Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 6

Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 6
skilið þannig, sem hver maður væri einstök og að öllu leyti sér- stæð vera. En vísindin eiga hér annan og réttari skilning. í eðli einstaklingsins renna saman margir þættir, sem liggja til hans frá öfum og ömmum, langfeðrum og langmæðrum, og ef hann getur börn og kyn lvans æxlast, þá greinast þessir þræðir aftur út frá honum í margar áttir og ættliði. Á þá er aldrei skorið, nema ættin deyi út. Ut frá þessu sjónarmiði mætti snúa orðtakinu gamla við og segja: Gæfa hvers manns er að allmiklu leyti ákveðin, áður en hann Var borinn í þennan lieim og án þess að hann hafi nokkru þar um ráðið. Telpan, sem mér varð svo minnisstæð, olli ekki sjálf óhamingju sinni. Hún á ekki frekar sök á því, að hún fædd- ist með ólæknandi lömun í talfærunum, heldur en hún gat ráðið lit augna sinna og hára. í hinni miklu erfðaskrá ættarinnar, sem aldrei var felld í orð né færð í letur, var stuttlega en skýrt ákveð- inn erfðahluti þessa óborna niðja. Enginn ættingi hafði skilið þessa grein, en kynslóðirnar höfðu varðveitt hana og skilað henni trúlega frá föður til sonar, frá móður til dóttur. í heitu faðmlagi karls og konu íklæddist hún holdi og blóði, varð að órækum veruleika, sem ekki verður vísað út fyrir vébönd ættarinnar, liversu misheppnaður sem hann þykir. Auðvitað hefir alþýðuspekinni ekki með öllu sést yfir þetta, enda er hún yfirleitt glöggskyggn á staðreyndirnar. En hún tínir þær upp hverja fyrir sig, eins og ósamstæð brot, og verður því oft tvísaga. Erá henni er einnig runnið spakmælið: Þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir. Þetta orðtak er runn- ið af dýpri skilningi á manneðlinu en hitt, sem ég gat um áðan. Hin mikla þýðing mótsagnarinnar milli þeirra beggja verður okkur þá að fullu ljós, er við sjáum andstæðurnar mætast í ein- um og sama einstaklingi: annars vegar viðleitnina til að móta hann eftir óskmynd hans sjálfs eða annarra, liins vegar ósveigj- anlegair hneigðir í eðli lians, sem ekki þokast fremur en jarð- gróinn klettur. Þessar andstæður eru áþreifanlegar alls staðar þar, sem viðleitni uppeldisins strandar á sömu harðsvíruðu hneigðunum hjá mörgum skyldum einstaklingum eða jafnvel hjá heilli ætt. Og þá verður líka að fullu ljóst, að ekki ræður einhver tilviljun því, hvaða eðli og innræti einstaklingurinn hefir, heldur liggja til þess djúp og ákveðin rök. Lögmál erfðanna eru vísindunum löngu kunn. Frá því að munkurinn Gregor fann þau fyrst (lögmál Mendels), frá því að Darwin reit kenningu sína um hina erfðbundnu þróun lífsver- 944 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.