Ragnheiður Gröndal. Morgunblaðið/Ómar * Ég lenti í and-legum veikindumrétt eftir tvítugt og það var mikil lífs- reynsla. Það var mér og fjölskyldu minni mikið áfall en þegar frá líður sé ég hvað það var dýrmætur lærdómur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.