Stígandi - 01.10.1946, Side 8

Stígandi - 01.10.1946, Side 8
Geðveikur glæpamaður ................... 1 Geðveikir og fábjánar ........................ 16 Flakkarar, skækjur o. þ. u. 1................ 36 Afbrotabörn og afbrotaunglingar sem ekki náðu fullorðins aldri ................ 6 Dáin á unga aldri, án þess að vart yrði glæpahneigðar .................................. 4 Sjálfbjarga fólk með óflekkað mannorð .... 16 Alls 95 Þetta er ávöxturinn af hjónabandi frændanna tveggja. Tala þeirra ættingja, sem teljast mega heiðvirðir og andlega heilbrigð- ir menn og af barnsaldri komust, er ekki nema 17 af hundraði. Og er við athugum ættartöluna, sjáum við, að það er lítil grein, sem virðisthafa rifið sig upp úr sukkinu meðþví að veita inn í ætt- ina nýju iblóði og óspilltu. Mig brestur gögn til að lýsa úrkynjun Zero-ættarinnar í einstökum atriðum. Ofdrykkja er viðloðandi í allri þessari stóru fjölskyldu. Henni eru glæpir samfara frá upphafi. í öðrum og þriðja lið kemur frarn geðveiki, sem þaðan í frá er arfgeng í ættinni. Þannig vex og magnast úrkynjunin. Of- drykkjan er sú rót, sem hún virðist runnin af. Þetta eina dæmi ætti að nægja til þess að sýna, að lestir ganga ekki síður í arf en kostir. Úrkynjunin hlítir ekki síður lögmáli erfðanna en hæfileikar og þroski. En öll uppeldisviðleitni strand- ar einmitt á hinni lögmálsbundnu úrkynjun. Einu sinni skoðaði ég hæli, sem 300 fávita börn dvöldu á. Ég gleymi því aldrei, sem ég sá þar og heyrði. Hinn snjallasti uppeldisfræðingur fær þar minnu áorkað en ómenntuð og gróf eldabuska. Börnin eru eins og dýr, en það eru sjúk dýr, ólæknandi, viðbjóðsleg. A’llt, sem fyrir þau er hægt að gera, er að sjá um næringu þeirra og hrein- læti. En hver er uppspretta þessarar eymdar? Og hvernig verður hún stöðvuð? Hversu margar sögur hafa hér gerzt, sem hliðstæðar eru sögu Zeroættarinnar? Einn xnaður með verulega andlega og siðferðilega bresti getur orðið upphaf slíkrar risavaxinnar úrkynj- unar, sem engin uppeldisleg snilli fær stöðvað. Fyrir okkur Islendinga er þetta lærdómsrík staðreynd. Við erum fáir, einstakar ættir geysistórar og fjölmennar í samanburði við þjóðarheildina. Langt fram yfir aldamót voru sumar ættir lokaðar inni í aifskekktum héruðum. Af öllu þessu leiðir, að skyld- menni giftast tiltölulega miklu oftar hér á landi en með stærri 246 STÍGANDI

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.