Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 39
23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 *Menn hafa breyst í verkfæri verkfæra sinna. Henry David Thoreau Ertu ennþá að hlusta á Eric Clap- ton eða Taylor Swift með eyr- unum? En ófrumlegt. Tveir breskir frumkvöðlar halda því nú fram að „beinhlustun“ – semsagt það að nema hljóð í gegnum beinin í mannslíkamanum – geti dýpkað hljóðskynjun fólks til muna og gert því kleift að hlusta á tónlist á annan hátt en áður. Að hlusta á tónlist fyrir atbeina titrings í líkamanum – og nema þannig svonefnt „áþreifanlegt hljóð“ – fremur en með bylgjum sem ferðast í gegnum loftið er tækni sem Steve Snooks og James Williams ætla sér að vekja athygli á með uppfinningu sinni, SubPac. Á heimasíðu SubPac kemur fram að tækið sé „hágæðabassakerfi sem flytur lágar tíðnir inn í líkama þinn, og dregur þannig fram í dagsljósið líkamlega eiginleika hljóðs“. Með öðrum orðum er hér um að ræða hátalarastæðu í bakpoka sem gerir hlustendum kleift að finna fyrir hljóði í stað þess að heyra það aðeins. Einnig er til út- gáfa af SubPac sem fest er við stól- bak og sendir þaðan djúpa strauma upp í rass hlustenda og fær beinin til að nötra. „Mikið af raunverulegu hljóði stafar af titringi, straumi, sem fer beint í kuðunginn í innra eyra þar sem unnið er úr hljóði, í stað þess að fara með lofti í gegnum eyrað,“ sagði Sebastian Merchel frá Tækniháskólanum í Dresden í sam- tali við BBC. Hann benti einnig á að börn gætu heyrt með þessum hætti í móðurlífi. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Hlustað með beinunum SubPac er smeygt á bakið eins og venjulegum bakpoka. Samskiptarisinn Facebook vinnur nú að því að setja á laggir sérstakt tengslanet fyrir vinnandi fólk svo það geti ræktað sambönd sín og unnið saman að vinnuskjölum. Financial Times greindi frá þessu í vikunni. Facebook at Work mun svipa til núverandi síðu Face- book sem fólk styðst við í einkalífi sínu. Notendum verður hins vegar gert kleift að aðskilja persónulega síðu sína frá þeirri sem einskorðast við vinnu. Starfsmenn, sem sagðir eru vinna að þróun nýju síð- unnar, sögðu í samtali við Financial Times að notendur myndu geta spjallað við vinnufélaga, byggt upp tengslanet og deilt vinnuskjölum. Nýja síðan, sem sagt er að sé nú þegar í notkun innan höfuðstöðva Facebook, gæti veitt þjónustum á borð við Google Drive, Microsoft Office og LinkedIn harða sam- keppni. LinkedIn, sem sett var á laggir árið 2003, er í dag stærsti fagsamskiptamiðillinn. Notendur hans eru um 332 milljónir og þeir dreifast milli rúmlega 200 landa. Not- endur Facebook um víða veröld eru hins vegar um 1,35 milljarðar. Fram kemur á vef BBC að ýmsir atvinnurek- endur hafi sínar efasemdir um notagildi samskiptamiðla á vinnustað og hafa bannað þá á skrifstofum sínum. „Facebook at Work mun eflaust gagnast fyrirtækjum að einhverju leyti, en ekki á þann hátt sem þau halda,“ segir Andre Spicer, prófessor við Cass Business School, í samtali við BBC. „Framleiðni starfsfólks mun ólíklega aukast, en Facebook at Work gæti gert það tengdara og meðvitaðra. Samskiptamiðlar á borð við Facebook auð- velda fólki að byggja upp „veik tengsl“, semsagt við fólk sem það talar sjaldan við og þekkir aðeins lítillega. Slík tengsl geta gefið af sér verðmæta bakgrunnsþekkingu.“ NÝJASTA NÝTT Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, og Joko Widodo, forseti Indónesíu, í vikunni. AFP Facebook verði vinnutæki S pjaldtölvurnar munu án efa nýtast vel,“ segir Ásgeir Haraldsson, prófessor og yfirlæknir barnalækninga á Barnaspítala Hringsins, um spjald- tölvurnar tíu sem Samsung og Sím- inn færðu spítalanum á dögunum. „Þótt við starfsfólkið séum skemmtileg þurfum við oft að dreifa athygli barnanna annað, eins og til dæmis þegar við verðum að taka blóðprufu eða hjartalínurit og þau þurfa að vera róleg og vær. Þá dreifum við huga þeirra frá því sem við erum að gera og gagnast spjaldtölvur einstaklega vel til þess. Við höfum hins vegar átt til- tölulega fáar og því kemur gjöfin sér vel.“ Ásgeir bendir einnig á að oft sé gott að grípa til spjaldtölva þegar veikindin eru útskýrð fyrir börnum og foreldrum. „Þá er auðvelt að fara á netið og sjá góðar myndir sem skýra stöðuna.“ Spjaldtölvurnar verða einnig not- aðar til afþreyingar fyrir börn og jafnvel foreldra á löngum og ströngum dögum á spítalanum. „Það er töluvert um að foreldrar séu með tölvur til afþreyingar. Það er þó misjafnt hvað fólk getur og því gott að geta gripið til þessara,“ segir hann en á þeim öllum hefur verið sett upp Sjónvarps Símans- appið og aðgangur að SkjáKrökk- um þar sem finna má á þriðja hundrað klukkustundir af íslensku og talsettu barnaefni. Þrjú til fjögur þúsund börn leggjast inn á spítalann á ári og 25 þúsund koma á bráðadeildir og göngudeildir spítalans. Spjaldtölvur til Hringsins SPJALDTÖLVUR HJÁLPA TIL VIÐ AÐ DREIFA HUGA BARNA OG NÝTAST VEL Á BARNASPÍTALA HRINGSINS, SEGIR YFIRLÆKNIR. Spjaldtölvur geta komið að góðum notum og létt dvölina á spítalanum. Morgunblaðið/Styrmir Kári iPad mini Verð frá44.990.- Silfur - Dökkgrár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.