Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2014 „Hann naut þess í botn. Segir landið fallegt og að kuldinn hafi alls ekki slegið hann út af laginu.“ Þannig hljómar svar Nicole Perez-Krueger, blaðafulltrúa bandaríska kvikmyndaleikarans Matthews McConaugheys, við fyrirspurn Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins þess efnis hvernig leikaranum hafi líkað að vinna á Íslandi en nýjasta kvikmynd hans, Interstellar, var sem kunnugt er tekin að hluta hér á landi. Líklega eitt stysta viðtal í 101 árs sögu Morgunblaðsins, ef ekki hreinlega það stysta, en svar eigi að síður frá afar niður- sokknum manni. Er það vel. Í mörg horn er að líta hjá vinsælum kvikmyndaleikurum, sem sést líklega best á því að svarið barst ekki fyrr en réttum mánuði eftir að fyrirspurnin var lögð fram. McConaughey hlaut Óskarsverðlaunin fyrr á þessu ári fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Dallas Buyers Club. Úr kvikmyndinni Interstellar. LEIKARINN MATTHEW MCCONAUGHEY Naut þess að vinna hér Óskarsverðlaunahafinn Matthew McConaughey gaf sér tíma til að svara fyrirspurn blaðsins. AFP Ellefu ára piltur, Eggert K. Norð- dahl, vann mikið þrekvirki í nóv- ember 1969 þegar hann bjargaði fimm ára frænku sinni, Helgu Eggertsdóttur, frá drukknun í Hólmsá (Bugðu) fyrir framan Bakkakot við Suðurlandsveg. Helga litla hafði verið að leika sér ásamt Unni systur sinni þegar þunnt ísskæni brast og systurnar duttu báðar niður vökina. Unnur komst fljótt upp en Helga ekki. Engir sjónarvottar voru að slysinu en Eggert kom fljótt á vettvang. „Ég renndi mér niður eftir ánni og sá allt í einu eitthvað blátt undir glærum ísnum. Um leið kölluðu krakkarnir til mín að þetta væri Helga, hún hefði dottið í vök.“ sagði Eggert við Morgunblaðið. Hann renndi sér að vökinni, þar sem hann beygði sig niður og hjó skautunum í ísinn til að skorða sig. Með þeim hætti tókst honum að ná í handlegg Helgu, þegar straum- urinn bar hana undir vökina. „Þannig hélt ég henni, þangað til amma hennar kom og hjálpaði mér að ná henni upp.“ Helga litla var flutt á spítala til aðhlynningar og bar sig vel þegar Morgunblaðið heimsótti hana þar. Varð ekki meint af volkinu. GAMLA FRÉTTIN Bjargaði stúlku Eggert K. Norðdahl sýnir hvernig hann bar sig að við björgunina á ísnum. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Chris Hemsworth kvikmyndaleikari Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari Skálmaldar Birkir Bjarnason landsliðsmaður í knattspyrnu ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 SPARAÐU 25% AF BORÐSTOFU- HÚSGÖGNUM* 22. NÓVEMBER TIL OG MEÐ 2. DESEMBER sýningareintök, útlitsgölluð húsgögn og gjafavara Aðeins þessa helgi 22. - 23. nóvember LAGERSALA 40-80% afsláttur Sápumeðhöndlað borðstofuborð úr eikarspón. L 220 xH74 x B95 cm. 119.900 kr. Nú 89.925 kr. Fæst einnig 160 x 95 cm. 97.900 kr. Nú 73.425 kr. Penny-borðstofustóll. Svart leðurlíki og fætur úr eik. 17.900 kr. Nú 13.425 kr. Verð á borðstofuborði og 6 stólum. 227.300 kr. Nú 170.475 kr. Corvo-borðstofuborð+Penny-borðstofustóll 15.034 ámánuði í 12mánuði Corvo-borð +6Penny-stólar 170.475 SPARAÐU56.825 Stóllmeð svörtu leðri og krómfótum. 29.900 kr. Nú 22.425 kr. Krono-borðstofustóll Stóllmeð plastsetu og fótumúr eik. 17.900 kr. Nú 13.425 kr. Fæst í fleiri litum. Moon-borðstofustóll SPARAÐU 4.475 SPARAÐU 7.475 * gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði og vörummerktum ”Everyday Low Price”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.