Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 17

Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 17
hafa hundraðfaldast, þúsundir einstaklinga eru þá fyrirfram dæmdar til vanþroska og ógæfu. Og sá baggi, sem þessi sjúki og sívaxandi h'luti þjóðarinnar bindur heildinni, verður henni smám saman óbærilegur, efnalega og siðferðilega, svo að hún síligast undir honum. Þessi hætta vex að sama skapi sem aukin þekking og mildara hugarfar leggjast á eitt að halda við sem lengst li.fi hvers einstaklings. Aður fékk það fólk, sem ekki var vinnufært sökum líkamlegrar eða andlegrar vöntunar, að deyja drottni sínum. Og útburður vanskapaðra og vangefinna barna fyrr á tíð, svo miskunnarlaus ráðstöfun sem það sýnist frá okkar sjónarmiði, var tvímælalaust mikilvæg vörn gegn úrkynjuninni. Slíkar aðferðir virðast okkur nútímamönnum jafn-fjarstæðar eins og áheit á Iiina helgu mey gegn farsóttum. Aftur á móti veldur það engu hneyksli lengur, að við takmörkum þann fjölda barna, sem við getum og fæðum. En takmörkunina leiðir beint af því, að læknislist og aukið hreinlæti 'hafa bægt ifrá okkur þeim ægilega l>arnadauða, sem geisaði frá því við vitum fyrst og fram í lok 19. aldar. Ef við hugleiðum, hvílíkar þjáningar hljóta að hafa fylgt hinni ótrúlegu barnamergð og hinum óstöðvandi barnadauða, verður augljóst, að hér hefir orðið veruleg framvinda í mann- úðarátt. Næsta skrefið er það að Iiindra getnað og fæðingu þ'eirra barna, sem vegna arfgengra galla verða fyrirsjáanlega andlegir eða líkamlegir aumingjar. Slíka þjáningu og niðurlægingu eigum við að spara þjóðinni, og að þessu marki hlýtur allt mannkyn að stefna. Stöðvun úrkynjunarinnar er krafa nútímans, en hún er jafnframt krafa mannúðarinnar. Þeim, sem af trúarlegum ástæðum eða viðkvæmni eru henni andvígir, mætti benda á það, að í staðinn fyrir hvern einstakling, sem þeir vilja þyrma, leiða þeir óbeinlínis böl og óhamingju yfir tugi og jafnvel hundruð manna. Með vaxandi iirkynjun mun glæpum fjölga, en menningu og siðgæði hnigna. Af þessum sök- um getur ekki orðið neinn skynsamlegur ágreiningur um það. að réttmætt sé og nauðsvnlegt að stemma stigu fyrir úrkynjun- inni, að því leyti sem hún birtist í sjúklegu formi. Spurningin er því aðeins sú, hvort þjóðin standi siðferðilega á svo traustum grundvelli, að hún liafi rétt til að krefjast af einstaklingnum þeirrar fórnar, sem í því felst að láta svipta sig æxlunarhæfninni. Sú þjóð ein hefir þennan rétt, sem með opnum sjónum og mark- vissum hug stefnir að æðra takmarki. Hin, sem þolir það átölu- laust, að sú uppspretta úrkynjunarinnar, sem auðveldast er að STÍGANDI 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.