Stígandi - 01.10.1946, Page 17

Stígandi - 01.10.1946, Page 17
hafa hundraðfaldast, þúsundir einstaklinga eru þá fyrirfram dæmdar til vanþroska og ógæfu. Og sá baggi, sem þessi sjúki og sívaxandi h'luti þjóðarinnar bindur heildinni, verður henni smám saman óbærilegur, efnalega og siðferðilega, svo að hún síligast undir honum. Þessi hætta vex að sama skapi sem aukin þekking og mildara hugarfar leggjast á eitt að halda við sem lengst li.fi hvers einstaklings. Aður fékk það fólk, sem ekki var vinnufært sökum líkamlegrar eða andlegrar vöntunar, að deyja drottni sínum. Og útburður vanskapaðra og vangefinna barna fyrr á tíð, svo miskunnarlaus ráðstöfun sem það sýnist frá okkar sjónarmiði, var tvímælalaust mikilvæg vörn gegn úrkynjuninni. Slíkar aðferðir virðast okkur nútímamönnum jafn-fjarstæðar eins og áheit á Iiina helgu mey gegn farsóttum. Aftur á móti veldur það engu hneyksli lengur, að við takmörkum þann fjölda barna, sem við getum og fæðum. En takmörkunina leiðir beint af því, að læknislist og aukið hreinlæti 'hafa bægt ifrá okkur þeim ægilega l>arnadauða, sem geisaði frá því við vitum fyrst og fram í lok 19. aldar. Ef við hugleiðum, hvílíkar þjáningar hljóta að hafa fylgt hinni ótrúlegu barnamergð og hinum óstöðvandi barnadauða, verður augljóst, að hér hefir orðið veruleg framvinda í mann- úðarátt. Næsta skrefið er það að Iiindra getnað og fæðingu þ'eirra barna, sem vegna arfgengra galla verða fyrirsjáanlega andlegir eða líkamlegir aumingjar. Slíka þjáningu og niðurlægingu eigum við að spara þjóðinni, og að þessu marki hlýtur allt mannkyn að stefna. Stöðvun úrkynjunarinnar er krafa nútímans, en hún er jafnframt krafa mannúðarinnar. Þeim, sem af trúarlegum ástæðum eða viðkvæmni eru henni andvígir, mætti benda á það, að í staðinn fyrir hvern einstakling, sem þeir vilja þyrma, leiða þeir óbeinlínis böl og óhamingju yfir tugi og jafnvel hundruð manna. Með vaxandi iirkynjun mun glæpum fjölga, en menningu og siðgæði hnigna. Af þessum sök- um getur ekki orðið neinn skynsamlegur ágreiningur um það. að réttmætt sé og nauðsvnlegt að stemma stigu fyrir úrkynjun- inni, að því leyti sem hún birtist í sjúklegu formi. Spurningin er því aðeins sú, hvort þjóðin standi siðferðilega á svo traustum grundvelli, að hún liafi rétt til að krefjast af einstaklingnum þeirrar fórnar, sem í því felst að láta svipta sig æxlunarhæfninni. Sú þjóð ein hefir þennan rétt, sem með opnum sjónum og mark- vissum hug stefnir að æðra takmarki. Hin, sem þolir það átölu- laust, að sú uppspretta úrkynjunarinnar, sem auðveldast er að STÍGANDI 255

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.