Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 56

Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 56
iheldur flýtti sér aftur í, en hafði ekki langa viðdvöl þar, þegar liann hafði litið á klukkuna. „Ykkur er óhætt að dragnast upp,“ kvað nú aftur við í gatinu, „en það er ráðlegra fyrir ykkur að vera ekki snöggklæddir." „Þetta er ljóta 'fjandans veðrið,“ sagði Jónki, þegar hann konr niður. „Það hefir litla þýðingu, þó að maður sé að reyna að glápa svona, því að það sést ekki nema nokkra faðma frá skipinu, en helvítis kuldinn ætlar að steindrepa rnann. Ég er viss um,. að það verður ekki hægt að róta nokkrum enda, ef svona veður helzt lengi. Hvar er ketillinn? — Látið þið hann standa niður á gólfi, þrælbeinin ykkar?“ „Nei, ég var rétt að setja hann frá mér, það er víst óþarfi að sjóða lengur það, sem í honum er, það er tórnur korgur, þeir hafa verið að geyma okkur það bezta.“ Það var Ásmundur, sem gegndi. Það mátti með sanni segja, að það var mesta hundaveður. Veðurhæðin var mikil, og hríð með hörkufrosti, en sjólítið var, og skiljanleg ástæða til þess. Fjögra tíma vaktin leið nú án nokkurra verulegra breytinga. Veðrið versnaði heldur fram undir miðja vaktina, en var svo svipað úr því. „Við verðum líklega að láta synda eitthvað upp á við,“ sagði skipstjóri við stýrimann, eftir að hafa staðið um stund uppi og atJliugað sjóinn með nákvæmri athygli. „Það er ekki langt í þann ihvíta, og mér er ver.r við að láta hann reka kringum okkur, sér- staklega, þegar svona er dimrnt. Og sennilegast er líka, úr því að loftvogin er ekki farin að stíga, að þetta veður standi nokkuð lengi, því að vanalega stendur hún nógu hátt, þegar ísinn er ann- ars vegar. Það er víst æði mikið frost, ég sé það er farinn að hlaðast þó nokkur klaki á dallinn.“ Nú voru skipverjar kallaðir á þilfar, þeir sem vakt áttu uppi. Framseglin voru dregin upp, og gekk það þolanlega, enda þótt dragreipin væru talsvert frosin. Samtímis var afturseglið halað á beitivind. Stórseglið var erfiðast. Þegar átti að liala í stórskautið, var það al.lt klætt þykkri svellhúð, sem hvergi var hægt að festa hendur á, og kaðallinn tvöfalt gildari en svo, að hann gengi gegn- um blakkirnar. Tók því nokkurn tíma að berja svo utan af hon- um, að hægt væri að hala saman, en tókst þó að lokum. Enda þótt seglin væru tvírifuð, svamlaði Sæfarinn furðu vel- áfram. Vindinn vantaði heldur ekki, og svo hjálpaði það rnikið, 294 stígandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.