Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 81

Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 81
Theodór Friðriksson: Jón skó- sniiður, skáldsaga. Víkingsútgáf- an. 1946. Margir kynlegir kvistir hafa sprottið á akri íslenzkra bókmennta. Það er engu líkara en að það hafi verið örlög sumra að verða rithöfundar, þótt flestar ytri aðstæður lcgðist á eitt um að sporna gegn þvi: Jón Indíafari, Eiríkur á Brún- um, Sigurður frá Balaskarði, Theodór Friðriksson, svo að nöfn séu nefnd. Fá- tæktin var þeirra fylgikona, skólar og menntasetur hafa ekki verið innan seil- ingarlengdar þeirra, tómstundirnar hafa ekki verið þeim tiltækar, livenær sem andinn var reiðubúinn, og þannig mætti lengi telja, að allar aðstæður hafi verið eins erfiðar og framast er hægt að hugsa sér þær. Og þó hafa þeir skrifað og skil- að arfi, sem lengi mun þykja furðuleg afreksverk. Mér er stórlega til efs, að við íslendingar höfum eignazt öllu merkilegri þjóðlífslýsingu en f verum lians Theodórs, það sem hún nær. En hvað er þá um skáldið Theodór? Líklega hefir Theodór gert höfuðátak sitt á skáldsagnasviðinu í Jóni skósmið. Hann hefir haft þar á auðugri reynslu að byggja en í fyrri sögum sínuin, tóm- stundir hafa honum gefizt fleiri til að velta efninu fyrir sér og velja og hafna. En niðurstaðan verður sú, að hann nær ekki eyrum okkar nútímalesenda. Hver er ástæðan? Ég held, að hún sé, að Theo- dór fer hér inn á svið, sem honum er óeiginlegt: hann reynir að skapa. Höf- undarhæfileikar hans liggja hins vegar ótvírætt á því sviði að sjá það sem er með sínum augum og segja skemmti- lega frá þvf, hvernig það lítur út frá honum séð. hetta er það, sem fyrst og fremst gefur í verum ferskleik, og þetta er það, sem gerir spretti og spretti at- hyglisverða í Jóni skósmið. En persónan Jón skósmiður er leiðinleg þokumynd af Theodor sjálfum og Ragnhildur Reynis nær engri hylli lesandans. Niels Norðan- skjöldur og Eyjólfur kastanrassi eru skemmtilegustu persónur sögunnar, sér- staklega Kastanrassi, enda sögð sann- söguleg persóna. Theodór leit inn til mín í sumar, hress og kátur að vanda. I’ó fann ég, að honum þótti miður, hverjar undirtektir skáldsaga þessi hafði fengið. Hann taldi hana eitt helzta verk sitt. Höfundum missýnist oft um verk sín, en jafnsatt er hitt, að samtíðarmönnum höfunda mis- sýnist oft um verk þeirra. Undir léttu fasi og tali Theodórs fann ég sviða og sárindi þess, sem finnur sig hafa verið afskiptan í lífinu um aðstöðu og viður- kenningu. „Hefði einhver menntaður maður cg viðurkennt stórskáld skrifað Jón skósmið, mundi sagan hafa þótt ágæt,“ sagði hann. Ekki er ég viss. Og þótt svo hefði verið, sannaði það ekki ágæti bókarinnar. Mín skoðun er sú, að vilji Theodór skrifa góða ástandssögu — en það getur hann eflaust —, þá eigi hann bara að lýsa Reykjavíkurlífinu eins og honum kom það fyrir sjónir her- námsárin, lýsa en ekki skapa, þar liggur rithöfundaigáfa lians. Slíka sögu hygg ég að margir mundu lesa og kaupa. Sven Edvin Salje: Kctill í Engi- hlið, skáldsaga. Konráð Vilhjálms- son íslenzkaði, bókaútgáfan Norðri gaf út. Saga þessi gerist í afskekktu byggðar- lagi í Svíþjóð. Unga fólkið flýr einangr- unina, þorp og bæir laða. Ketill er ung- ur bóndason. Hann hefir farið að heim- an og dvalið um nokkurt skeið í Stokk- hólmi við ýmis störf, en honum finnst ásjálfrátt á bréfum móður sinnar, að eitthvað sérstakt muni að heima og snýr til bernskustöðvanna. Þar hefir allt gengið meir og meir úr sér. Bróðir hans er sjúklingur, faðir hans heldur framhjá konu sinni, heimilislífið er lævi bland- ið. Sjálfum er Katli tekið scm gesti, er væntanlega hafi sig á burtu sem fyrst, eða þannig er afstaða föðurins. En Ketill STÍGANDI 319
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.